Fréttablaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 6
ALLT FYRIR JÓLIN Í EINNI FERÐ Dróni flýgur yfir úkraínsku höfuðborginni í miðri rússneskri árás sem varð tveimur að bana. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að nota íranska sjálfsmorðsprengjudróna í stórfelldri árás á höfuð- borgina Kænugarð á dög- unum. Íranir neita að hafa séð Rússum fyrir slíkum drónum en Sameinuðu þjóðirnar eiga enn eftir að sanna gildi þeirra fullyrðinga. helgisteinar@frettabladid.is AlþjóðAmál Úkraínsk yfirvöld hafa greint frá því að Rússar hafi notað íranska dróna til að ráðast á innviði í stórfelldri árás á höfuðborg lands- ins á dögunum. Herstjórnin í Kænu- garði segir að rússneski herinn hafi notað fleiri en 20 dróna í árásinni. Drónarnir eru kallaðir sjálfs- morðssprengjudrónar, eða „kami- kaze-drónar“, í höfuðið á japönsku Kamikaze-f lugmönnunum sem flugu vélum sínum af ásettu ráði á herskip og önnur skotmörk and- stæðinganna. Á þeim tíu mánuðum sem liðnir eru frá því að stríðið hófst hafa Rússar notað langdrægar eldflaug- ar og íranska dróna til að ráðast á orkuinnviði Úkraínu og virðist það vera nokkuð skýr stefna af hálfu rússneskra yfirvalda að draga úr baráttuanda Úkraínumanna með því að láta íbúa þar frjósa í hel. Leyniþjónusta Úkraínu segir að Rússar hafi nýlega þegið sendingu af drónum frá Íran. Samkvæmt Andrej Júsov, talsmanni leyniþjónustunn- ar, hafi nýja sendingin verið tölu- vert minni en sú sem barst í sumar þegar Rússar fengu í það minnsta 400 dróna í hendurnar. Rússneski herinn á að hafa klárar þær birgðir í október og nóvember á Krímskag- anum, en árásirnar hættu í tvær til þrjár vikur sem bendir til hugsan- legs skorts. Hossein Amir-Abdollahian, utan- ríkisráðherra Írans, hefur ítrekað neitað að þjóð hans standi að því að útvega Rússlandi dróna til notkunar gegn Úkraínumönnum en hefur viðurkennt að drónasendingar hafi borist til Rússlands „áður en stríðið hófst“. Talsmaður úkraínsku leyniþjón- ustunnar hefur einnig vitnað í fyrri samninga á milli Rússlands og Írans hvað varðar langdrægar eldflaugar. „Hingað til hafa íranskar eld- f laugar ekki verið notaðar gegn Úkraínu þó svo að sá möguleiki sé fyrir hendi og við höldum áfram að fylgjast með upplýsingum hvað það mál varðar. Við erum að gera okkar besta til að tryggja að slíkt muni ekki eiga sér stað,“ segir And- rej Júsov. Volodímír Selenskíj, forseti Úkraínu, sagði í októbermánuði að Rússar hefðu pantað rúmlega 2.400 sjálfsmorðsprengjudróna frá Íran. Framleiðslan gengi hins vegar hægt fyrir sig og þar að auki þyrfti íranski herinn líka að eiga dróna fyrir sinn eigin her. Bandaríkjamenn hafa einnig tjáð sig um málefnið og sakað aðal- ritara Sameinuðu þjóðanna um að láta undan ógnunum Rússa með því að rannsaka ekki hvort írönsk stjórnvöld séu í raun og veru að sjá Rússum fyrir drónum. Á fundi sem haldinn var af öryggisráði Samein- uðu þjóðanna á mánudag þvertóku Íranir fyrir að hafa sent dróna til Rússlands og ásökuðu Vesturlönd um að beina athygli frá eigin vopna- flutningum til Úkraínu í því skyni að framlengja stríðið. n Neita að hafa útvegað Rússum dróna Við erum að gera okkar besta til að tryggja að slíkt muni ekki eiga sér stað. Andrej Júsov, talsmaður úkraínsku leyni- þjónustunnar Heimildir: Army Recognition, Associated Press, Defence Express, France 24 © GRAPHIC NEWS Bandaríkin gagnrýna SÞ vegna íranskra dróna 2,5 m 3,5 m Dróni í samanburði við manneskju Bandaríkin sökuðu aðalritara Sameinuðu þjóðanna um að „blikna undan hótunum Rússa“ með því að láta hjá líða að láta fara fram rannsókn á ásökunum Vesturlanda um