Leikhúsmál - 01.06.1997, Síða 25
LEIKHÚSMÁL
Sumir þeir gagnrýnendur sem hvað ákaf-
ast greiddu fyrir innreið ,reiðu ungu mann-
anna' á sínum tíma, hafa haldið því ffam að
fyrsti reiði ungi maðurinn í bresku leikhúsi
hafi í raun verið Noél Coward, þá er hann
skrifaði The Vortex, en sú söguskoðun komst
reyndar ekki í tísku fyrr en mörgum árum
síðar. Segja má að í kjölfar eldhúsvaska-
byltingarinnar á þölum leikhúsanna í Lund-
únum hafi Coward bókstaflega skolað út af
bresku leik- og sjónarsviði.
Skattaútlagi
Coward sem alla tíð hafði verið ferðaglaður
mjög sagði nú skilið við föðurlandið og
lagðist í ferðalög. Hafði hann upp frá því og
allt til dauðadags bækistöðvar sínar og lög-
heimili á Jamaica, að heita má persona non
grata í heimalandinu, innan leikhússins sem
utan en samkvæmt túlkun breskra yfirvalda
átti Coward að heita skattaútlagi.
En þó svo Noél Coward væri útlægur ger
úr samfélagi breskra kollega sinna og gagn-
rýnendur tækju hann í bókstaflegri merk-
ingu út af kortinu, féll honum aldrei verk úr
hendi; hann hélt ótrauður áffam að skrifa
leikrit.
Coward á kaffihúsum
Þá tók við nýr karríer hjá karli er hann hóf
að skemmta með ,grín á fæti‘, sem kabarett-
skemmtikraftur, þar sem hann flutti frum-
samið efni, einkanlega þó sína gömlu vin-
sælu söngva. Fyrst á næturklúbbnum Café
de Paris í Lundúnum við gífurlegar vinsæld-
ir heldrimannasamfélags áhorfenda, sem
kallað er upp á ensku ,the café-society‘ og
síðar meir í Las Vegas fýrir áhorfendakreðs
sem Coward þótti af plebbalegri sort og
hann kallaði því ,the nescafé-society*.
Coward komst einnig í náin kynni við enn
annað ,café-society‘ en það var þegar hann
lék í auglýsingu íyrir heimsþekktan kaffi-
framleiðanda, eins og frægt er orðið.
„Daddy Renaissance“
Noél Coward fékk svo sannarlega uppreisn
æru á efri árum er farið var að færa upp leik-
rit hans á nýjan leik í heimalandinu. Var það
fýrir tilstilli gamals félaga, Sir Laurence
Oliviers, sem þá var leikhússtjóri breska
Þjóðleikhússins.
Gamanleikurinn Heyfever, sem í beinni
þýðingu yrði Heymœði á íslensku (en segir
þó ekki nærri alla söguna), var frumsýnt í
leikstjórn höfundarins við rífandi góðar
undirtektir áhorfenda sem og gagnrýnenda,
en þeir síðarnefndu voru standandi hissa á
því hvað gamli maðurinn var ritfær. „Seint
koma sumir en koma þó,“ sagði kerlingin;
spekingarnir hefðu getað orðið margs vísari
ef þeim hefði hugkvæmst að opna bók og
lesa eitthvað eftir Coward. En þegar tíðar-
andinn hefur á annað borð blásið lista-
Meö Johrt Gielgud á götu í Dublin 1956,
mönnum út af sjónarsviðinu eiga þeir sjald-
an afturkvæmt, nema verk þeirra nái þeim
hæðum að kallast sígild.
Má segja að tiltæki Oliviers lávarðs hafi á
einni nóttu breytt Coward úr útlaga í heið-
ursfélaga, því þarna enduruppgötvuðu Bret-
ar leikskáldið Noel Coward; a.m.k. var tölu-
vert mikið skrafað og skrifað um „endur-
reisn“ í breskum fjölmiðlum, enda upp-
nefndi Coward sjálfan sig af því tilefni
„Daddy Renaissance“.
Coward aftur til íslands
Þess verður e.t.v. ekki langt að bíða að Ijós
Noél Cowards skíni að nýju á íslensku leik-
sviði því það hefur flogið fyrir að hinir ungu
og spræku skýjaglópar Loftkastalans,
Baltasar og félagar, hyggist taka Coward upp
á sína arma og setja á svið einu ,svörtu‘
kómedíuna sem þessi snjalli höfundur skrif-
aði um dagana, þ.e. Design for Living, sem
gæti í lauslegri þýðingu heitið Lífsstíll.
Lífsstíll Noél Cowards
Þetta bar til með þeim hætti, þegar Noél
Coward var í heimsreisu árið 1932 og kom
til Argentínu snemma árs, að friðurinn var
rofinn með skeyti frá Alfred Lunt og Lynn
Fontanne1 íNewYork:
SAMNINGURINN OKKAR RENNUR
ÚT I JÚNl • VIÐ HÖFUM TÍMA ■
HVAÐ SEGIRÐU UM AÐ LÁTA
VERÐA AF „ÞVl“?
Að láta verða af „því“ fól í sér eins konar
áætlun sem Coward og þau Lunt-hjónin,
Lynn Fontanne og Alfred Lunt, höfðu lagt
drög að vestur í New York fyrir margt löngu.
Dag einn höfðu þau sammælst um að þegar
þau væru öll orðin fræg og öll á lausu á sama
tíma skyldi Noél skrifa leikrit sérstaldega
fyrir þau þrjú.
Við höfðum hist margsinnis, skrafað,
rökrætt, rifist, og skilið aftur, ævinlega
með það í farteskinu að láta verða af
þessu fyrir alla muni og því hófst áköf
leit að persónum við hæfi. Einhverju
sinni talaðist okkur til um að við skyld-
um vera þrír útlendingar: Lynn átti að
vera Evrópubúi af asískum uppruna,
Alfred Þjóðverji og ég Kínverji. Öðru
sinni ætluðum við að vera þrír fim-
leikamenn, kyrjandi „Deautchland,
Deautchland, Alles oups“, sveiflandi
stórum silkivasaklútum hvert í annað.
Enn frekari áætlanir hljóðuðu upp á að
leikritið skyldi allt leikið í risastóru
rúmi og fjalla um líf og ástir í anda
austurríska skáldsins Arthúrs
Schnitzler. Hvað sem öðru líður voru
allar þessar hugmyndir látnar fyrir
róða eftir að Alfred hafði komið með
leikstjórnar- og uppfærsluhugmyndir
að atferli persóna á sviðinu, sem vafa-
lítið hefðu komið okkur í svartholið
hefði þeim samviskusamlega vgrið fylgt
eftir.
25