Fréttablaðið - 21.12.2022, Síða 6

Fréttablaðið - 21.12.2022, Síða 6
Um 65 þúsund manns dóu í Stutthof-útrým- ingarbúðunum. Við erum með sam- komulag um að geta kallað í þá og þá vinna þeir bara á tímakaupi við það. G. Pétur Matthí- asson, upp- lýsingafulltrúi Vegagerðarinnar gar@frettabladid.is atvinnumál Konur í orku- og veitugeiranum upplifa þverrandi tækifæri til þróunar í starfi og minni hvatningu með hækkandi aldri en karlar samkvæmt nýrri könnun. „Samkvæmt niðurstöðum úr könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir félagið Konur í orkumálum (KÍO) í samstarfi við Orkusöluna kemur í ljós að starfsánægja er mjög mikil í orku- og veitugeir- anum samanborið við markaðinn í heild sinni, en 90 prósent starfs- fólks eru ánægð með starfið sitt,“ segir Hildur Harðardóttir, for- maður stjórnar KÍO, í tilkynningu sem væntanleg er í dag. „Niðurstöðurnar í ár staðfesta enn frekar hversu gott er að starfa í orku- og veitugeiranum,“ er einnig haft eftir Hildi. Að því er segir í tilkynningunni sýnir könnunin að 30 prósent starfsfólks hafi orðið fyrir misrétti í starfi. „Svo sem að hafa verið höfð út undan, faglegt álit þeirra hundsað eða að annar aðili hafi fengið hrós eða viðurkenningu fyrir þeirra vinnu. Konur upplifa þetta frekar en karlar, en þó er þróunin í rétta átt þar sem þeim fækkar á milli ára.“ Einnig segjast 10 prósent starfs- fólks hafa orðið fyrir einelti og kyn- bundinni og kynferðislegri áreitni á sínum vinnustað síðastliðna tólf mánuði. „Þessari tölu viljum við auðvitað koma niður í núll. Einelti og kyn- bundin eða kynferðisleg áreitni á vinnustað á aldrei að líðast,“ segir Hildur. n Þrjátíu prósent í orkugeiranum hafa orðið fyrir misrétti í starfi sínu Hildur Harðar- dóttir, formaður Kvenna í orkumálum helgisteinar@frettabladid.is Þýskaland Ritari við útrýmingar- búðirnar í Stutthof hefur verið dæmdur fyrir aðild sína að 10.505 morðum. Hin 97 ára gamla Irmgard Furchner vann við vélritunarstörf í búðunum frá árinu 1943 til 1945 þegar hún var átján og nítján ára gömul. Furchner er fyrsta konan í f leiri áratugi sem er dæmd fyrir glæpi nasista og fékk hún tveggja ára skil- orðsbundinn dóm. Þrátt fyrir að hafa verið borgaralegur starfsmaður sagði dómarinn að hún hefði verið fullkomlega meðvituð um hvað var að gerast í búðunum. Talið er að 65 þúsund manns hafi dáið í útrýmingarbúðunum í Stutt- hof, þar á meðal gyðingar, Pólverjar og sovéskir stríðsfangar. Búðirnar voru staðsettar rúmlega 50 kíló- metra austur af pólsku borginni Gdansk. Þegar réttarhöldin hófust árið 2021 í norður-þýska bænum Itze- hoe f lúði Furchner af elliheimili sínu en fannst skömmu síðar úti á götu í Hamborg. Þegar réttarhöldin höfðu staðið yfir í 40 daga rauf hún á endanum þögn sína og sagði: „Mér þykir leitt að þetta allt gerðist. Ég sé eftir því að hafa verið í Stutthof á þessum tíma. Það er það eina sem ég get sagt.