Leikhúsmál - 01.06.1997, Page 21

Leikhúsmál - 01.06.1997, Page 21
LEIKHÚSMÁL Messíana, hver var þinn lcerifaðir í listinni? Kennari minn í leikmyndum og ekki síst í búningum var Magnús Pálsson, sá magnaði myndlistarmaður. Hann kenndi mér eigin- lega án þess að kenna mér, en fékk mig til að gera hluti sem ég hafði engan grun um að ég gæti gert. Hann lét mig t.d. fá ljóð og sagði mér að búa til sýningu úr því. Ég hugsaði mér sýninguna sem einhvers konar ballett og þegar ég var búin að teikna mjög sér- kennilega búninga spurði hann mig hvernig í ósköpunum ég hugsaði mér að hægt væri að útfæra þetta og hvernig ég ætlaði að láta leika og jafnvel dansa í þessum búningum. Ég hafði byggt á ímyndunaraflinu og það virtist óyfirstíganlegt að útfæra hugmynd- irnar praktískt, en á endanum tókst mér að gera vinnuteikningar og hreyfmgateikningar sem okkur virtust ganga upp. En það er einmitt þessi ögrun sem er kjarninn í öllum listum, að takast á við það ómögulega. Messíana, hvaðfinnstþér skemmtilegast t þtnu fagi? Ogþá á ég við sem búningahöfundur. Mér finnst skemmtilegast að gera tímalausa búninga, að vinna þá eins og skúlptúra, óbundin af öðru en því sem leikarinn þarf að koma til skila. En þurfi búningar að kall- ast á við ákveðið tímabil, annaðhvort í mannkynssögunni eða listasögunni, þá eru ótal leiðir til að stílfæra búningana og vinna þá út frá öðrum áherslum en aðeins tímabil- inu sjálfu. Maður byrjar þá gjarnan á mikilli vettvangskönnun, allt tínt til sem upplýsir um viðkomandi tímabil, stúderað hvernig fólk lifði og hagaði sér og upplýsingarnar síðan nýttar eftir því sem þær geta þjónað sýningunni útfrá þeirri leið sem maður vel- ur, og þá að sjálfsögðu í samvinnu við leik- stjórann. Þetta er sem sagt oft og tíðum heilmikil heim- ildavinna? Já, þetta er mjög mikil heimildavinna og öll frumvinnan er mikil og tímafrek. En bún- ingahöfundar hafa í starfi sínu mjög mis- munandi og persónulegar áherslur hver fyrir sig. Einn skipta smáatriðin miklu máli, ann- ar gengur út frá stóru línunum. Einn vill nota búninga sem eru til og setja þá saman upp á nýtt, annar lætur sauma allt. Ég er reyndar einn af þeim. ]á hvernig vinnurþú? Fyrsti útgangspunktur minn er yfirleitt lit- irnir, bæði vegna þess að þeir leita fyrst á mig og vegna þess að ég hef fengist mikið við liti, m.a. kennt litafræði, og geri mér þess vegna grein fýrir mikilvægi þeirra. Litir sem fólk klæðist hafa t.d. tvíþættan tilgang. Annars vegar að kalla á þá orku sem í þeim felst, þ.e.a.s. taka við og þar með gefa þeim sem er í flíkinni þá eiginleika sem liturinn stendur fýrir, hins vegar að geisla út þeim áhrifum. Hver litur hefur táknræna merkingu og skynjun þeirrar merkingar virðist í stórum dráttum vera sameiginleg öllum menningar- svæðum. Þetta er spennandi. Geturðu skýrt þetta aðeins betur? Þetta virðist vera svolítið flókið. Já. Ég kenndi einusinni önn í Kennara- háskólanum og þá var litafræði hluti af kennslunni. Það sýndi sig að blái liturinn var ríkjandi hjá kennaraefnunum. Einn nemandinn var þó alltaf í rauðu. Hún reyndi að mæta í öðrum litum, en þeir voru alltaf blandaðir með rauðu, svo sem brúnt (þ.e. rautt og grænt), ijólublátt (rautt og blátt), appelsínurautt (rautt og gult) o.s.frv. Og ég benti henni á að þó að rauði liturinn væri falinn þá væri hann þarna. Hún sagði mér þá frá því, að hún ætti tvær systur og móðir þeirra hefði ævinlega klætt þær sína í hvern litinn. Hún hafði klætt eina þeirra í grænt, aðra í blátt og hana sjálfa í rautt. Sú græna var á þessum tíma orðin bóndi, sú bláa var að læra heimspeki í Háskólanum, en sjálf var hún að læra að verða handa- vinnukennari, sem í dag er mjög skapandi starf sem þarf að setja kraft í. Sá kraftur er í rauða litnum, verkkrafturinn. Ég held að þessi stúlka hafi með rauða litnum sínum bæði kallað á þá orku sem í litnum býr og geislað henni út. Þannig er það líka með leikarana. Það er algerlega undir þeim komið, hvort búning- ur fær líf eða ekki og hvort sýning fær líf eða ekki. Þú getur gert dásamlegan búning, en ef það er ekki vel leikið í honum, þá er hann einskis virði. Það er eins og með tónverk. Illa flutt tónverk kemur í veg fyrir að þess sé notið. Viðtalið tók Sólveig Pálsdóttir við Messíönu Tómasdóttur, leikmynda- og búningahöfund, fyrir þcettina „Að tjaldabaki“ sem voru fluttir í Ríkisútvarpinu í janúar á þessu ári. Viðtalið var tekið í október 1996. 21

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.