Fréttablaðið - 21.12.2022, Síða 18

Fréttablaðið - 21.12.2022, Síða 18
Undanfarið hefur talsvert borið á umræðu um kvíðavanda barna á Íslandi og gefa ýmsar rannsóknir til kynna að vandinn sé að aukast. Erlendar rannsóknir sýna að um 30% fólks muni einhvern tíma á lífs- leiðinni þróa með sér kvíðaröskun sem nær klínískum viðmiðum, sem þýðir að kvíðinn skerði verulega daglegt líf og komi í veg fyrir að við- komandi geti t.d. sinnt vinnu eða námi. Mikilvægt er þó að greina á milli kvíðaraskana og kvíða. Allar manneskjur upplifa kvíða, sem er eðlilegt og heilbrigt viðbragð sem getur hjálpað okkur í ýmsum aðstæðum, t.d. að varast hættur eða ef la okkur þegar við viljum sýna góða frammistöðu. Talið er að helmingur allra kvíða- raskana þróist fyrir 11 ára aldur og greinast hátt í 7% barna með kvíða- röskun að jafnaði. Í almennum skólabekk með 30 börnum má því gera ráð fyrir tveimur börnum með kvíðaröskun. Þegar vandinn er hamlandi er ólíklegt að hann leys- ist af sjálfu sér án faglegrar aðstoðar og aukast líkur þess að börnin þrói með sér frekari geðrænan vanda síðar á lífsleiðinni fái þau ekki við- eigandi hjálp. Áhrifin geta orðið víð- tæk því kvíðaraskanir hafa oft mikil og neikvæð áhrif á félags-, náms- og tilfinningalegan þroska barna og truf la fjölskyldulíf almennt, auk þess sem kostnaður þjóðfélags- ins getur orðið mikill. Snemmtæk íhlutun er því mikilvæg, eins og ný lög um samþættingu þjónustu í þágu velferðar barna kveða á um. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að hugræn atferlismeðferð (HAM) er árangursrík meðferð og er tekið skýrt fram í klínískum leiðbeiningum að HAM eigi að vera fyrsta meðferðarleiðin sem er veitt, frekar en lyf, við kvíðarösk- unum barna. Um árabil hefur vel- ferðarsvið Reykjavíkurborgar veitt börnum með kvíða og foreldrum þeirra gagnreynd hópúrræði sem sálfræðingar miðstöðva borgar- innar sinna af alúð og fagmennsku. Fyrir ári síðan var ákveðið að bæta þjónustuna enn frekar í samvinnu við Háskólann í Reykjavík og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Innleidd var foreldramiðuð hugræn atferlismeðferð (Guided parent- delivered cognitive behavioral the- rapy for childhood anxiety), sem er gagnreynt úrræði þróað af sál- fræðingum og rannsakendum við Háskólann í Oxford og Háskólann í Reading í Bretlandi, en staðfært hérlendis. Dr. Brynjar Halldórsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði og dósent við HR, stendur fyrir rann- sókn á fýsileika og árangri úrræðis- ins hérlendis um þessar mundir. Foreldramiðað HAM er ætlað foreldrum barna 5-12 ára og fyrir- finnst sem einstaklingsmeðferð og einnig hópmeðferð þar sem um 12-14 foreldrar/forráðamenn koma saman. Reykjavíkurborg leggur megin áherslu á hópmeðferðina þar sem foreldrar mæta í tvo tíma í senn í fimm vikur og læra aðferðir HAM. Heimaverkefni eru milli tíma þar sem foreldrar æfa sig og börnin í nýjum leiðum til að takast á við vandann. Eftirfylgdarviðtal eða símtal er veitt nokkrum vikum eftir að meðferð lýkur. Erlendar rannsóknir sýna að um 50% barnanna uppfylla ekki lengur klínísk viðmið strax að lokinni meðferð og er hlutfallið komið upp í 75% nokkrum mánuðum eftir með- ferðarlok. Það er því til mikils að vinna að innleiða úrræðið og koma í veg fyrir ómeðhöndlaðan kvíða á unglings- og fullorðinsárum. Á þessu ári hefur velferðarsvið Reykjavíkurborgar veitt 13 foreldra- hópum þjónustu og náð til um 100 barna. Endurgjöf foreldra er mjög góð. Almennt er hamlandi kvíði barnanna horfinn eða minni og lífsgæði hafa aukist. T.d. geta börn núna spurt eftir félaga, sofið í sínu herbergi, haft sig í frammi í skól- anum, gist heima hjá öðrum, gengið eða hjólað með bekkjarfélögum og farið í afmæli, svo fátt eitt sé upp talið. Með góðum leiðbeiningum foreldra öðlast barnið sjálft smám saman færni til að breyta eigin hugsunum, viðhorfum og hegðun og takast á við kvíðann með hjálp- legum hætti. Síðast en ekki síst styrkjast foreldrarnir og geta einnig komið í veg fyrir að kvíðavandi þró- ist hjá öðrum börnum á heimilinu. Keðjan sem er þjónusta fyrir börn og fjölskyldur hjá Reykjavíkurborg heldur utan um úrræðið. Frekari upplýsingar fást með leitarorðinu Foreldramiðað HAM á https:// reykjavik.is. Handbókin „Hjálp fyrir kvíðin börn“ fæst einnig í helstu bókabúðum landsins og er aðgengi- leg á Storytel sem hljóðbók. n Hjálp fyrir kvíðin börn – snemmtæk íhlutun hjá Reykjavíkurborg Arndís Þorsteinsdóttir er sérfræðingur í klínískri sál- fræði og starfar