Fréttablaðið - 22.12.2022, Side 8

Fréttablaðið - 22.12.2022, Side 8
Skotárásir, kókaín og manndráp Mikið var um sakamál árið 2022. Þar má nefna fíkniefnamál, skotárásir, morð og rannsókn á skipulagningu hryðjuverka. Hér eru tekin saman helstu sakamál ársins, en miðað er við mál sem áttu sér alfarið stað á þessu ári. Því falla nokkur úr sem teygja sig til fyrri ára, en upplýst voru eða rannsökuð á árinu. jonthor@frettabladid.is Skotárás í Grafarholti Aðfaranótt 10. febrúar var skotið á karl og konu í Grafarholti. Karlinn var skotinn í lærið og konan í kviðinn. Þau lifðu bæði af. Tveir menn voru handteknir vegna málsins, en samkvæmt úrskurði Landsréttar var sá sem er grunaður um að hleypa af fyrrverandi kærasti konunnar og hafði hann ítrekað hótað henni áður. Hinn maðurinn sem er grunaður í málinu hefur lýst atvikum þannig að byssumaðurinn hafi beðið hann um að skutla honum á vettvang, en þar hafi karlinn og konan verið utandyra. Maðurinn á þá að hafa kallað til konunnar og því næst skotið úr byssu í átt til þeirra. Síðan hafi þeir keyrt á brott. Vélbyssur í miðbænum Aðfaranótt sunnudagsins 13. febrúar tilkynnti maður um skotárás utandyra í miðbæ Reykjavíkur. Sá sem tilkynnti um málið var þolandi árásarinnar, en hann var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Eitt af fjórum skotum sem hleypt var af fór í gegnum brjósthol mannsins. Myndband sem sýndi vopnaða lögreglumenn í bílastæðahúsi í borginni bregðast við árásinni fór í dreifingu á samfélagsmiðlum, en þrír menn voru handteknir vegna málsins, enginn þeirra eldri en tví- tugur. Skotmaðurinn hefur játað brot sín. Þrívíddarprentað skotvopn var notað í árásinni, en það kom lög- reglunni á spor þeirra sem grunaðir eru í hryðjuverkamálinu svokall- aða. Manndráp í Barðavogi Fjölskyldufaðir á fimmtugsaldri fannst látinn í íbúð sinni í Barðavogi þann 4. júní og í kjölfarið var rúm- lega tvítugur karlmaður handtekinn vegna þess. Talið er að maðurinn hafi látist af völdum bar smíða og að bar efli hafi verið notað. Í ákæru er manninum unga gefið að sök að hafa ráðist á manninn, fyrst inni á stigagangi hússins og síðan utan við húsið, þar sem hann sparkaði í, kýldi og traðkaði ítrekað á höfði hans og brjóstkassa með þeim afleiðingum að hann lét lífið. Greint var frá því að lögreglan hefði að minnsta kosti verið kölluð til tvisvar að íbúðinni sólarhring- inn áður en maðurinn fannst látinn þar. Fyrir dómi hefur maðurinn sem grunaður er í málinu sagst hafa verið að beita neyðarvörn. Skotárás í Hafnarfirði Þann 22. júní skaut maður, af svölum íbúðar sinnar í Miðvangi í Hafnarfirði, tveimur skotum á kyrr- stæðan bíl. Í honum voru feðgar á leið í leikskólann, en sonurinn var einungis sex ára gamall. Skotin hæfðu þá ekki, en annað skotanna braut þó bílrúðu og rigndi glerbrotum yfir föðurinn. Maðurinn var sýknaður í héraðsdómi vegna máls- ins nú í desember, en þarf þó að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun og greiða feðgunum samtals 1,7 milljónir króna. Fram hefur komið að maðurinn hafi verið í mjög slæmu ástandi þegar verknaðurinn var framinn og hafi framburður hans því verið mjög ruglingslegur. Hann hafi til að mynda haldið að maðurinn í bílnum væri glæpamaður sem hann hefði þurft að stöðva áður en lögreglan kæmi á vettvang. Stóra kókaínmálið Kókaínið í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar kom aldrei til landsins. Efnin voru flutt í timbri í gámi frá Brasilíu til Hollands, en þar gerðu tollyfirvöld efnin upptæk. Í staðinn var gerviefnum komið fyrir og gámurinn fluttur áfram til Íslands, líkt og staðið hafði til. Þann 4. ágúst fylgdist lögregla með því þegar timbrið var fjarlægt úr gámnum af sakborningi málsins. Síðar sama dag fjarlægði annar sakborn- ingur efnin úr timbrinu og tók hluta þeirra með sér áður en hann var handtekinn. Hinn sakborningurinn var einnig handtekinn skömmu síðar og sagði í skýrslutöku daginn eftir að kókaínið hefði verið flutt í gegnum fyrirtæki hans, en hann sagðist ekki vita hversu mikið efni var í gámnum. Þá sagðist hann hafa átt að fá 30 milljónir króna fyrir sinn hlut í málinu. Hann dró það síðar til baka. Um var að ræða tæplega hundrað kíló af kóka- íni sem flytja átti til landsins, sem er það mesta í Íslandssögunni. Fyrra met var sextán kíló. Eflaust voru verðmæti efnanna í milljarðatali. 8 Fréttir 22. desember 2022 FIMMTUDAGURFréttablaðiðAnnáll sAkAMál Fréttablaðið 22. desember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.