Fréttablaðið - 22.12.2022, Qupperneq 13
Fyrir tveimur árum voru f luttar
fréttir af því að íslenskir bændur
fengju lægstu laun í Evrópu fyrir
dýrasta kjöt álfunnar.
Þetta tvöfalda Evrópumet
sagði talsverða sögu um nauðsyn
umbreytinga.
Forystumenn bænda kölluðu þá
og aftur nú á liðsinni stjórnvalda.
Tengsl
Í samráðsgátt stjórnvalda má lesa
einu hugmyndina, sem fædd-
ist við ríkisstjórnarborðið: Að
afnema samkeppnisreglur í kjöt-
framleiðslu og auka miðstýringu.
Á síðustu öld var þjóðar-
búskapurinn smám saman leystur
úr viðjum miðstýringar og hafta.
Stærsta skrefið var stigið með
inngöngu á innri markað Evrópu-
sambandsins. Árangurinn sést
í meiri verðmætasköpun, góðri
afkomu fyrirtækja og bættum hag
neytenda.
Landbúnaðurinn kaus að
standa utan við þessa vegferð
samfélagsins. Allir voru sammála
um að umbera þá ósk. Nú horfum
við á atvinnugrein í eins konar
sjálfheldu. Kannski má segja að
hún sé í bóndabeygju.
Það eru sterk tengsl milli
stefnunnar og stöðunnar.
Næsta skref
Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar
að taka samkeppnisreglur úr sam-
bandi skiptir kannski ekki ein og
sér öllu máli. Hún er bar eitt lítið
skref í sömu átt og áður.
Hitt er meira undrunarefni
að enginn þingmaður þriggja
ólíkra ríkisstjórnarflokka skuli
velta fyrir sér hugmyndafræði og
sköpunarmætti athafnafrelsis og
frjálsra viðskipta í þessu sam-
bandi.
Þegar samkeppnisreglur hafa
verið afnumdar gengur frjáls
verðmyndun ekki upp. Miðstýrð
verðlagning er því óhjákvæmilegt
næsta skref. Það er bara spurning
um tíma.
Miðstýringin vindur alltaf upp
á sig.
Eftir sem áður
Neytendasamtökin og Sam-
keppniseftirlitið hafa bent á
að gildandi samkeppnisreglur
heimila samvinnu og samruna
fyrirtækja.
Í þessu tilviki þarf bara að sýna
fram á að slík ráðstöfun styrki
samningsstöðu bænda gagnvart
fyrirtækjunum og bæti hag neyt-
enda. Vinnslufyrirtækin treysta
sér ekki til þess.
Jafnvel þótt horft sé fram hjá
hagsmunum neytenda styrkir
þessi aðgerð ekki einu sinni stöðu
bænda. Þetta er því ekki lausn
á vanda landbúnaðarins. Eftir
sem áður mun draga í sundur
með honum og öðrum atvinnu-
greinum.
Mismunurinn
Með miðstýrðum tíu ára opin-
berum framleiðsluáætlunum, sem
kallast búvörusamningar, hefur
tekist að fækka bændum veru-
lega. Það hefur leitt til aukinnar
framleiðni. Það má kalla árangur.
En samt breikkar alltaf bilið milli
landbúnaðar og annarra atvinnu-
greina og kjör bænda versna í
samanburði við aðra.
Sjávarútvegurinn var líka
miðstýrð atvinnugrein, sem
rekin var á opinberu fiskverði
eftir reiknilíkani sem kallaðist
núllstefna. Fyrirtækin þraukuðu
svo á reglubundnum bjargráðum
stjórnvalda.
Síðustu þrjá áratugi hefur
sjávarútvegurinn aftur á móti
starfað á grundvelli markaðs-
lögmála að mestu. Fyrirtækjum
hefur fækkað og framleiðnin
stenst heimssamanburð. Þegar
spurt er um afkomu kemst enginn
með tærnar þar sem sjávarút-
vegurinn hefur hælana.
Þetta er munurinn á miðstýr-
ingu og frjálsum markaðsbúskap.
Þessi mikla umbreyting í
sjávarútvegi varð ekki án fórna. Á
landsbyggðinni heyrast þó aðeins
hjáróma raddir um að snúa til
baka.
