Fréttablaðið - 21.12.2022, Blaðsíða 20
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur
Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn:
Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
„Við erum afar þakklát fyrir góð
viðbrögð landsmanna sem hafa
tekið búðinni og rúmfötunum
okkar opnum örmum. Sérstaklega
er gaman að heyra í viðskiptavin-
um sem vilja ekki sofa undir neinu
öðru en rúmfötum frá okkur. Við
sjáum mörg kunnugleg andlit sem
koma aftur og aftur og kaupa jóla-
gjafir handa allri fjölskyldunni,“
segir Hildur Þórðardóttir versl-
unarstjóri.
Jólarúmfötin í ár
„Í ár ákváðum við að láta fram-
leiða fyrir okkur sérstök jóla-
rúmföt, bæði í 600 þráða gæðum
og líka aðeins ódýrari í 300 þráða
gæðum. Þessi 600 þráða eru þau
mýkstu sem við höfum fengið í
þessum þráðafjölda. Þau eru svört
og hvít svo þau passa vel inn í lita-
pallettu landsmanna, enda hafa
þau fengið góðar móttökur. Þau
rjúka út eins og heitar lummur,
eða ætti maður að segja pipar-
kökur á þessum árstíma?“ spyr
Hildur og hlær.
„Einnig má nefna Rauðu stráin
sem eru fyrir þá sem vilja hafa
virkilega jólaleg rúmföt á rúminu
sínu. Þau eru 300 þráða og líka
sérlega mjúk og vel heppnuð.
Mynstrið er jólalegt, því það
minnir pínu á snjókorn, en auð-
vitað er líka hægt að nota þau aðra
hluta ársins.
Rúmföt sem heita Desember-
blóm hafa selst vel fyrir jólin.
Liturinn er aðeins dumbrauðari en
Rauðu stráin og blómamynstrið
ljóst sem gera þau afar elegant og
falleg. Þetta eru ein af uppáhalds-
settunum mínum,“ segir Hildur og
bætir við: „Það er svo margt fallegt
til hjá okkur að fólk fær beinlínis
valkvíða.“
Hágæða damaskrúmföt
„Það er náttúrulega alltaf klassískt
að setja hvítt damask á rúmið. Þá
erum til dæmis við með ítalska
damaskið. Artu eða Atene mynstr-
in eru þá einstaklega falleg. Atene
er geometrískt á meðan Artu er
hringlaga. Í milliklassanum erum
við með 130 ára gamalt mynstur
frá Curt Bauer sem við köllum
Jósafínu. Þetta er elsta mynstrið frá
þeim og þeim finnst eðlilega afar
gaman að geta sagst vera með svo
gamalt mynstur.
Ef fólk vill eitthvað sérlega
rómantískt þá eru Ítölsku blómin
málið. Efnið er sérstaklega ofið
fyrir okkur í fjórum litum, dökk-
grátt, ljósgrátt, ljósblátt og föl-
bleikt. Það er óhætt að fullyrða að
það er enginn annar í heiminum
með sömu rúmföt, einmitt vegna
þess að efnið er sérstaklega ofið
fyrir okkur og saumað í okkar
Margrét situr iðin við að sauma dýrindis rúmföt úr ítölsku silkidamaski í fjöl-
breyttum og fallegum mynstrum og litum.
MyndiR/AðSEndAR Ýmislegt fallegt og jólalegt á rúmið má finna í Rúmföt.is fyrir hátíðirnar. FRéttABLAðið/ERniR
Jólarúmfötin í ár koma í 600 og 300 þráða gæðum. Þessi rjúka út eins og
ilmandi piparkökur. FRéttABLAðið/ERniR
Í Rúmföt.is fást dásamleg rúmföt frá Litáen.
Desemberblómamystrið selst einstaklega vel fyrir þessi jól enda fallegt
mynstur og liturinn hátíðlegur.
Áprentað
600 þráða
bómullarsatín,
til í mörgum
útgáfum. Verð
17.800 kr.
Falleg og
notaleg rúmföt
eru ómissandi
í kuldakastinu
sem hefur
herjað á lands-
menn upp á
síðkastið.
Það er óhætt að
fullyrða að það er
enginn annar í heim-
inum með sömu rúmföt,
einmitt vegna þess að
efnið er sérstaklega ofið
fyrir okkur og saumað í
okkar íslensku málum.
íslensku málum. Hér er fólk því að
fá eitthvað alveg einstakt.“
Að lokum nefnir Hildur 400
þráða klassísk damaskrúmföt. „Þau
eru fullkomin fyrir alla sem vilja fá
notalega bómullartilfinningu. Þau
eru mjúk og frekar mött eftir þvott
og kosta ekki nema 13.900 krónur.
Við erum með þrjú mynstur:
paisley sem Margrét saumakonan
okkar kallar pontumynstur, fjaðrir
og svo fallegt rósamynstur.“
Ánægðir viðskiptavinir
„Aftur og aftur heyri ég frá við-
skiptavinum okkar að þeir séu svo
ánægðir með rúmfötin hjá okkur
að þeir noti hreinlega ekki annað.
Um daginn komu hjón á besta
aldri inn í búðina sem höfðu
keypt áður eitt sett. Núna vildu
þau fá annað því þau voru búin
að gefa eða henda öllu öðru sem
þau áttu. Það eru svona sögur sem
ylja okkur um hjartastöðina og fá
okkur til að mæta glöð í vinnuna.
Við erum jú að selja hágæða
rúmföt til að fólki líði vel, eins og
mottóið okkar segir.“ n
Lengdur opnunartími fram til
jóla:
21. des. 11-18.00
22. des. 11-19.00
23. des. 11-19.00
24. des. 11-14.00
2 kynningarblað A L LT 21. desember 2022 MIÐVIKUDAGUR