í Keðjunni á vel- ferðarsviði Reykja- víkurborgar Dr. Gerald H. Pollack prófessor við háskólann í Washington hefur unnið alla starfsævi sína sem vís- indamaður. Hann er rafmagns- verkfræðingur og doktor í lífefna- verkfræði. Hann vann í 30 ár við rannsóknir á vöðvum en seinustu 20 ár hefur hann unnið við rann- sóknir á vatni. Rannsóknir hans á vatni hafa skilað byltingarkenndum uppgötvunum. Hann komst að því að vatnssam- eindir sem liggja að vatnselskandi f lötum (e. Hydrophilic Surfaces) raða sér í sexhyrnd kristalform tví- víðra flaga. Þessa uppröðun vatns- sameinda nefnir hann fjórða fasa vatn (sjá EZ á mynd) til aðgreiningar frá vatni í gufu, f ljótandi og föstu formi. Ef fjöldi atóma í slíku kristal- formi er talinn, kemur í ljós að efna- fræðileg formúla fjórða fasa vatns er H3O2 enekki H2O. Við slíka uppröðun vatnssam- einda breytast eiginleikar vatns- ins. Fjórða fasa vatn verður mínus- hlaðið, breytir pH gildi sínu og útilokar aðkomu annarra efna í kristalmyndun sinni. Þessa eigin- leika fjórða fasa vatns má nýta til að fá hreint drykkjarvatn frá sjó eða menguðu vatni án eimingar og væri þar um að ræða filterslausa síun. Þessa eiginleika fjórða fasa vatns má einnig nýta til framleiðslu raforku, þar sem varmaorku er umbreytt í raforku. Til myndunar fjórða fasa vatns þarf vatn, vatnselskandi efni og innrauða geislun eða varma. Þessi skilyrði eru til staðar hjá lífverum jarðar og innihalda þær því fjórða fasa vatn og er magn þess í beinu hlutfalli við lífvænleika lífveranna. Þessi eiginleiki vatns, að geta ummyndast í fjórða fasa vatn og til baka í vatn, er grundvöllur fyrir lífsskilyrðum flestra lífvera. Því vil ég nefna fjórða fasa vatn lífvatn. Rafeindag jafar (e. Electron Donor) á borð við jarðbindingu og andoxunarefni, eins og t.d. C-víta- mín, hjálpa til við uppbyggingu líf- vatnsins. Súrefni hjálpar einnig til við uppbyggingu lífvatnsins. Upp- götvun lífvatnsins veitir nýjan og betri skiling sem nýta má til heilsu- bótar og mörg fornkveðin heilsuráð fengju vísindalega staðfestingu. Dr. Gerald H. Pollack er tíðrætt um að byltingarkenndar uppgötv- anir mæti iðulega harðri gagnrýni. Nærtækast er að nefna þá hörðu gagnrýni sem Galileo Galilei fékk þegar hann setti fram þá byltingar- kenndu kenningu að jörðin snerist í kringum sólu en ekki sól í kringum jörðu. Galileo mátti dúsa síðustu ár ævi sinnar í stofufangelsi vegna þessarar kenningar sinnar. Tilvist lífvatnsins skýrir fjölda áður óútsk ý rðra eiginleika í umhverfi okkar og kollvarpar jafn- vel fastmótuðum kenningum en of langt mál er að fara í alla þá þætti hér. Ég bendi áhugasömum á bækur Dr. Gerald H. Pollack, fyrirlestra og fjölda viðtala við hann, sem finna má á netinu. Þess má geta að bók hans „The Fourth Phase of Water“ hlaut alþjóðlega viðurkenningu „Award of Excellence – Society For Technical Communication.“ n Lífvatnið – H3O2 Magnús Orri Grímsson sjóntækjafræð- ingur Talið er að helmingur allra kvíðaraskana þróist fyrir 11 ára aldur og greinast hátt í 7% barna með kvíða- röskun að jafnaði. Uppgötvun lífvatnsins veitir nýjan og betri skiling sem nýta má til heilsubótar og mörg fornkveðin heilsuráð fengju vísindalega staðfestingu. JÓLIN ERU Í DORMA Frábært úrval og gott verð 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SÆNGUM OG KODDUM JÓL DORMA LUXE heit sæng 800 g. 90% hreinn andadúnn. 10% smáfiður. Má þvo á 60°c en það er hitastig sem rykmaurar þola ekki – því er gott að nota sæng sem þolir þennan þvottahita ef um rykofnæmi er að ræða. 29.900 kr. NÚ 23.920 kr. SEALY ICE COOL koddi Koddi með sérstöku áklæði sem gefur góða öndun og kælingu 10.900 kr. NÚ 7.630 kr. DANADREAM ERGOMAGIC koddi Dúnkoddi með stífum innri kjarna úr minnissvampi. 14.900 kr. NÚ 11.920 kr. 20% AFSLÁTTUR AF RÚMFÖTUM JÓL 30% AFSLÁTTUR 20% AFSLÁTTUR 25% AFSLÁTTUR AVIGNON hægindastóll Stillanlegur hægindastóll með innbyggðum skammel. Brúnt, svart, dökkgrátt eða rautt PVC leður. 199.900 kr. NÚ 149.925 kr. BREYTTUR AFGREIÐSLUTÍMI SMÁRATORG HOLTAGARÐAR 21. DES. MIÐVIKUDAGUR 11–19 11–19 22. DES. FIMMTUDAGUR 11–19 11–19 23. DES. FÖSTUDAGUR 11–20 11–20 24. DES. LAUGARDAGUR 10–13 LOKAÐ Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Ve rð o g vö ru up pl ýs in ga r í a ug lý si ng un ni e ru b ir ta r m eð f yr ir va ra u m p re nt vi llu r. FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut 18 Skoðun 21. desember 2022 MIÐVIKUDAGURFRéttabLaðið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.