Leikhúsmál - 01.06.1997, Blaðsíða 17

Leikhúsmál - 01.06.1997, Blaðsíða 17
LEIKHÚSMÁL Úr Birtingi: Gunnar Helgason og Erlingur Jóhannesson. að skila af sér talandi fólki. En allt þetta tal um framsögn getur orðið hvimleitt. Það er hægt að skila dramatísku verki með öllu sem því tilheyrir, spennu í samskiptum, hver er reiður við hvern, hvernig fólki líður í mis- munandi aðstæðum, semsagt mjög raun- verulegri dramatískri framvindu atburða - á bullmáli, nota myndmálið til þess að segja söguna. Leikbókmenntir eru ofi og tíðum uppfullar af óþarfa orðaflaumi, orða upplýs- ingu. „Þarna koma Ólafur og konan hans upp tröppurnar." Það er oftast til mikilla bóta að fækka orðum. Metum stöðuna eftirþennan reynslutíma - Nú er Hafnafjarðarleikhúsið með samning við menntamálaráðuneytið um fjárveitingu út næsta vetur. Hvað verður svo. Verður áfram atvinnuleikhús hérna í Firðinum? - I dag vitum við ekki hvað verður. Sam- starf þessa hóps hérna er að verða tveggja ára. Byrjunin hefúr óneitanlega verið skemmtileg. Maður drekkur í sig hvert and- artak. - Mér finnst það vera siðferðileg skylda okkar að að meta stöðuna þegar þess- um áfanga lýkur og reyna að finna leiðir til þess að halda þessu áfram í einhverri mynd. Meðan Hermóður og Háðvör heldur ein- hverri sérstöðu og skilar áhugaverðu list- rænu starfi á þetta leikhús rétt á sér. En ég held líka að starfið hér verði að vera undir gagnrýni, bæði hið innra og utanaðkom- andi. - Ef framhald á að verða á þessu að ári liðnu verður að fara að skoða praktísku mál- in núna. Eigi þetta að verða til frambúðar yrði að koma til samstarf bæjarfélagsins og ríkisins. Það er ffeistandi að líta til þess fyrir- komulags sem haft er á Akureyri til dæmis. Það er módel sem vert væri að skoða. - Þeir eru æði margir sem hingað til hafa séð ástæðu til að ferðast til Hafnarfjarðar til að fara í leikhús. - Það er ekki þar með sagt að allt takist, jafnvel þótt fólk geri sitt besta, það held ég allir reyni jafnan. Sumt tekst bara ekki. Við vorum skíthrædd við þetta í upp- hafi. Þegar við fórum af stað með Himnaríki reiknuðum við með kannski 10-15 sýning- um. Við áttum ekkert endilega von á því að aðsókn yrði önnur og meiri en að sýningum leikhópanna í Reykjavík, en hún hefur á all- flestar uppsetningar ekki orðið meiri en tvö til fimm hundruð manns. - Eru það aðallega Hafnfirðingar sem koma í leikhúsið? - Hingað til hafa tiltölulega fleiri utanað- komandi sótt sýningarnar hjá okkur. En við höfum verið hér með ýmsa aðra starfsemi, svo sem leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga - og svo finnst okkur tímabært að færa upp barnasýningu og vonandi fellur það í góðan jarðveg hérna í bænum. Ríkið má ekki varpa ábyrgðinni út í atvinnulífið - Það er ótrúleg gróska í starfi leikhópanna eins og við vitum. Fjárhagshliðin er kannski ekki glæsileg að sama skapi. - Nei, fólki er hálfþartinn att út í sjálf- boðavinnu með þessum styrkveitingum. - Það segir sig sjálft að tvær milljónir, eins og við fengum til að setja upp Himnaríki, duga skammt til þess að setja upp nýtt íslenskt verk á atvinnugrundvelli. Það er eins og hver önnur fásinna. Styrkir til þessara hópa eru hlægilega lágir. - Það er bull og vitleysa að leikhópar séu einhver biðstöð fýrir fólk sem vill komast inn í stóru leikhúsin, Þjóðleikhús eða Borgarleikhús, hugsandi sem svo: Best að ég sprikli hér í sjálfboðavinnu þangað til einhverjum dettur í hug að taka mig á launa- skrá. Leikhóparnir eiga ekki að vera og eru ekki slíkur biðsalur. Sú leiklist sem þar fer fram er vel marktæk og stenst fyllilega sam- 17

x

Leikhúsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.