Leikhúsmál - 01.06.1997, Page 14

Leikhúsmál - 01.06.1997, Page 14
LEIKHÚSMÁL Urðum að láta eins og þetta myndi reddast Jón Hjartarson rabbar við Hilmar Jónsson leikstjóra um leikhúsævintýrið í Hafnarfirði Himnaríki eftir Arna Ibsen gerði þab gott í Hafnarfjardarleikhúsinu i fyrra: Þórhallur Gunnarsson og Guólaug B. Olafsdóttir í hlutverkum sínum. Hafnarfjarðarleikhús- ið, Hermóður og Háðvör, hefúr vakið verkskuldaða athygli, þótt ekki sé það gam- alt í hettunni. Tvær fyrstu sýningar þess: Himnaríki eftir Árna Ibsen í fyrra og leik- gerð af Birtingi eftir Voltaire nú í vetur hlutu báðar mikið lof og góða aðsókn. Þar sem fyrrum snerust færibönd Bæj- arútgerðarinnar og iðnar hendur tíndu orma úr fiskflökum, snyrtu og pökkuðu í sellófan, er nú framleidd leiklist. Vinnslusal- ur frystihússins við Strandgötuna er á annarri hæð. Þar hefúr verið komið fyrir upphækkuðum bekkjaröðum, en leikrýmið teygist langt inn eftir salnum og er hið þén- anlegasta, þótt ekki sé að vísu ýkja hátt til lofts. Uppi á þriðju hæð var kaffistofa fisk- verkafólksins. Þar er nú veitingastofa leik- húsgesta þar sem fólk getur fengið sér hress- ingu í hléi. - Það er laugardagskvöld 22. mars, síðasta sýning á Birtingi, leikgerð af þessu makalausa verki Voltaires, þýðingu Halldórs Laxness. Leikararnir eru að tínast í húsið. Stemmningin er eðlilega tregabland- in: Að leika sýningu í síðasta sinn er eins og að kveðja gamlan vin. Orðin verða ekki sögð aftur, gervi sett upp í síðasta sinn, framar ekki farið í þennan búning. Persón- urnar sem voru kannski stór partur af lífi leikarans heilt leikár verða nú einungis minning. Hrœðsla við atvinnuleikarana Ég sest í notalegt horn uppi í kaffistofúnni með Hilmari Jónssyni, sem er einn af helstu hvatamönnum þessa fyrirtækis, leikhússtjóri og leikstjóri þessara tveggja sýninga sem hér hafa verið færðar upp. - Hugmyndin kviknaði í spjalli, byrjar hann. Við erum orðnir nokkuð margir kunningjar úr leikhúsbransanum sem búum hér í Hafnarfirði. Okkur datt í hug hvort ekki væri hægt að mynda lítinn hóp og setja af stað lítið leikhús fyrir Hafnfirðinga. Með hvaða hætti var óráðið, það var sumsé ýmis- legt sem kom til greina. Við skrifúðum til- lögu að dagskrá fýrir 50 ára afmæli lýðveld- isins ’94. Úr þessu varð leikþáttur sem við fhittum í Bæjarbíói. Það var upphafið. - Kom ekki til greina að halda áfram þar. - Jú við horfðum til þess. Leikfélag Hafn- arfjarðar var búið að koma sér þar upp fínni aðstöðu sem nýttist ekki sem skyldi. En LH- félagar tóku illa í það, ályktuðu sem svo að ef atvinnufólk kæmi þarna inn myndi það enda með því að gleypa alveg áhuga- mannastarfsemina. Sjálfsagt var nokkuð til í því hjá þeim. Og þetta varð okkur kannsld til happs. - Nú urðum við að fara á stúfana að leita að húsnæði. Við fengum styrk frá menntamála- ráðuneytinu (leiklist- arráði) til þess að setja upp verk eftir Árna Ibsen. Með þennan styrk, tvær milljónir, upp á vasann, leituð- um við til bæjaryfirvalda hér. Fólki þar á bæ brá svolítið við að fá leikara upp á teppi til sín biðjandi um peninga. Ég held að þeim sé reyndar brugðið enn. En við fengum vilyrði fýrir rest. Við treystum okkur ekki til þess að fara út í uppsetninguna nema bærinn skaff- aði húsnæðið. Og það var í raun og veru að- eins tjaldað til einnar nætur. Hústökufólk Nú upphófst mikil leit. Ég held að við höf- um litið á allt húsnæði, stærra en 300 fer- metra, sem til greina kom í Hafnarfirði. t það minnsta skoðuðum við yfir 20 húspláss. Afgreiðsla málsins dróst. Það endaði með því að við gerðumst hústökufólk hjá Bæjar- útgerðinni gömlu. Við vorum búin að fá stóla sem Frú Emilía var með í láni frá Leik- félagi Reykjavíkur. Við leigðum einnig tækjabúnað sem Frú Emilía hafði komið sér upp. Við vorum á götunni með þetta dót, töluðum við Jón í Sjólastöðinni sem hafði keypt þetta húsnæði Bæjarútgerðarinnar og 14

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.