Leikhúsmál - 01.06.1997, Qupperneq 12
LEIKHÚSMÁL
Pétur Eggerz
Möguleikhús - barnaleikhús
Er þörf fyrir sérstakt barnaleikhús á
íslandi? Hafa ekki stóru leikhúsin sinnt
þeirri eftirspurn sem er fyrir hendi eftir
sérstökum sýningum fyrir börn?
Ef til vill eru þetta þær grundvallarspurn-
ingar sem meðlimir Möguleikhússins
spurðu sig þegar verið var að stofna
leikhópinn snemma vors árið 1990 og
ákveða að einskorða starfsemina við
sýningar fyrir börn og unglinga. Fram
að þeim tíma hafði lítið borið á öðrum
barnasýningum en þeim stóru sem
settar voru upp í ,stóru leikhúsunum',
ef undan voru skildar reglubundnar
sýningar brúðuleikhúsa. Ein og ein
sýning hafði þó verið sett upp á vegum
,frjálsu leikhópanna', en um skipulagt
starf af því tagi var þó vart að ræða.
Það mátti líka finna fyrir ákveðnum
fordómum í garð þeirra sem fengust
við að setja upp litlar sýningar fýrir
börn, fordómum sem jafnt mátti finna
í viðhorfi kollega innan leikhúsheims-
ins sem og í umfjöllun fjölmiðla um
barnasýningar.
Kannski má segja að fyrstu skref
Möguleikhússins hafi markast nokkuð
af þessu viðhorfi. Fyrstu verkefnin voru
örstuttir leikþættir fyrir skemmtanir og
sjónvarp og meðlimir hópsins þóttust
vita að þeir ættu takmarkaða mögu-
leika þegar kæmi að úthlutun opin-
berra fjármuna til leiklistarstarfsemi.
Smátt og smátt tók leikhópnum þó að
vaxa fiskur um hrygg, farið var að setja
upp sýningar, sem nutu þegar mikilla
vinsælda, til að sýna í leikskólum.
Það varð fljótt ljóst þegar farið var að
sýna í leikskólum að illmögulegt var að
sinna öðru starfi meðfram því að leika í
barnaleikhúsi. Sýningartíminn var yfirleitt
kl. 10 og 14, og gjarnan sýnt alla daga vik-
unnar þegar best gekk. Auk þess þurfti að
flytja leikmynd milli staða, setja hana upp,
taka niður osfrv. Hér varð því að taka
ákvörðun. Annaðhvort yrði hér um ,alvöru
atvinnuleikhús* að ræða eða meðlimir
myndu snúa sér að öðru. Það þarf vart að
taka fram að fyrri kosturinn var valinn og
fljótlega voru allir komnir upp á nokkuð
gott lag með að byrja að leika kl. tfu að
morgni flesta virka daga og sýna allt að tíu
sýningar á viku.
Frá upphafi var það metnaðarmál hópsins
að setja upp frumsamin íslensk verk, nokk-
uð sem enn hefur ekki verið vikið frá í starfi
frr/a Ruth Harðardóttir í hlutverki Dóru í
Ævintýrabókinni. Möguleikhúsið 7995.
Möguleikhússins. Fyrstu uppsetningarnar
voru vissulega unnar af miklum vanefnum,
það var ekki fyrr en vorið 1994 að Möguleik-
húsið fékk fyrst styrk frá Menntamálaráðu-
neytinu.
Þrátt fyrir knappan fjárhag skorti Mögu-
leikhúsfólk ekki stórhug eða bjartsýni. Eftir
að hafa sýnt jólaleikritið Smið jólasveinanna
rúmlega fimmtíu sinnum fyrir jólin 1992
var ákveðið að gefa ævintýrið út á geisladiski
fyrir næstu jól. En plötuútgáfa og leikhús er
víst ekki alveg það sama. Salan gekk ekki sem
skyldi og gekk nærri fjárhagslegri slagæð
leikhússins. En áffam var þó haldið.
Vorið 1994 urðu tímamót í starfi Mögu-
leikhússins. Það var ekki aðeins að í fyrsta
sinn fengist styrkur frá hinu opinbera held-
ur höfðu meðlimir hópsins í upphafi árs
tekið á leigu húsnæði við Hlemm-
torg, þar sem áður var bílaverkstæði,
og unnið að því hörðum höndum
fram á vor að innrétta þar leikhús.
Um svipað leyti var leikhúsið að sýna
vinsælustu sýningu sína til þessa,
Umferðarálfinn Mókoll, en sýningar á
honum urðu alls 170.
Möguleikhúsið við Hlemm opnaði
síðan með pomp og pragt í maí 1994
með sýningu góðra gesta frá Dan-
mörku, barnaleikhúsið Mariehonen
með sýninguna Den lille heks. I kjöl-
farið fylgdi síðan lítil barnaleikhúshá-
tíð þar sem sýndar voru flestar þær
íslensku ferðasýningar fyrir börn sem
í boði voru um þær mundir.
Heimsókn Mariehonen var mikil
vítamínsprauta fyrir meðlimi Mögu-
leikhússins. Þarna var komið fólk
sem var að fást við það sama, einbeita
sér að því að setja upp sýningar fyrir
börn. Aðstöðumunurinn var að vísu
gífúrlegur þar sem trúlega er hvergi
betur búið að barnaleikhúsi en í Dan-
mörku. Þessi eini hópur hafði til ráð-
stöfúnar álíka mikið fé og úthlutað er
til allra sjálfstæðra leikhúsa á Islandi.
Engu að síður var hægt að læra margt
af dönsku Maríuhænunni, ekki hvað
síst um hugmyndafræði þá sem lá að
baki þeirra starfi og reynslu þeirra af
því að sýna fyrir börn.
Þessi heimsókn og áframhaldandi sam-
skipti við önnur erlend barnaleikhús urðu
til þess að efla Möguleikhúsfólk í þeirri
bjargföstu trú að ástæða væri til að starf-
rækja sérstakt barnaleikhús á íslandi. Þá
virtist einnig sem leikhúsið væri smám sam-
an að vinna sér sess í hugum fólks og jafnvel
fjárveitingavaldið var farið að veita fyrirbær-
inu athygli.
Á þeim þremur árum sem liðin eru frá því
húsnæðið við Hlemm var tekið í notkun
12