Leikhúsmál - 01.06.1997, Side 24

Leikhúsmál - 01.06.1997, Side 24
LEIKHÚSMÁL „Veröldin hefur verib mér hf/ðho/f - en ég hef heldur ekki reynst henni tiltakanlega illa." Coward sjötugur á heimili sínu í Sviss. vænleg til uppfærslu á íslensku leiksviði, a.m.k. voru þeir Wilde og Shaw tíðir gestir á repertúari atvinnu- og áhugamannaleikhúsa hér á árum áður. Því skal ekki neitað að heiftin af fyrrnefndum leikskáldum hefur verið aðgerðalítil síðustu misseri, einkanlega þau sem lengi hafa legið í gröf sinni, en sum eru þó enn með lífsmarki og rösklega það og senda í sífellu frá sér nýjar, kómískar rit- smíðar fyrir leikhús. Fjöllistamaðurinn Noel Coward Hér fyrr á árum voru verk Noél Coward töluvert á ferðinni á fjölum íslenskra leik- húsa og þeir sem í dag eru frílega komnir af trúlofunaraldri, muna eflaust Ærsladraug- inn, sem er hvað þekktast af verkum Cowards hér á landi. Noél Coward fæddist í Teddington, Middlesex á Englandi, að morgni hins 16. desember, 1899 og lést á Jamaica, 26. mars 1973, sjötíu og þriggja ára gamall: jafngam- all öldinni. Noél Coward er án efa einn fjöl- hæfasti leikhúsmaður sem fram hefur kom- ið í bresku leikhúsi á þessari öld, að heita má jafnvígur á skáldskap hvers konar, leiktúlkun, leikstjórn, laga- og textasmíðar, svo eitthvað sé talið af hans leikhústengdu störfum, auk þess sem hann fékkst við mál- aralist og lagði gjörva hönd á ótal margt fleira. Vinsældir og áhrif Noél Coward var afgerandi áhrifavaldur í leikhúsi sinnar tíðar og naut fádæma vin- sælda. Hann skrifaði sjálfur, færði upp og lék aðalhlutverk í nokkrum vinsælustu sviðs- uppfærslum Lundúnaleikhúsanna á fyrri hluta aldarinnar og oftar en ekki mátti sjá tvö eða fleiri leikrita hans á fjölunum sam- tímis, hliðstætt því sem gerist með óperettur Andrew Lloyd Webbers í Lundúnaleikhús- um samtímans. Coward lifir Áhrifa þessa fjölhæfa leikhúsmanns, sem meðal kollega sinna var aldrei kallaður ann- að en ,meistarinn‘, gætir enn í dag í bresku leikhúsi og víðar og eru leikrit hans, revíur, óperettur og söngvar viðfangsefni færustu listamanna um víða veröld, austan hafs og vestan, og þegar þetta er skrifað eru a.m.k. tvö leikrita hans í góðu gengi á fjölunum í Lundúnum. Fallvalt gengi Gengi Cowards var hvað mest á þriðja og fjórða áratugnum og framan af þeim fimmta en er komið var fram á þann sjötta, máttu verk þessa slynga leikhúsmanns víkja af sjónarsviðinu fyrir nýrri raunsæis- stefnu er kenndi sig við ,reiða unga menn‘ vegna þess að þar voru fremstir í flokki pólitískir pennar eins og John Osborne, sem m.a. skrifaði leikritið Horfðu reiður um öxl um hinn fokreiða Jimmy Porter, auk Arnolds Wesker, Johns Arden o.fl. Þessi ungu leikskáld gjörbyltu hefbundinni leik- ritun: í stað þess að skrifa hrútleiðinleg leikrit um daglegt amstur auðkýfinga í íburðarmiklum dagstofum, skrifuðu þeir hrútleiðinleg leikrit um daglegt amstur fá- tæklinga í snautlegum og heilsuspillandi eldhúsum. Leikrit þeirra voru róttæk og fjölluðu um lágstéttir og verkalýð og voru einu nafni nefnd .kitchen sink drama‘, beinlínis vegna þess að eitt fyrsta leikritið af þessu tæi, sem sló í gegn, var The Kitchen eftir Wesker en ævinlega þegar ,eldhúsvaskaleikir‘ voru nefndir á nafn var þar jafnframt á ferðinni afbökun á samheiti leikrita á borð við þau er Coward og hans líkar skrifuðu, þ.e. ,stofu-drama‘ eða ,stofu-kómedíur‘. Nýbylgja þessi var plássfrek á fjölunum og áhangendur hennar höfðu lítið umburðar- lyndi gagnvart raffíneruðum kómedíum Cowards, revíum hans og óperettum. Þó má ekki gleymast að Noél Coward skrifaði af- bragðs góð dramatísk verk, svo sem Still life (síðar kvikmyndað sem Brief Encounter) og The Vortex. 24

x

Leikhúsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.