Fréttablaðið - 22.12.2022, Síða 12
n Halldór
n Frá degi til dags
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is
fréttaStjórar: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is, Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101
reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, helgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is
menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Það er
engan
veginn
viðunandi
að þessi
líflína
landsins
sé lokuð
svo sólar-
hringum
skipti.
Ekki sjá þó
allir jarðar-
búar fram
á gleði- og
friðarjól.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
Senn líður að jólum og við undirbúum hátíð ljóss
og friðar með fjölskyldum okkar og vinum. Við
sjáum fram á náðuga daga með góðum mat, fal-
legum gjöfum og gefandi samverustundum. Ljós
og skreytingar gleðja augað og óskir sumra um
jólasnjó sem birtugjafa í svartasta skammdeginu
rættust með hvelli.
Ekki sjá þó allir jarðarbúar fram á gleði- og
friðarjól. Víða geisa átök. Hörmulegar fréttir berast
daglega af árásarstríði Rússa í Úkraínu, þjáningum
fólks vegna þess og ekki síður vegna kerfisbund-
innar eyðileggingar á innviðum á borð við vatns-
og raforkukerfi.
Sjaldnar berast fréttir frá öðrum átakasvæðum
eins og Jemen, Sómalíu, Eþíópíu og Afganistan,
þar sem hungursneyð eykur enn á hörmungar
almennings. Enn er barist í Sýrlandi og Kúrdar og
Palestínumenn heyja á hverjum degi baráttu fyrir
tilverurétti sínum.
Því miður er þessi upptalning á ófriðarsvæðum
og hörmungum ekki tæmandi.
Þjóðir heims sóa svimandi fjárhæðum í vopn
á ári hverju. Vopn þessi eru síðar notuð til að
murka lífið úr saklausu fólki. Kjarnorkuveldin
eyða ógnvænlegum upphæðum í að uppfæra
kjarnorkuvopna búr sín og sífellt oftar heyrist
nefndur möguleikinn á að beita slíkum vopnum í
hernaði.
Á sama tíma hefur 91 ríki veraldar undirritað
sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarn-
orkuvopnum, þar af hafa 68 fullgilt hann. Í þeim
fríða f lokki eru þó engin kjarnorkuveldi, ekkert
NATO-ríki og ekki Ísland.
Frá árinu 1981 hafa íslenskir friðarsinnar komið
saman á Þorláksmessu og krafist friðar í heim-
inum.
Ekkert fangar betur hinn sanna anda jólanna en
að taka sér hvíld frá amstri og jólaundirbúningi
og ganga saman fyrir kröfunni um frið. Sjáumst
skammt fyrir neðan Hlemm klukkan 18 á Þorláks-
messu, göngum saman niður Laugaveg á Austurvöll
og hlustum á friðarhugvekju. n
Göngum til friðar
Steinunn Þóra
Árnadóttir
þingmaður
Vinstrihreyf-
ingarinnar græns
framboðs
benediktboas@frettabladid.is
Rýnt án veðurguðs
Innviðaráðuneytið hefur sett á
lagg irn ar hóp sem hef ur það mark-
mið að rýna í óveðrið sem gekk yfir
landið og varð til þess að loka þurfti
Reykjanesbrautinni í tvo daga. Þeir
sem munu rýna í stöðuna sem kom
upp eru full trú ar frá ráðuneyt inu,
Vega gerðinni, al manna vörn um og
lög regl unni á Suður nesj um. Athygli
vekur að veðurguðirnir eru ekki
kallaðir í starfshópinn en miðað
við vitleysuna sem gekk á í byrjun
vikunnar hefði ekki komið neitt á
óvart ef sá stóri þarna uppi hefði
verið kallaður til og beðinn um að
hætta að blása svona ofboðslegri
ofankomu um allar trissur.
