Fréttablaðið - 22.12.2022, Side 4

Fréttablaðið - 22.12.2022, Side 4
Mér finnst ótrúlegt að maðurinn skuli láta svona út úr sér. Sanna Magda­ lena Mörtudótt­ ir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks­ ins ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 JEEP® COMPASS TRAILHAWK 4XE ALVÖRU JEPPI – ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF JEEP.IS PLUG-IN HYBRID ÓMISSANDI HLUTI AF FJÖLSKYLDUNNI EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! Borgarfulltrúi í minnihlut- anum segir ótrúlegt að Einar Þorsteinsson hafi látið út úr sér að sjálfboðaliðar geti þjónustað gesti á Vin í stað fag- fólks. Geðhjúkrunarfræðingur gagnrýnir einnig ummælin. bth@frettabladid.is Reykjavík Formaður borgarráðs, Einar Þorsteinsson, liggur undir ámæli eftir ummæli á Fréttavakt- inni á sjónvarpsstöðinni Hring- braut. Einar sagði, eftir að hópur borgara hafði afhent 4.000 undir- skriftir til að mótmæla röskun á starfi Vinjar vegna niðurskurðar hjá borginni: „Ég velti því upp, þetta byrjaði sem sjálf boðaliðaverkefni af hálfu Rauða krossins, starfsemin í húsinu er þess eðlis að það þarf ekki endi- lega fagfólk til þess að sinna því. Ég velti fyrir mér hvort einhverjir af þessum 4.000 sem skrifuðu undir þetta eða Rauði krossinn eða aðrir sem vilja sinna þessum hópi með þessum hætti vilji gera það áfram.“ Í júlí 2022 var tilkynnt á vef Reykjavíkurborgar að borgin hefði tekið við rekstri Vinjar af Rauða krossinum eftir 29 ára sögu. Sigþr úður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri þjónustumið- stöðvarinnar, sagði þegar borgin tók við rekstrinum að spennandi tímar væru fram undan. „Við ætlum að læra af því starfi sem hefur verið hér og tökum svo eitt skref í einu í átt að því að ef la það enn frekar,“ sagði hún. Rúmu ári síðar er Reykjavíkur- borg á undanhaldi og fullkomin óvissa nú um framhaldið, notend- um til ama. „Mér finnst ótrúlegt að maðurinn skuli láta svona út úr sér. Hann kast- ar ábyrgðinni frá sér,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfull- trúi Sósíalista. Hún telur ummæli Einars til marks um vanþekkingu þeirra sem hafi völdin um framtíð Vinjar. Margrét Eiríksdóttir, geðhjúkr- unarfræðingur sem starfar hjá Landspítalanum, þekkir mjög vel til starfsins í Vin. „Ummæli Einars eru óheppileg og vísbending um að hann áttar sig ekki á mikilvægi félagsmiðstöðv- arinnar, áttar sig ekki á mikilvægi þess að hafa þjálfað fólk til að starfa með þessum hópi,“ segir Margrét. Hún segir Rauða krossinn hafa stofnað Vin fyrir fólk með geðræn veikindi af því að engin slík þjón- usta var fyrir hendi. Starfsreglur Rauða krossins séu að eiga ekki í samkeppni við önnur úrræði og þess vegna sé langsótt að Rauði krossinn taki aftur við starfinu. „Svo þróaðist samfélagið og Rauði krossinn steig úr úr starfinu. Það var til að eiga ekki í samkeppni við önnur úrræði,“ segir Margrét. Hún segir að það hafi þurft að hjálpa starfsmönnum sveitarfélaga að skilja að gestirnir stýri í raun starfinu. Í því ljósi sé varhugavert að halda að sjálf boðaliðar geti leitt starf hópsins í Vin á kostnað fag- fólks. „Við erum að tala um þjálfun frekar en menntun,“ segir Margrét. „Það er allt annað að koma í heim- sókn á sunnudegi í Vin þegar bara eru sjálf boðaliðar eða virka daga þegar starfsmannahópurinn er á staðnum,“ segir Margrét. n Ummæli formanns borgarráðs sögð afleit og til marks um vanþekkingu Kári Auðar Svansson er í hópi gesta hjá Vin. Hann segir að mjög myndi fjölga á geð­ deildum ef Vin yrði lokað. fréttablaðið/ anton brink gar@frettabladid.is fjölmiðlaR Vefsíðan Kjarninn og fréttamiðillinn Stundin verða sam- einuð nú um áramótin undir nýju nafni sem enn hefur ekki verið opinberað. Að sögn aðstandenda miðlanna verður haldið uppi fjöl- miðlun á vefnum auk þess sem gefið verður út blað á prenti tvisvar í mánuði. Rekstur Stundarinnar og Kjarn- ans hefur byggst á ólíkum tekju- módelum. Kjarninn hefur tekjur af auglýsingum og frá styrktaraðilum þar sem ríkið er langfyrirferðarmest með 14,5 milljóna króna framlag á þessu ári. Stundin fær 22,3 milljóna króna styrk úr ríkissjóði á þessu ári en tekjur miðilsins að stærstu leyti eru reistar á sölu áskrifta og aug- lýsinga. Tekjur Stundarinnar samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2021 námu 233,9 milljónum króna. Ársreikning Kjarnans fyrir 2021 er ekki að finna á vef Ríkisskatt- stjóra þótt honum virðist hafa verið skilað þangað fyrir fjórum vikum. Tekjur fyrirtækisins árið 2020 námu hins vegar 77,9 milljónum króna. n Kjarnanum og Stundinni steypt saman í eitt félag Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, rit­ stjóri Stundarinnar, og Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri. fréttablaðið/Ernir kristinnhaukur@frettabladid.is stjóRnsýsla Halla Signý Kristjáns- dóttir, þingmaður Framsóknar- flokksins, segist ekki geta stutt sam- einingu héraðsdómstólanna líkt og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur boðað. Starfshópur skilaði nýlega skýrslu um málið og hyggst Jón leggja fram frumvarp. Stefnt er að því að til verði einn dómstóll, Héraðsdómur, í stað átta með yfirstjórn í Reykjavík. Þar sem dómstólarnir eru núna verði starfs- stöðvar með lögbundinn starfs- mannafjölda. Með þessu fengist svigrúm til að nýta mannauð betur og dómstigið yrði styrkt. „Sporin hræða í þessa átt. Þegar verið er að sameina svona stofn- anir,“ segir Halla. „Þetta eru háleit markmið og fín en af hverju er ekki hægt að gera þetta innan núverandi kerfis? Að styrkja héraðsdómstól- Leggst gegn áætlun ráðherra um sameiningu héraðsdómstóla Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar­ flokksins ana og fjölga starfsfólki.“ En Halla kemur frá Vestfjörðum þar sem hér- aðsdómurinn er nú þegar fámennur og veikur. Nefnir hún að þetta mál sé sam- bærilegt og áætlun Jóns um sam- einingu sýslumannsembætta, sem frumvarp liggur fyrir um. Býst hún við því að lögregluembættin séu næst á dagskrá. Verið sé að fækka löglærðu starfsfólki og sérfræðing- um á starfsstöðvunum. „Ég sé ekki hvernig á að færa verkefni út á land þegar það er búið að fækka sérfræðingum þar,“ segir hún og óttast að þetta nýja kerfi nagi starfsstöðvarnar að innan. „Það er verið að færa valdið á eina einingu.“ Telur Halla vel hægt að ná fram markmiðum um ef lingu og mönnun landsbyggðarinnar innan núverandi kerfis og einungis það geti hún stutt. n 4 Fréttir 22. desember 2022 FIMMTUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.