Leikhúsmál - 01.06.1997, Qupperneq 31
Þegar velgengni Dolins var orðin stað-
reynd í Le train bleu ákvað Lífar að ganga í
klaustur. Díaghílev taldi honum hughvarf,
lofaði að hann yrði mesti dansari heimsins,
annar Nijinsky. Sendi hann til að vinna með
Cecchetty, hnakkreifst við Nijinsku sem sagði
að Lífar gæti aldrei orðið premier-dansari, jós
yfir hann gjöfum - og stóð við orð sín.
Stærstu uppgötvun sína gerði Díaghílev
þegar hann hitti hóp af rússneskum dönsur-
um á ferðalagi um Evrópu. Þeirra á meðal
var Alexandra Danílova, síðar prímaballer-
ína, og George Balanchine, mesti danshöf-
undur okkar tíma.
Árið 1927 samdi Balanchine La Chatte,
söguþráður var eftir Boris Kochno, tónlist
var eftir Henry Saguet, leiktjöld og búningar
eftir Pevsner. í aðalhlutverkum voru Olga
Spessívtseva og Sergej Lífar. Söguþráðurinn
var um ungan mann sem varð ástfanginn af
ketti og bað Venus að breyta kisu í konu, sem
hún gerði.
Lífar var í stórsókn sem dansari, en hann
réð ekki yfir þeirri sjálfsögðu tækni sem
stórdansara bar að hafa. En Balanchine not-
færði sér glæsilegt útlit hans og skóp fyrir
hann hinn neoklassíska stíl.
Um Olgu Spessívtsevu skrifar Díaghílev í
Le Figaro 1927: „Þegar ég sá Pavlovu á mín-
um yngri árum var ég viss um að þar færi
Taglioni okkar tíma. Ég varð því agndofa
þegar ég sá Spessívtsevu. Gat verið að þar
færi meiri listamaður en Pavlova? Cecchetty,
sem skóp Nijinsky, Karsavínu og marga fleiri,
sagði um Spessívtsevu: „Það varð til epli,
annar helmingur þess var Pavlova og hinn
Spessívtseva. Ég vil bæta við að fyrir mér var
sá helmingur sem naut sólar, Spessívtseva.“
Árið 1928 samdi Balanchine ballettinn
Appollon musagéte við tónlist Stravinskys,
leiktjöld voru eftir André Bauchant og bún-
ingar eftir Channel. Aðaldansarar voru Lífar,
Danílova, Níkítína, Tsjernísjeva og
Dúbrovska. Með samvinnu Balanchine og
Stravinskys hófst eitt árangursríkasta sam-
starf ballettsögunnar. Ballettinn fjallar um
fæðingu og uppvöxt guðsins Apollons.
Appollon var áberandi spor Balanchines í
átt til neoklassísismans og markaði enn ein
hvörf í danssögunni.
Árið 1928 dó Cecchetty. Hann fæddist í
búningsherbergi móður sinnar í Róm og lést
þegar hann var að kenna í La Scala í Mílanó.
Hann fór ungur að árum til Pétursborgar að
kenna og dansa. Með kennslu sinni gaf hann
klassískum dansi heildarflæði skrefa og
hreyfinga sem áður hafði vantað. Hann skóp
stórstjörnur, Nijinsky, Karsavínu, Pavlovu,
Lífar og Dolin, og þannig mætti lengi telja.
Hann fylgdi Ballets russes frá Pétursborg og
kenndi stórdönsurum Evrópu. Mikið syrgði
dansheimurinn þennan látna meistara. Enn
lifir starf hans í listdansskólum og dans-
flokkum um allan heim.
Árið 1929 samdi Balanchine ballettinn Le
Fils prodigue við tónlist Sergej Prokofjevs,
leikmynd og búningar eftir Gorges Rouault.
Danssaga eftir Boris Kochno. Dansarar voru
Lífar, Dúbrovska, Dolin og Vojsíkovski. Þetta
var síðasti ballettinn sem gerður var fyrir
dauða Díaghílevs og eitt af nafhtoguðustu
hlutverkum Lífars. Ein af sögulegum stund-
um ballettsins er þegar týndi sonurinn skreið
tötrum klæddur yfir þröskuld í húsi föður-
ins. „Ég mun aldrei geta dansað svona aftur,“
varð Lífar að orði. Balanchine hafði býsansk-
ar helgimyndir að fýrirmynd og notaði alla
möguleika sálar og líkama í sköpuninni.
Díaghílev endaði feril sinn með sýningu
Ballets russes í Covent Garden jafn stórkost-
lega og hann byrjaði. Á þessari sýningu
dansaði Karsavína í Petrúsjka, Spessívtseva í
Svanavatninu, Lífar bæði sem dansari og
danshöfundur, Dolin í Le Bal, Sokolova í
Vorblóti Massíns.
