Leikhúsmál - 01.06.1997, Side 13
LEIKHÚSMÁL
hefur starfsemi Möguleikhússins farið vax-
andi. Tvö til þrjú ný leikrit hafa verið frum-
sýnd á hverju leikári og áhorfendafjöldinn
verið um og yfir 10.000 áhorfendur yfir vet-
urinn. Fleiri erlendir leikhópar hafa komið í
heimsókn með barnasýningar auk þess sem
aðrir innlendir leikhópar hafa sýnt sýningar
fyrir börn í húsnæði Möguleikhússins. Boð-
ið hefur verið upp á tónlistardagskrár fýrir
börn og í samvinnu við fþrótta- og tóm-
stundaráð Reykjavíkur hefur
Möguleikhúsið gengist fyrir
leikhúsnámskeiðinu „Leikhús
möguleikanna" fýrir 9-12 ára
börn tvö síðastliðin sumur.
Það er því ekki nokkur vafi
að spurningunni um það hvort
þörf sé fyrir sérstakt barnaleik-
hús hér á landi má svara ját-
andi. Starfsemi Möguleikhúss-
ins síðastliðin sjö ár sannar það
svo ekki verður um villst. Hitt
er svo aftur annað mál hvort
unnt sé að starfrækja hér
barnaleikhús til lengdar, eða
hvort ráðamenn ríkis og borgar
hafi áhuga á því. Eins og staðan
er nú er því miður ekki hægt að
svara því játandi.
Eins og kunnugt er líkist það
að starfrækja sjálfstætt leikhús
hér á landi einna helst því að
taka þátt í fjárhættuspili. Allt er
lagt undir og ef heppnin er með
þér færðu ef til vill vinning í
formi styrks. Einu sinni á ári
sitja allir spenntir í marga mán-
uði og bíða eftir að fá að vita
hverjir hljóta styrki frá mennta-
málaráðuneyti og hverjir eru í
náðinni hjá menningarmála-
nefnd Reykjavíkurborgar. f
þessu spili sitja allir við sama
borð, enginn veit hverjar regl-
urnar eru og enginn veit hvað
verður dregið úr hattinum. Því
er það að eftir sjö ára starf og
uppsetningu á tólf barnaleikrit-
um stendur Möguleikhúsið
enn á byrjunarreit fjárhagslega.
Barnaleikhús verður ekki
rekið án einhverra opinberra
styrkja, fremur en önnur leikhús. Raunar má
segja að það þurfi meir á þeim að halda en
önnur leikhús þar sem miðaverðið þarf að
vera talsvert lægra á sýningar fyrir börn en
fullorðna, og þegar um er að ræða ferðasýn-
ingar fyrir börn er áhorfendafjöldi á hverja
sýningu sjaldan meiri en 40-50.
Það er gjarnan talað um að börn séu um
það bil fjórðungur hverrar þjóðar. Það er
mat þeirra sem að Möguleikhúsinu standa
að börn eigi jafnan rétt á að sjá leiksýning-
ar og fullorðnir. Við síðustu úthlutun á
styrkjum menntamálaráðuneytisins til
sjálfstæðra atvinnuleikhúsa var úthlutað
16 milljónum króna. Af því voru 400 þús-
und, eða 2,5% til uppsetningar á barna-
leikritum. Af þeim 100 starfslaunamánuð-
um sem listasjóður úthlutaði í ár til sjálf-
stæðra atvinnuleikhúsa voru 15 til lista-
manna sem starfa að barnaleiksýningum.
Samtals má því segja að menntamálaráðu-
neytið sé að veita 7,5% af þeim fjármunum
sem ætlaðir eru sjálfstæðum leikhúsum til
barnaleikhúsa.
Af Reykjavíkurborg er svipaða sögu að
segja. Þó er nokkuð erfitt að gera sér fulla
grein fyrir hlutfalli styrkja til barnaleikhúsa
þar í heildarpakkanum, þar sem margir
smáir styrkir eru gjarnan veittir hjá hinum
ýmsu stofnunum og stundum erfitt að átta
sig á hvað er skilgreint sem styrkur til leik-
listarstarfsemi og hvað ekki. Til upplýsingar
skal þó bent á að á síðasta ári fékk Möguleik-
húsið 400 þúsund krónur frá menningar-
málanefnd Reykjavíkurborgar, en við nýlega
úthlutun frá sömu nefnd fékk Möguleikhús-
ið ekkert á þeirri forsendu að það hefði þeg-
ar fengið 300 þúsund krónur í styrk frá Dag-
vist barna í Reykjavík. Ekki höfðu þó áður
verið veittar upplýsingar um að umsókn í
einn sjóð gæti minnkað möguleika á að fá
úthlutað úr öðrum.
Þá vekur það nokkra undrun þeirra sem
að Möguleikhúsinu standa að það heyrir til
algerra undantekninga að þeir
sem sitja í nefndum þeim eða
ráðum sem úthluta þessum
peningum frá ríki og borg
komi að sjá sýningar leikhúss-
ins. Þannig má nánast fullyrða
að enginn sem sæti á í menn-
ingarmálanefnd Reykjavíkur
og enginn þeirra sem fór yfir
umsóknir fyrir hönd mennta-
málaráðuneytisins við síðustu
úthlutun hefur komið að sjá
eina einustu af þeim þremur
sýningum sem Möguleikhúsið
frumsýndi á því leikári sem fer
senn að ljúka. Það hlýtur að
vera sjálfsögð krafa að þeir sem
taka að sér að úthluta þeim
knöppu fjármunum sem ætl-
aðir eru til atvinnuleiklistar
utan „stóru leikhúsanna"
fylgist með því sem þar er að
gerast. Annars verður vart séð
hvernig þeir geta talist hæfir til
að sinna því starfi.
Á þessum vetri eru frum-
sýndar amk. 11 barna- og ung-
lingasýningar á vegum sjálf-
stæðra leikhúsa og -hópa.
Lauslega áætlað mun það vera
hátt í helmingur þeirra frum-
sýninga sem sjálfstæðu leikhús-
in bjóða upp á í vetur. Auk þess
má áætla að 5-7 barnasýningar
frá fýrri leikárum hafi einnig
verið á fjölunum hjá sjálfstæðu
leikhúsunum. Skiptingin á
styrkjum menntamálaráðu-
neytisins er eins og áður sagði
7,5% til barnaleikhúsa og
92,5% til þeirra sem sýna fyrir
fullorðna.
Það er ljóst að sú mikla gróska í barnaleik-
húsgeiranum sem vart hefur verið undan-
farið mun ekki halda áfram að öllu óbreyttu.
Möguleikhúsið gengur til móts við næsta
leikár án þess að sjá fram á að geta fjármagn-
að neinar nýjar uppsetningar. Eftir sjö ára
þrotlaust starf virðist vart unnt að komast af
byrjunarreitnum. Enn á ný er það því spurn-
ing um hversu mikið aðstandendur leik-
hússins eru tilbúnir að axla, hversu lengi er
unnt að halda í vonina um að einn góðan
veðurdag birti til.
Pétur Eggerz í barnaleikritinu Einstök uppgötvun.
Möguleikhúsib 1996.
13