Blindgata
En þá segja einhverjir að ólíku
sé saman að jafna því að sjávar-
útvegurinn selji afurðir sínar á
heimsmarkaði. Þetta er kórrétt.
Klípan er þessi: Bændur eru
orðnir svo fáir að áframhaldandi
hagræðing með miðstýrðum tíu
ára áætlunum um enn hraðari
fækkun þeirra endar varla
nema í blindgötu.
Án hagræðingar yrði
blindgatan svo styttri.
Bjartsýni
Frá Landbúnaðarháskólanum
berast hins vegar bjartsýnis-
raddir. Þar færa menn rök fyrir
nýjum tækifærum og stóraukinni
framleiðslu bæði í garðyrkju og
kornrækt og jafnvel kjötfram-
leiðslu.
Þessi bjartsýni krefst hins vegar
umbreytinga. Nýsköpunin verður
ekki hagkvæm nema með meira
athafnafrelsi og aðgangi að stærri
markaði.
Hún er því tálsýn meðan engar
aðrar hugmyndir koma upp á
ríkisstjórnarboðið en opinber
miðstýring, aftaka samkeppnis-
reglna og ríkari tollvernd.
Til að auka framleiðni eru bara
tvær leiðir færar: Önnur er að
hraða meir en áður miðstýrðri
fækkun bænda. Hin er aukið
athafnafrelsi og stærri markaður.
Hvorug leiðin er þrautalaus.
Til þessa hefur leiðin skipt
meira máli en takmarkið. Þeirri
hugsun þarf að snúa við.
Landbúnaðurinn getur aftur
orðið lyftistöng fyrir lands-
byggðina, en tæplega að óbreyttri
stefnu. Umbreytingar krefjast
langs aðlögunartíma. Tími nýrrar
hugsunar er því runninn upp. n
Í bóndabeygju
Þorsteinn
Pálsson
n Af Kögunarhóli
Hitt er meira undr-
unarefni að enginn
þingmaður þriggja
ólíkra ríkisstjórnar-
flokka skuli velta
fyrir sér hugmynda-
fræði og sköpunar-
mætti athafnafrelsis
og frjálsra viðskipta í
þessu sambandi.
Kirkjugarðar í Reykjavík og Kópavogi verða opnir og aðgengilegir allan
sólarhringinn yfir hátíðirnar.
Fossvogsgarður verður þó lokaður allri bílaumferð í 3 klukkustundir á
aðfangadag milli kl. 11 og 14 vegna mikils fjölda gangandi í garðinum.
Á Þorláksmessu og á aðfangadag verður hringakstur í Gufuneskirkjugarði og
verður þá eingöngu hægt að aka inn í garðinn frá Hallsvegi og út úr honum að
norðan inn á Borgaveg eins og verið hefur undanfarin ár.
Starfsfólk KGRP
Sjá nánar á www.kirkjugardar.is
Munum vistvænar skreytingar
Það þarf ekki að ræða frekar að
hnífaburður er orðið vandamál hér
landi. Að bera hníf ógnar öryggi
barna okkar, ungmenna, lögreglu
og almennings. Hvað ef 27 vopn-
aðir einstaklingar ákveða að ráðast
inn í menntaskóla í næstu viku?
Heildarlausn vandans er fjöl-
þætt, f lókin og tekur langan tíma;
áralangt samtal við jaðarsetta
hópa, fræðsla til framtíðar um
samfélagsleg gildi, aukin menntun
almennt, minna brottfall drengja
úr skólakerfinu og eftirfylgd við þá
sem virðast skilja við hefðbundna
samfélagsgerð og margt f leira.
Þetta skiptir allt máli en verður
ekki fjallað um slíkt í þessum pistli.
Hér er skal rætt um skyndilausn
á bráðum vanda. Við þurfum að
taka hnífa af götunum og ég legg
til eftirfarandi:
Sa m félag s s át t má l i
um að hnífaburður
sé algerlega óásætt-
anlegur; ríkisstjórn,
samband sveitarfélaga,
skólar, samtök af öllu tagi
og f leiri taka sig saman við
að stöðva þessa þróun.
