Fréttablaðið - 22.12.2022, Síða 2
Þá er viðbúið að
ógæfumenn sem þurfa
að eiga fyrir næsta
skammti fari að stunda
svona starfsemi og það
blossi upp faraldur.
Ásgeir Þórðarson, eldri borgari
Gengið úr myrkrinu í ljósið
Vetrarsólstöðuganga Píeta-samtakanna fór fram í gær frá Klettagörðum til Skarfagarða. Gengið var til minningar um þá sem fallið hafa fyrir eigin hendi.
Fréttablaðið/Valli
Maður sakar annan um svik
eftir árás á Laugavegi í vor.
Grunar skipulagða glæpa-
starfsemi. Galt fyrir svikin
með hækkun tryggingagjalda.
bth@frettabladid.is
LögregLumáL Ásgeir Ebeneser
Þórðarson eldri borgari ók niður
Laugaveginn 26. apríl síðastliðinn
að morgni dags. Hann segist hafa
hægt á bifreið sinni til móts við
Gilbert úrsmið. Þá hafi hann heyrt
blístur ofar í götunni, litið í bak-
sýnisspegilinn og séð ungan mann
veifandi á rafhlaupahjóli.
Ásgeir segist hafa stöðvað bílinn
en þá hafi maðurinn haft uppi mik-
inn svívirðingaflaum og kýlt hliðar-
spegil bílsins úr lið. Hann hafi orðið
smeykur en maðurinn hafi hjólað
fram fyrir bílinn, rekist á stöpul og
fallið af hjólinu í gangstéttina.
Ásgeir segist hafa reynt að koma
sér burt en ungi maðurinn hafi
sprottið upp úr götunni og elt hann
með formælingum og fokkmerkj-
um. Um síðir losaði Ásgeir sig við
manninn og hringdi að sögn strax
í lögregluna og gaf skýrslu.
„Ég var í mjög miklu uppnámi,
þetta var harkaleg árás á mig,“ segir
Ásgeir.
Síðar kom á daginn að ungi
maðurinn á hjólinu hafði líka kært
Ásgeir. Hann ber að Ásgeir hafi ekið
í veg fyrir sig með þeim afleiðingum
að hann féll af hjólinu, slasaðist
og braut hjálm. Nokkrum vikum
síðar var málið fellt niður af hálfu
lögreglu þar sem aðilum bar ekki
saman um atvik.
Sagan er ekki fullsögð, því hálfu
ári síðar, fyrir nokkum vikum, rak
Ásgeir augun í að tryggingar hans
hjá Sjóvá höfðu hækkað úr 148.000
í 182.400 krónur. Þegar hann leitaði
skýringa var svarið að hann hefði
valdið manni skaða í umferð.
Ásgeir segir að þá hafi ungi mað-
urinn náð að sannfæra lögfræðinga-
teymi um að hann væri þolandi.
Lögfræðiteymi Sjóvár hafi tekið
málið einhliða yfir án þess að hafa
samband. Ásgeir brást við með því
að afla sjálfur vitnisburðar manns
sem varð vitni að atvikinu og stað-
festir frásögn Ásgeirs.
„Tryggingafélagið er enn ekki
búið að draga hækkun gjaldanna
til baka en ég hef sagt við Sjóvá: Ef
þið ætlið að greiða þessum manni
bætur fyrir einbeittan brotavilja
hans að svíkja út fé með hjálp lög-
manna þá er viðbúið að ógæfu-
menn sem þurfa að eiga fyrir næsta
skammti fari að stunda svona starf-
semi og það blossi upp faraldur,“
segir Ásgeir.
„Þetta mál hefur valdið mér
svefnleysi. Ég er að bíða eftir upp-
skurði vegna krabbameins og fæ þá
þetta í fangið,“ segir Ásgeir og segist
sárt leikinn.