Ekkert lært
Hildur Björnsdóttir, borgarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins, bendir á
í Fésbókarfærslu að aðstæðurnar
sem dúkkuðu upp í höfuðborginni
séu alls ekkert einsdæmi. Landið
okkar heiti jú Ísland. Hildur bendir
á að í upphafi árs hafi sams konar
aðstæður birst borgarbúum
og starfsmenn vetrarþjónustu
borgarinnar hafi lýst sig „fullsadda“
af hringlanda hætti, þekkingar-
leysi og virðingar leysi borgaryfir-
valda í sinn garð. En viti menn.
Ekkert lagaðist. Ætli meirihlutinn í
Reykjavík hafi ekki sett á laggirnar
starfshóp en hann sé ekki búinn að
ljúka vinnu sinni. Það sé því ekkert
að frétta, frekar en fyrri daginn, úr
Ráðhúsinu og við næsta hvell muni
allt lokast á ný. n
Langvarandi lokun á mikilvægustu
þjóðleið landsmanna er alvarleg
áminning á hendur samgönguyfir-
völdum. Þau voru ekki búin undir
veturinn. Og það var líklega ekki til
viðbragðsáætlun sem kom að nokkru gagni
þegar allt sat fast.
Þetta er úr takti við allan veruleika þjóðar-
innar. Ef það er akkúrat eitthvað sem Íslend-
ingar hafa vitað fyrir víst um aldir alda er
það að fannfergið kemur fyrir rest. Veturinn
minnir á sig, oftast með afgerandi hætti – og
þá kyngir niður snjó á einni nóttu. Eftir situr
ófærðin og innilokun heilu byggðarlaganna.
En kannski er einmitt ekkert íslenskara í
samanlagðri sögu landsmanna. Þjóðin er og
hefur verið teppt vegna veðurs. Og raunar
teppt í svo mörgum öðrum skilningi, ef út í
það er farið.
Látum þó vera hvað fyrri tíða formæður
okkar og forfeður þurftu að leggja á sig til að
moka sig út úr vandanum. En seinni tíma vís-
indi og tækni ættu að hafa skilað einhverjum
árangri við að ráða við aðstæður af þessu tagi.
Og nægir eru fjármunirnir hjá einni ríkustu
og þróuðustu þjóð á kringlu jarðar.
En niðurstaðan, þegar næstum fjórðungur
er liðinn af nýrri öld, er að yfirvöld í landinu
hafa hvorki ráð né tíma til að tryggja sam-
göngur á leiðinni á milli höfuðborgarinnar
og alþjóðaflugvallarins á einu og sama
landshorninu, þótt bæði nákvæmar og ítrek-
aðar veðurfréttir hins opinbera hefðu varað
við því sem koma skyldi.
Það er engan veginn viðunandi að þessi
líf lína landsins sé lokuð svo sólarhringum
skipti. Og þarf ekki að orðlengja ástæður
þess arna.
Hér þarf vitaskuld að skoða hvað fór
úrskeiðis. Og læra af mistökunum. En eins
væri ekki úr vegi að kanna hver ber á end-
anum ábyrgðina á klúðrinu, þótt það fari nú
raunar svolítið á svig við íslenska pólitík sem
ypptir vanalega öxlum þegar axarsköftin eru
hennar.
Má vera að Vegagerðin á Íslandi sé orðin
það fjársvelt að hún ráði ekki lengur við
hefðbundinn íslenskan vetrarbyl? Og ef svo
er, hvaða pólitík liggur þar að baki? Og getur
líka verið að hið opinbera sé einfaldlega
farið að reiða sig um of á sjálf boðaliðasam-
tök sem bregðast aldrei þegar kallið kemur?
Ræður ríkisvaldið ekki lengur við neyðar-
stundina?
Og svo má auðvitað spyrja í mestu ein-
lægni, verður eitthvað breytt í næsta byl? n
Bylur og bilun
Skoðun FréttaBLaðið 22. desember 2022 FIMMTuDAGuR