Leikhúsmál - 01.06.1997, Qupperneq 20

Leikhúsmál - 01.06.1997, Qupperneq 20
LEIKHÚSMÁL Teikningar Gordons Craig oð verki hans Tröppunum (1905): i birtu, í Ijósaskiptunum, síbla kvölds, að nóttu. sauminn og ekkert gert til að fela hann. Ljót, svört, ermalaus blússa var girt ofan í bux- urnar. Síðan var ekkert samræmi í búning- um hinna leikaranna, þeir komu héðan og þaðan. En þegar leikararnir voru búnir með leik sínum að berjast yfir þann þröskuld sem búningarnir voru, þá stóð sjálfur leikurinn einhvernveginn sterkari og hreinni. Þetta hefur sem sagt ekki verið það að bún- ingahöfundurinn vœri svona slcemur? Alls ekki. Að gera þetta svona var val þeirra fyrir þessa einu sýningu, en síður en svo dæmigert fyrir þeirra leikhús. Geturðu lýstfyrir mér vinnuferli búningahöf- undarfyrir eina sýningu? Bæði staða og vinnubrögð leikmynda- og búningahöfunda hefur breyst mjög mikið. Núorðið fáum við handrit í hendur svo að segja samtímis leikstjóra, þ.e.a.s. leikstjórinn velur sér yfirleitt myndhöfund eða mynd- höfunda sýningarinnar strax og saman vinnum við síðan að lausnum og leiðum. Ég er t.d. að vinna að sýningu núna og það munu líða fimm og hálfur mánuður frá því ég fékk handritið í hendur og þar til frum- sýning verður. Allan þann tíma er ég í fullri vinnu við að skapa minn hluta í þessu sam- vinnuverkefni og síðustu tvo mánuðina verður vinnuálagið tvöfalt. Þið kallið ykkur leikmynda- og búningahöf- unda. Já, starfsheiti okkar hefur tekið breytingum. Frá því að kallast leiktjaldamálarar og síðar leikmyndateiknarar er starfsheiti okkar leik- mynda- og búningahöfundar. Og þar munar kannski mest um að búningahöfundar skuli yfileitt vera nefndir til sögunnar. Þetta starfsheiti er mun réttari þýðing á orðinu senógrafia, sem víðast er notað um þessa listgrein. Fyrir mörgum árum þakkaði ég góðum vini mínum, sem er þekktur myndlistar- maður hér heima, fyrir sýningu sem hann hafði gert leikmynd og búninga í. „Ja, þetta var nú engin senógrafía,“ sagði hann, og það sagði hann vegna þess að hann var óánægð- ur með að hafa neyðst til að gefa sýningunni raunsæislega umgjörð, og leit þess vegna ekki á framlag sitt sem höfundarverk. Hann hefur sem sagt verið andstœður natúr- alismanum? Já, hann var það. Og í því sambandi er kannski gaman að geta þess, að leikbrúðan, maríonettan eða litla María, sem markar upphaf brúðuleiklistar, er af mörgum talin marka skil í sögu leiklistarinnar. Hún var hreyfanlegt Maríulíkneski, upphaflega not- uð í frumstæðum helgileikjum. Sumir leik- mynda- og búningahöfundar, þeirra á meðal fyrrnefndur Gordon Craig, hafa viljað að leikarinn væri eins og leikbrúða. Mörgum leikurum finnst það niðurlægjandi afstaða, en ég held að það sé mikil ögrun og krefjist mikils leikara að tjá sig þannig abstrakt, eða óhlutbundið. Geturðu nefnt dcemi um svona vinnu, til að skýra þetta aðeins? Já, ég held að það land þar sem list leik- mynda- og búningahöfunda er hvað sterkust og í hvað mestum metum sé Pólland. Þar eru leikhússtjórar, listrænir yfirmenn leik- húsanna, gjarnan leikmynda- og búninga- höfundar og þar er hið sjónræna leikhús í hávegum haft. Þar starfaði Kantor, sem er okkur að góðu kunnur, og þaðan er Grotowski, sem byggði mjög á myndrænum hreyfingum leikaranna. Ég get nefnt dæmi um hvernig búningur getur orðið órjúfan- legur hluti leikmyndar, sem og leikarans, eins konar lifandi skúlptúr. Afsprengi Grotowskis er Odin-leikhúsið í Danmörku, sem kom hingað með sýninguna Ferai fyrir mörgum árum. I einni sýningu Odin-leik- hússins myndaði búningur sérlega sterkan hluta af leikmyndinni. Það var hólkur úr teygjanlegu efhi, sem um leið var kjóll, ann- ar leikari togaði í efri enda hólksins þangað til hann náði endanna á milli í leikrýminu. Síðan fór fyrri leikarinn úr hólknum og þá hvarf þetta sterka form. Svona lifa með manni bestu búningar sem maður hefur séð, eins og önnur listaverk. En þeir tengjast að sjálfsögðu leikaranum, leiknum. Ég mun t.d. ekki á meðan ég lifi gleyma örstuttu atriði úr Don Juan í Þjóðleikhúsinu í vetur sem leið. Þar lék Helgi Skúlason örlítið hlutverk, en bæði frábær leikur hans í þessu litla hlut- verki og dásamlegur búningur runnu saman í órofa heild. Þess vegna skiptir líka svo miklu máli að leikarinn sé sáttur við bún- inginn sinn og ég tel það m.a. hlutverk bún- ingahöfundar að gera hvern leikara sáttan við búning sinn. 20

x

Leikhúsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.