Fréttablaðið - 22.12.2022, Page 1

Fréttablaðið - 22.12.2022, Page 1
2 7 7 . t ö l u b l a ð 2 2 . á r g a n g u r f rettab lad id . i s F I M M t u D a g u r 2 2 . D e s e M b e r 2 0 2 2 Öðruvísi mannkynssaga Skilur sáttur við læknisstarfið Menning ➤ 24Tímamót ➤ 16 Opið í dag 9-22 Lengri opnunartími Nettó verslana Nánari upplýsingar á netto.is reykjavík Formaður borgarráðs, Einar Þorsteinsson, liggur undir ámæli eftir ummæli um fagþekk- ingu Vinjar og undirskriftalista til að mótmæla niðurskurði borgar- innar. „Ummæli Einars eru óheppileg og vísbending um að hann áttar sig ekki á mikilvægi félagsmiðstöðvar- innar,“ segir Margrét Eiríksdóttir, geðhjúkrunarfræðingur sem starfar hjá Landspítalanum. Hún segir að það hafi þurft að hjálpa starfsmönnum sveitarfélaga að skilja að gestirnir stýri í raun starfinu. Í því ljósi sé varhugavert að halda að sjálf boðaliðar geti leitt starf hópsins í Vin á kostnað fagfólks. Sjá Síðu 4 Sakar Einar um vanþekkingu Tæp 27 prósent heimila eru með óverðtryggð lán á breyti- legum vöxtum og taka þannig hækkanir á vöxtum vegna hækkana Seðlabankans á stýr- vöxtum á sig af fullum þunga. gar@frettabladid.is olafur@frettabladid.is eFnahagsMál „Þessi stokkur lán- takenda sem er með lán á breyti- legum vöxtum er stærri en talað hefur verið um,“ segir Þorbjörg Sig- ríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sem fengið hefur svör frá Seðlabankanum um samsetningu fasteignalána í landinu. Í svörum Seðlabankans segir að 26,9 prósent fasteignalána séu óverð- tryggð á breytilegum vöxtum. „Það er ríf lega fjórðungur allra heimila sem er að taka á sig vaxta- hækkanir af fullum þunga,“ segir Þorbjörg. Þá sé 4.451 heimili með óverðtryggð lán á föstum vöxtum sem komi til endurskoðunar næsta árið. Auk þess sé fjöldi heimila með lán á föstum vöxtum sem komi til endurskoðunar á árinu 2024. „Þessar tölur kallast á við svör sem ég fékk frá viðskiptaráðherra um daginn um fjölda fyrirtækja sem gera upp rekstur sinn í öðrum gjaldmiðli en krónu. Það eru um 250 fyrirtæki,“ segir Þorbjörg. Þau séu til dæmis í sjávarútvegi og stóriðju. „Maður fær þá tilfinningu að það séu tvær þjóðir í þessu landi. Það sé almenningurinn sem taki á sig þessar vaxtahækkanir og þá erfið- leika sem á okkur dynja en að hluti atvinnulífsins geti valið sér leið fram hjá krónuhagkerfinu og þeim kostn- aði sem því fylgir.“ Þorbjörg bendir á að Ísland sé ekki eitt um að glíma við verðbólgu og vaxtahækkanir. „En vaxtahækkan- irnar á Íslandi eru margfaldar á við það sem þær eru í nágrannaríkjum og öðrum Evrópuríkjum. Ástæðan er fyrst og fremst gjaldmiðillinn.“ Að sögn Þorbjargar þarf að upp- lýsa hvernig þessi hópur lántak- enda sé samsettur. „Er þetta fyrst og fremst ungt fólk, þeir sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign?“ Í svari Seðlabankans segir að í minnisblaði frá 9. nóvember 2022 hafi láðst að nefna hlut séreignar- sparnaðar í lækkandi greiðslubyrði heimila. „Velji lántaki að nýta séreignar- sparnað sinn til að greiða inn á höfuðstól lána sinna hefur það vita- skuld áhrif á greiðslubyrði lánsins og er að líkindum önnur helsta ástæða þess að greiðslubyrði lántaka hefur minnkað,“ bendir Seðlabankinn á. n Fjórðungur er á breytilegum vöxtum Það var dimmt og hvasst á Hellisheiðinni í gær, á vetrarsólstöðum og stysta degi ársins, og snjó skóf yfir veginn við Bláfjallaafleggjarann. Nú er daginn farið að lengja. Fréttablaðið/anton brink Maður fær þá tilfinn- ingu að það séu tvær þjóðir í þessu landi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdótt- ir, þingmaður Viðreisnar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.