að Rússar noti dróna smíðaða í Íran til að ráðast á Úkraínu. SHAHED-136: Íranskir „kamikaze-drónar“ hæfa skotmörk sín með því að ”júga á þau. Orkubú: MD550 50HP-stimpilvél knýr áfram tveggja blaða skrúfu. Nef Ber 30-50 kg sprengjuodd og búnað til að gera árásir af nákvæmni Hámarkshraði 185 km/klst. Drægni 1.000-2.500 km. Hæð 60-4.000 m. Þyngd 200 kg Stöðuleika- stýring Delta-vængstilling. Trukkur með Žölskota eld‘augaker’. Drónum er skotið £mm saman úr hólfum í hylki sem trukkurinn ber. Hægt er að forrita drónann svo hann ”júgi sjálfvirkt að tilteknum hnitum á GPS-tæki með sprengiefni innanborðs. Skotmarkið verður að vera kyrrstætt. thorgrimur@frettabladid.is Fídjí Áætlað er að stjórnarskipti verði í Kyrrahafseyríkinu Fídjí í fyrsta sinn í sextán ár eftir að þrír stjórnarandstöðuf lokkar komu sér saman um meirihlutasamstarf. Fídjí hefur verið stjórnað af Frank Bainimarama frá valdaráni herfor- ingja árið 2006. Stjórnmálaflokkur Bainimarama, Fídjí fyrst, vann kosningar 2014 og 2018. Í kosningum sem haldnar voru í síðustu viku var Fídjí fyrst aftur í fyrsta sæti en þrír stjórnarand- stöðuflokkar fengu samanlagt fleiri þingsæti. Bainimarama hefur enn ekki tjáð sig um niðurstöðurnar. n Valdaræningi á Fídjí tapar loks þingkosningum Sitiveni Rabuka (annar frá hægri), væntanlegur forsætisráðherra Fídjí. kristinnhaukur@frettabladid.is suðurnes Knattspyrnudeild og f imleikadeild íþrótta- og ung- mennafélagsins Kef lavíkur hafa sent inn bréf til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar vegna aðstæðna við Nettóhöllina og Fimleikaaka- demíuna. Telja deildirnar þörf á að endurskipuleggja svæðið og fara í herferð til að efla öryggi barna. „Slysahætta er töluverð þarna, sérst ak lega í skammdeg inu ,“ segir í bréfinu. „Það er okkar ósk að skoðað verði hvort hægt sé að skipuleggja þetta svæði betur og stýra umferðinni í annan farveg með öryggi barnanna í huga.“ Bent er á að nokkur hundruð iðkenda, stórir sem smáir, eigi leið þarna um á hverjum degi. Forsvarsmenn k nattspy rnu- deildarinnar hafa áhyggjur af umferðarþunganum seinnipart dags, klukkan 16 til 17, þegar yngstu iðkendurnir eru að klára. Telja þeir að bæta þurfi lýsingu fyrir framan höllina, huga að hálkuvörnum og bæta merkingar. Best væri ef lögreglan yrði sýnilegri á þessum tíma til þess að fólk fari eftir reglum. Börnin séu að skjótast á milli bíla, með fullar töskur og gá oft ekki að sér. „Sér í lagi þessi yngstu sem rétt ná upp fyrir húddið sum hver.“ Fimleikadeildin bendir á að bíla- stæðið sé illa hannað og þar skapist troðningur. Endurskipuleggja þurfi bílastæðið og hugsanlega stækka það. Þá þurfi einnig að huga að öryggi barna sem koma með strætó og þurfa að fara yfir veg til að kom- ast að höllinni. n Óttast um öryggi barna við höllina Íþróttafélagið hefur áhyggjur af lýsingu, merkingum og ökumönnum. Mynd/AÐsEnd thorgrimur@frettabladid.is úk r AínA Volodímír Selensk íj Úkraínuforseti kom til Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem hann yfir- gefur Úkraínu síðan innrás Rússa í landið hófst í febrúar. Selenskíj byrjaði á að funda með Joe Biden Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu. Einnig er á dagskránni að ávarpa sameiginlegan fund beggja deilda Bandaríkjaþings. Búist við því að Biden tilkynni um frekari hernaðaraðstoð til Úkra- ínu upp á 1,8 milljarða Bandaríkja- dala, eða um 260 milljarða íslenskra króna. n Úkraínuforseti í Bandaríkjunum Selenskíj hitti Biden-hjónin í fyrstu heimsókn sinni frá því stríðið hófst. 6 Fréttir 22. desember 2022 FIMMTUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.