“ n Kona dæmd fyrir tíu þúsund morð thorgrimur@frettabladid.is kólumbía Þjóðfrelsisherinn (ELN) í Kólumbíu hefur einhliða lýst yfir níu daga vopnahléi í skæru- hernaði sínum gegn ríkisstjórn landsins yfir jólin. Talskona hreyf- ingarinnar sagði vopnahléið eiga að tryggja frið yfir hátíðirnar. Full- trúar stjórnarinnar og ELN eiga nú í friðarviðræðum til að binda enda á nærri sextíu ára vopnaða uppreisn hreyfingarinnar. n Jólavopnahlé í Kólumbíu Samningamenn ELN og Kólumbíu fallast í faðma eftir fyrstu samn- ingalotuna í Karakas. Upplýsingafulltrúi Vega- gerðarinnar segir fulla þörf á að endurskoða þær heimildir sem Vegagerðin hafi til að fjarlægja bíla sem sitji fastir í sköflum á vegum og í vegar- köntum. Eins og staðan sé nú hafi Vegagerðin ekki heimild til þess, sem geri snjómokstur þeim mun erfiðari. erlamaria@frettabladid.is ragnarjon@frettabladid.is samgöngumál „Það væri klárlega betra ef við ættum auðveldara með að fjarlægja bíla við störf, en sam- kvæmt lögum höfum við ekki heim- ild til þess. Ég held að það sé algjör- lega þörf á því að skoða þessi mál betur, skoða þetta allt í grunninn. Sjá hvar má bæta og þessi rýmkun heimilda gæti verið eitt af því,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsinga- fulltrúi Vegagerðarinnar. Að sögn G. Péturs hefur tals- verður fjöldi bifreiða setið fastur víðast hvar á Reykjanesbrautinni og þar um kring síðustu daga í kjöl- far óveðursins sem geisað hefur um landið. Þó hafi síðustu bílarnir verið fjarlægðir í gærdag. Þá sé búið að opna bæði Reykjanesbrautina og Grindavíkurveg. G. Pétur segir að ástandið sem skapaðist um helgina hafi að hluta til orðið vegna þess hversu margir hafi sóst eftir þjónustu snjómokst- urstækja, sem hafi ekki náð að anna öllum verkefnum í tíma. Auk þess sé öll vinna boðin út. „Málið er að við erum með sólar- hringsvakt sem er boðin út og það er bara samningur um snjómokstur á venjulegum tækjum. En síðan þarf stundum að moka út þegar hleðst upp snjór, og í tilvikum eins og núna um helgina á Reykjanesbrautinni, erum við með verktaka sem við köllum til,“ segir G. Pétur. Þeir séu ekki á sólarhringsvakt, heldur sé það samkomulagsatriði hverju sinni. „Við erum með samkomulag um að geta kallað í þá og þá vinna þeir bara á tímakaupi við það. En málið var óneitanlega líka að það voru allir að kalla eftir þessum tækjum, öll bæjarfélögin og við, þannig að það var snúnara koma því í kring,“ segir G. Pétur. Sigurður Ingi Jóhannsson inn- viðaráðherra segir stöðuna á vegum um helgina hafa verið baga- lega. Hann muni nú kalla til sín á fund alla helstu hagsmunaaðila sem komi að vegalokunum, þar á meðal  Vegagerðina, Almanna- varnir og lögregluna. Farið verði yfir þá ferla og úrræði sem séu í gildi og unnið að því að finna mögulegar lausnir. „Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að margir vegir verða að vera opnir og þegar alþjóðaf lug- völlurinn er opinn þá er bagalegt að vegir sem liggja að honum séu ekki opnir. Á meðan flugvöllurinn er opinn þá hljótum við að gera allt sem við mögulega getum til þess að vegirnir að flugvellinum séu opnir,“ segir Sigurður Ingi. Spurður um til hvaða úrræða væri hægt að grípa segir Sigurður Ingi að aðilar verði fyrst að koma saman, áður en hægt er að ræða um hverjar endanlegar lausnir gætu orðið. n Mikil þörf á endurskoðun heimilda Vegagerðarinnar Þreyttir erlendir ferðalangar eftir flug frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkurflugvallar. fréttablaðið/anton brink 6 Fréttir 21. desember 2022 MIÐVIKUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.