Díaghílev fór síðan fárveikur til Feneyja
ásamt Lífar og Kochno. Síðasta verk hans var
að hvetja Lífar til dáða framtíðar. „Sjáðu Líf-
ar, athugaðu göngulag sveitafólksins.“ Ekk-
ert fannst honum ánægjulegra en að leið-
beina ungum listamönnum sem voru í mót-
un. Hann dó í Feneyjum 19. ágúst 1929 og
meðan hann lá á líkbörunum geisaði mikill
stormur sem feykti grænum blöðum trjánna
á leið hans til hinstu hvíldar, „eins og leik-
tjöld fýrir hans síðustu sýningu", svo vitnað
sé í orð Arnold Haskell.
Tilvera Ballets russes gjörbylti hugmynd-
um manna um listir. Listdansinn þróaðist úr
yfirborðskenndum skrautsýningum fýrir
yfirstéttarfólk í nýja leikhúslist sem gat túlk-
að allt tilfmningasvið mannsins. Leikmynd,
tónlist, saga og dans urðu að listrænni heild í
þessu nýja leikhúsi sem fóstraði mestu lista-
menn álfunnar og lagði meira af mörkum en
nokkur önnur listastofnun til þess að móta
smekk manna og viðhorf til lista.
Heimildir:
The World of Diaghilev eftir John Percival
Nijinsky effir Richard Buckh
Theatre Street eftir Tamöru Karsavínu
Pavlova eftir Margot Fonteyn
Diaghilev - his artistic life eftir Arnold
Haskell
Michael Fokin eftir Dawn Little Horwiz
1 Greinin birtist áður í tímaritinu List (1/1991) og er
endurprentuð hér lítið breytt með góðfúslegu leyfi
Tryggva Árnasonar.
Leikhúsmál
verða til sölu á skrifstofu FÍL
og ennfremur verður blaðið selt
eftir föngum á vinnustöðum
leikhúsfólks.
MYLSNA
Bandamannasaga hin nýja
Leikhópurinn Bandamenn með Svein
Einarsson í broddi fylkingar gerir víðreist
joetta misseriö. Nu i júní veröur hópurinn
meö Am/óða sinn ó norrænni listaviku í
Torontó í Kanada. Þessi listahótíö mun
vera fjölbreytt aö efni og flestar listgrein-
ar eiga þar sína fulltrúa.
Aö óliönum slætti heldur hópurinn svo
utan ó ný, fyrst fil Þróndheims en slöan
alla leiö ausfur til Seúl í Kóreu. Þar verö-
ur flokkurinn meö sýninguna um Amlóöa
ó hótíðinni „Leikhús þjóöanna".
Þeir Bandamenn létu gera bækling um
sýninguna og sendu ó viðeigandi staði.
Arangurinn lætur ekki ó sér standa. Þeir
fó fleiri boð en þeir hafa efni ó aö þiggja
og velja því úr þau tækifæri sem borga
sig. Leikhópum er gjarnan boðið ó leik-
hótlðir upp ó þau býti aö fó sviðið frítt og
gistinguna, en veröa sjólfir að sjó fyrir
ferðakostnaði og eigin kaupi. Slíkt hefur 1
för meö sér snöp og sjólfboðavinnu sem
enginn endist til aö stunda langa hríð.
Gömul hefð aflögö
Breytingarnar sem gerðar voru ó sjón-
varpsamningum, þaö er samningi FÍL viö
Ríkisútvarpið/sjónvarp, fela það í sér að
horfið er fró gamalli hefð sem skapaðist
hjó Rlkisútvarpinu. Hún var sú að æfing-
ar og upptökur útvarpsleikrita fóru fram ó
tlmanum fró klukkan hólffimm til sjö ó
daginn, en það var só tími sem leikarar
óttu örugglega frlan fró leikhúsunum. Þar
var yfirleitt ekki æft nema til fjögur og
menn höfðu því hólftíma til þess að koma
sér út úr leikhúsinu og inn ó Skúlagötu
þar sem útvarpið var lengi til húsa. Leik-
ararnir gótu svo yfirleitt hæglega mætt ó
sýningar að kvöldinu þótt unnið væri 1 út-
varpinu fram undir klukkan sjö.
Reglan um tveggja og hólfs tlma æfing-
ar var lótin gilda þegar sjónvarpið kom
til sögunnar og samið var við þó stofnun
um launakjör leikara. Hver æfing taldist
tveir og hólfur tlmi, jafnvel þótt unnið
væri allan daginn. Þessi regla var afnum-
inj nýju samningunum við útvarpsleikhús
RUV í fyrra og nú hefur þessi gamla regla
endanlega verið aflögð. Æfingar teljast
nú hólfir dagar eða heilir. Breytingin er
tímanna tókn, en ef til vill sakna einhverj-
ir tveggja og hólfs tíma reglunnar, þó
ekki væri nema sögunnar vegna. g
31