Leikhúsmál - 01.06.1997, Síða 27

Leikhúsmál - 01.06.1997, Síða 27
LEIKHÚSMÁL Nanna Ólafsdóttir ÞAU DÖNSUÐU EINS OG DANSAÐ ER í PARADÍS" Síðari grein1 Ballets russes var eins og loftsteinn sem fallið hafði inn í menningarlíf samtím- ans og umbylti öllum hugmyndum manna um listir. Samvinna listbyltingar- mannanna Bakst, Benois, Nouvel og Fokíns, undir forystu Díaghílevs, hafði leitt af sér samruna tónlistar, danslistar og myndlistar í eina heild, sem varð að nýrri leikhúslist og mótaði listsköpun þessarar aldar. Sigurinn í París vorið 1909 gerði Díaghí- lev kleift að skipuleggja aðra ferð til Parísar að vori þrátt fyrir mikla fjárhagsörðugleika. En bjargföst trú hans á listamönnunum sem að Ballets russes stóðu og framtíðarsýn þeirra ruddi úr vegi öllum hindrunum. Um veturinn heima í Pétursborg unnu fé- lagarnir að nýjum verkum. Fram á sjónar- sviðið kemur ungt tónskáld, Igor Stravinsky. Díaghílev hafði mikla trú á þessum unga hæfileikamanni og fól honum að semja tón- listina við Eldfuglinn, sem var rússneskt æv- intýri. Fokín var danshöfundurinn og Golovín gerði leiktjöld og búninga. Tónlistin var samin í nánu samstarfi við danshöfund, leiktjalda- og búningahönnuð. En þetta var grundvallarviðhorf Ballets russes-manna, að listamennirnir sameinuð- ust í sköpun sinni í leit að órofa heild. Þróunin í dansstílnum hélt áffam. Flúr og tæknibrellur klassíska skólans viku fýrir tjáningarríkari leiðum f dansgerðinni. Á efnisskránni voru einnig Sjerasade, ball- ettdrama eftir Fokín við tónlist Rimskíj- Korsakov, leiktjöld og búningar eftir Bakst; Carnaval, ballettlátbragðsleikur, við tónlist Chuman og dansgerð eftir Fokín; Les Ori- entales, sem voru stuttir dansar með tónlist úr ýmsum áttum; og ballettinn Giselle við tónlist Adams, danshöfundur Jean Coralli. Vorið 1910 var Ballets russes aftur í París. Þá hljómaði tónlist Stravinskys í fýrsta skipti á Vesturlöndum. Eldfuglinn varð stórsigur. Þetta var óskahlutverk fýrir Karsavínu. Sam- Igor Stravinsky ásamt Nijinsky í gervi Petrúsjka. eining klassíska dansins og nýrra tjáningar- leiða naut sín til fullnustu í túlkun hennar. Heimsfrægð hennar er frá þeim tíma. Ótrúleg litagleði í leiktjöldum Bakst í Sjerasade var enn ein umbylting í listsköpun og tísku. Nijinsky heillaði alla upp úr skón- um með túlkun sinni á svarta þrælnum í Sjerasade. „Hann var hálfur köttur, hálfur snákur, djöfullega lipur, kvenlegur en þó að öllu leyti hræðilegur,” sagði Benois um hann. f túlkun sinni í Giselle unnu Nijinsky og Karsavína mikinn persónulegan sigur. f endurminningum sínum segir Karsavína af æfingum á Giselle. „Ég varð sárleið á æfingum þegar ég varð „ástfangin, vitskert og dó úr hjartasorg" án nokkurra viðbragða frá Nijinsky, sem stóð sauðarlegur ásýndar og nagaði á sér neglurnar. En þegar að sýn- ingu kom áttu sér stað þau ótrúlegu ham- skipti sem sífellt endurtóku sig á ferli hans. Nijinsky varð að þeim perónuleika sem hann túlkaði." Eftir hina miklu sigra í París 1909 og 1910, ákvað Díaghílev að stíga skrefið til fulls og stofna eigin dansflokk án stuðnings frá keis- aranum og Marinskíj-leikhúsinu. Hann varð að tryggja sér þá listamenn sem sigruðu París með honum. Karsavína var orðin prímaballerína hjá Marinskíj og gat dansað að vild annars staðar. Fokín var ráðinn sem aðaldansskáld og Benois varð stjórnandi listasviðs. En hvernig gat hann fengið Nijin- sky lausan frá Marinskíj? Án hans yrði eng- inn Ballets russes. Forsjónin tók það í sínar hendur. Nijinsky átti að dansa í Giselle og ákvað að nota búning þann sem Benois gerði fýrir hann þegar hann dansaði í París, en þar klæddist hann ekki stuttum buxum sem var venja að hafa yfir sokkabuxunum, og sýndi betur líkama þessa glæsilega dans- ara. Þetta hneykslaði áhorfendur svo að hann var samstundis rekinn. Þvílíkur sigur fýrir Díaghílev. Að geta skákað keisaranum og gerst sjálfúr keisari yfir listalífi Evrópu með því að stofna eiginn flokk og raungera hugmyndir sínar um rússneskt leikhús. Enn á ný voru verk í sköpun. Petrúsjka og Spectre de la rose. Bæði meistaraverk sem fram á okkar daga hafa verið sýnd hjá fremstu ballettflokkum heimsins. Petrúsjka er ballett þeirra Benois, Stravinskys og Fokíns. Sögusviðið er brúðuleikhús á mark- aðstorgi og fjallar um vonlausa ást brúðukarlsins Petrúsjka á ballerínunni sem vísar honum á bug vegna rykkjóttra hreyf- inga hans og velur hinn dýrðlega og heila- lausa mára. Fokín sagði um Karsavínu: 27

x

Leikhúsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1744

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.