Aukin fræðsla í skól-
um fyrir alla árganga.
Alvarleiki hnífaburðar
verður gerður börnum
og u ng mennu m ljós í
landsátaki sem Land-
læknir stýrir enda um
lýðheilsumál að ræða. Þegar barn
eða ungmenni kemur með hníf
eða eggvopn í skóla eða á skólalóð
er lögregla alltaf kölluð til ásamt
Barnavernd. Engar undantekn-
ingar.
Við endurskoðun vopnalaga
núna í vetur verða f leiri tegundir
egg- og stunguvopna skilgreindar
sem vopn; netahnífar, hnífar
til netfæragerðar, verkfæraaxir,
st u ng uverk fær i ý miss konar,
eggáhöld o.s.frv. verða sett undir
vopnalög. Ákvæði í vopnalögum:
„Bannað er að…hafa í vörslum
sínum…bitvopn ef blaðið er lengra
en 12 sm.“ – Þetta ákvæði verður
tekið út. Allur burður utan vinnu
er stranglega bannaður.
Höfundi er það vel ljóst að það
má skaða annan með nánast hverju
sem er; skæri, brotna f lösku, nál og
margt, margt f leira má nota sem
vopn. Það er ekki verið að tala um
að banna skæri því vopn eru hönn-
uð til þess eins að skaða aðra og því
er gott að byrja á að reyna að losna
við þau úr samfélagi okkar. Borðum
fílinn í bitum, en ekki í heilu lagi.
Við sömu endurskoðun vopna-
laga verður stunguvopna- og hnífa-
burður meira eða minna bannaður
með öllu. Undanþágur byggja
aðeins á sýnilegri þörf, þegar þarf
slík tól til vinnu s.s. iðnaðarmenn,
netagerðarmenn o.s.frv. Þeir sem
eru uppvísir að hnífaburði þurfa að
sýna fram á þörf fyrir slík verkfæri.
Veiðihnífar falla undir „bannað ef
ekki er hægt að sýna fram á þörf“.
Öll sala hnífa annarra en verk-
færa og eldhúsáhalda verður
bönnuð.
Allur hnífaburður „í margmenni“
á milli kl. 18:00 og 07:00 er bann-
aður með öllu og viðurlög verða
gerð „fáránlega“ ströng s.s. 700.000
kr. í fyrstu sekt og skilorðsbundið
fangelsi fyrir annað brot. Nóg þykir
að viðkomandi var með eggvopnið
á sér en ógnaði ekki með því.
Ef einhver sveif lar slíku vopni
til að ógna öðrum skal sá sami
dæmdur í skilorðsbundið fangelsi
og þarf að sæta samfélagsþjónustu
í kjölfarið. Það að bera stungu- eða
eggvopn þegar eitthvert annað brot
er framið, þyngir dóm sjálfkrafa.
Þetta er ekki tæmandi listi, langt
í frá. Hnífaburði verður tæplegast
eytt með öllu, enda slíkt erfitt. En
við getum ekki horft upp á þessa
þróun án þess að reyna okkar
besta.
Athugasemd höfundar: Öll þið
sem aðhyllist „Hvaðefisma“ (Hvað
með uppeldið? Hvað með þarfir
ungmenna? Hvað með vopnavæð-
ingu Vesturlanda í sögulegu sam-
hengi? o.s.frv.) eruð beðin um að
anda ofan í lyklaborðin. Höfundur
veit að þetta leysir ekki önnur sam-
félagsleg vandamál sem við þurfum
alltaf að vera að vinna í. Þetta er
römmuð hugmynd til skamms
tíma litið en staðreyndin er sú að
við þurfum að bregðast við skjótt
og við þurfum að gera það sem ein
heild. n
Hnífaburður gerður útlægur
Eyþór
Víðisson
löggæslu- og ör-
yggisfræðingur
Þeir sem eru uppvísir
að hnífaburði þurfa að
sýna fram á þörf fyrir
slík verkfæri. Veiðihníf-
ar falla undir „bannað
ef ekki er hægt að sýna
fram á þörf“.
FIMMTUDAGUR 22. desember 2022 Skoðun 13Fréttablaðið