Sjóvá virðist líta svo á sem um sé
að ræða ágreining um atvik vegna
umferðaróhapps. Félagið ræðir ekki
einstök mál að sögn Jóhanns Þórs-
sonar markaðsstjóra og bregst því
ekki við gagnrýni Ásgeirs. Viðbótar-
gögn, yfirlýsing nýs vitnis í málinu,
eru þó til skoðunar hjá Sjóvá sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins.
Grímur Grímsson, yfirlögreglu-
þjónn hjá lögreglunni á höfuðborg-
arsvæðinu, segir allmörg mál hafa
komið upp er varði tryggingasvik.
Þar á meðal sé sviðsetning slysa
en hann kannist ekki skipulagða
glæpastarfsemi í þeim efnum. n
Ásgeir segist fórnarlamb
skipulagðra tryggingasvika
Ásgeir segist hart leikinn af hálfu svikahrapps og vandar eigin trygginga-
félagi ekki heldur kveðjurnar. Fréttablaðið/Ernir
kristinnhaukur@frettabladid.is
ferðaþjónusta Sveitarfélögin á
höfuðborgarsvæðinu hafa komið
sér saman um stofnun Áfanga-
staðastofu. Unnið hefur verið að
verkefninu frá því á síðasta ári og
verður hún opnuð á því næsta.
Áætlað er að stofnfundur verið eigi
síðar en 15. mars.
Tilgangurinn er að ef la vitund
um áfangastaði og allt það sem
svæði hafa upp á að bjóða, bæði
fyrir ferðamenn og íbúa, að ef la
samkeppnishæfni í alþjóðlegri
samkeppni, að efla samstarf sveitar-
félaganna, að styrkja ferðaþjónust-
una eftir Covid-faraldurinn og að
stuðla að sátt milli íbúa og atvinnu-
lífs um málefni ferðaþjónustunnar.
Kostnaður félagsins fyrir næsta ár
er áætlaður tæpar 40 milljónir sem
skiptist hlutfallslega á sveitarfélögin
sex. Félagið verður rekið sem sjálfs-
eignarstofnun. n
Stofa sem stuðli
að sátt íbúa og
ferðaþjónustu
Sólfarið er vinsæll áfangastaður.
lovisa@frettabladid.is
HeILBrIgðIsmáL Fjárfestingafélagið
Silfurberg hefur stofnað styrktar-
sjóð fyrir fagfólk í heilbrigðisþjón-
ustu sem hefur lokið klínísku námi
og hefur áhuga á að halda áfram
námi í fræðum sem tengjast hug-
víkkandi efnum. Heildarfjárhæðin
er 20 milljónir króna.
Sara María Júlíusdóttir er fyrsti
Íslendingurinn sem stundar slíkt
nám. Hún, ásamt f leirum, heldur
ráðstefnu í byrjun næsta árs í Hörpu
þar sem fræðimenn víðs vegar úr
heiminum kynna sínar rannsóknir.
„Ég er í fjögurra ára mastersnámi í
Kólumbíu og ætla svo í doktors-
nám,“ segir Sara og að í raun virki
þessi meðferð á allt sem er að.
„Þetta hljómar eins og lygasaga en
það sem þessi efni eiga sameiginlegt
er að þau styðja við miðtaugakerfið
og endurstilla og örva endur- og
nýmyndun á tauga- og heilafrum-
um og allt sem er að í líkamanum
er af því að taugakerfið nær ekki að
halda utan um ástandið. Þá brotnar
eitthvað, sama hvort það er andlega
eða líkamlega,“ segir Sara María.
Sækja má um nú þegar en lokað
verður fyrir umsóknir 1. október
2023. n
nánar á frettabladid.is
Styrkja nám um hugvíkkandi efni
Sara María er fyrsti Íslendingurinn til
að stunda þetta nám. Mynd/aðsEnd
2 Fréttir 22. desember 2022 FIMMTUDAGURFréttablaðið