Leikhúsmál - 01.06.1997, Síða 22

Leikhúsmál - 01.06.1997, Síða 22
LEIKHÚSMÁL MlllÐ ÞIÐ Arndísi Björnsdóttur? Fullyrða má að Arndís Björnsdóttir hafi verið ein mikilhæfasta leikkona sem ís- lenska þjóðin hefur eignast á þessari öld. Hún sýndi og sannaði það svo margsinnis á leiksviðum höfuðborgarinnar á nær hálfrar aldar leikferli. 1 sálarfýlgsnum sínum bjó hún yfir hinum hreina og sanna tóni sem engan lét ósnortinn er á hlýddi. Arndís hlaut enga leiklistar- menntun í skóla eins og tíðkast nú á dögum. En aftur á móti fékk hún í vöggugjöf þá eðlis- gáfu og þann sanna neista sem er öllum miklum listamönn- um nauðsynlegur. Langur reynsluskóli á leiksviðum höf- uðstaðarins var hennar leik- listarakademía. Arndís var fædd í Reykjavík 17. mars 1895 og hlaut hald- góða menntun eins og tíðkaðist hjá ungmennum betri borgara hér á landi. Henni tókst að tileinka sér ágæta kunnáttu í erlendum málum og gat því ávallt fýlgst með því sem fór fram í hinum erlenda leik- húsheimi. Hún kom fyrst fram á leiksviði hjá Leik- félagi Reykjavíkur í leikritinu Frú X eftir Alexander Bisson árið 1922 undir leikstjórn Stefaníu Guðmundsdóttur, en hafði samt áður stigið á fjalirnar hjá líknarfélaginu Hringnum 1918. Á næstu árum féll það í hennar hlut að túlka mörg viðamikil hlut- verk á leiksviðinu í Iðnó og þá fýrst og fremst þau sem voru dramatísks eðlis. Síðar á ævinni sýndi hún oft frábæran leik í túlk- un sinni á gamansömum hlutverkum sem hún oft og tíðum gæddi gáska og léttleika. Arndís var alla tíð mjög öguð og vandvirk leikkona. Allur ofleikur var henni síst að skapi. Hún reyndi ætíð, umfram allt, að sýna raunsanna mynd af þeirri persónu sem henni var falið að túlka og það einkenndi hana jafnan að vera höfundi verksins trú. Móðurhlutverkin munu hafa staðið hjarta hennar næst. Þar reis list hennar hæst. Hún gat þar verið sterk, skilningsrík og umfram allt sýnt hlýleik og móðurlega blíðu. Best Arndís Björnsdóttir sem Toinette í ímyndunarveikinni 1931. mun þetta hafa komið fram í leik hennar í hlutverki Ásu í Pétri Gaut. Arndís var ein af aðalleikonum hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur í nær þrjá áratugi eða nánar tiltekið til ársins 1950, en þá réðst hún til starfa hjá Þjóðleikhúsinu við opnun þess. Hún lék alls sjötíu og eitt hlutverk hjá Leikfé- laginu á þessum árum. Jafnframt leikstarf- semi sinni þar vann hún við verslunarstörf og rak einnig hannyrðaverslun um tíma í Austurstræti í Reykjavík, en hætti þeirri starfsemi þegar hún réðst til Þjóðleikhússins. Kunnugir telja að Arndís hafi ekki náð fullum blóma í list sinni fýrr en eftir 1940, en það var með hlutverki kerlingarinnar í Gullna hliðinu. Með þeirri frægu kerl- ingu lék hún sig inn í hjörtu allra landsmanna. Síðan kemur hjá henni hvert stórhlutverkið á eftir öðru, Inga í Orðinu, Móðirin í Loganum helga, Essie Miller í Ég man þá tíð og Abby Brewster í Blúndur og blásýra. Arndís var einn af stofnfélög- um Félags íslenskra leikara árið 1941 og sýndi stéttarsamtök- um okkar leikara ávallt mikinn áhuga og vinsemd. Hún sat um tíma í stjórn FÍL og arf- leiddi félagið að íbúð sinni eft- ir andlát sitt. Það varð meðal annars til þess að samtök okkar eignuðust húsnæði fyrir starf- semi félagsins. Islensk leikara- stétt mun ætíð standa í þakkar- skuld við þessa merku leikkonu fýrir þá velvild og hlýhug sem hún sýndi okkur félögum sínum. Þá ber að þakka henni fýrir þann mikla metn- að sem hún bar í brjósti fyrir velgengni og velferð íslenskrar leiklistar. Eins og fyrr segir hóf Arndís störf við Þjóðleikhúsið 1950. Hún lét af störfum fyrir aldurs sakir 1965. I Þjóðleikhúsinu lék hún alls fjörutíu og níu hlutverk bæði stór og smá. Af þeim má nefna þessi helst: Frú Tang í Konu ofaukið, Kerlinguna í Gullna hliðinu, Mary Tyron í Húmar hægt að kveldi, Móður- ina í Blóðbrullaupi, Fóstruna í Föðurnum og Ásu í Pétri Gaut. Minnisverð eru ýmis smá- hlutverk hennar, til að mynda móðir Jóns Hreggviðssonar í íslandsklukkunni. Mörgum er til efs að því hlutverki verði noltkurn tíma gerð betri skil. Síðasta hlutverk Arndísar á leilcsviði Þjóð- leikhússins var Amman í leikritinu Krafta- verkið, en það er byggt á ævisögu Helen Keller. Arndís lést þann 19. maí 1969 og var þá 74 ára að aldri. Klemenz Jónsson 22

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.