Fréttablaðið - 22.12.2022, Side 17

Fréttablaðið - 22.12.2022, Side 17
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 22. desember 2022 Jólabörn í leikfangalandi Þegar jólin nálgast bregða vinkonurnar Tinna Björt Guðjónsdóttir og Telma Haraldsdóttir á leik og stilla upp jólaþema fyrir framan linsuna og útbúa sannkallað jólaland. 2 Það getur tekið heilan dag að setja upp fyrir svona myndatöku. Mikilvægt er að passa alla litla hluti. „Þetta liggur allt saman í smáatriðunum,“ segir Tinna. Krambúðin er hin jólalegasta og rauði jólaliturinn er í forgrunni. MYNDIR /AÐSENDAR Það er um að gera að nota jóla- pappírinn aftur að ári. MYND/GETTY gummih@frettabladid.is Það eru til nokkur góð ráð fyrir þá sem eru að fara að pakka inn jólagjöfum en eflaust eru margir í þeim sporum í dag. Það er um að gera að nota það sem til er á heim- ilinu, eins og til dæmis teikningar og málverk barna, plaköt, tímarita- pappír og dagblaðapappír. Maskínupappír er líka góð leið til að nota við að pakka inn jóla- gjöfunum sem og bréfpokarnir sem eiga það til að safnast upp á heimilinu eftir allar búðarferð- irnar. Það er hægt búa til fallegt jólaföndur á þá með því að mála á pokana. Notaðar gjafir líka góðar Það er líka um að gera að ganga vel frá pappírnum sem gjafirnar okkar voru í og nota hann til pakka inn gjöfum um næstu jól. Þeir sem eru flinkir að sauma gætu útbúið poka sem hægt er að skella utan um gjöfina og þá er hægt að nálgast jólatextíl í nytja- mörkuðum landsins og nýta hann sem fjölnota jólagjafapappír. Notaðar gjafir eru líka góðar gjafir og það á ekki síst við um gjafir til barna. Þau eru ekki að hugsa um umbúðir, skilamiða eða verðmiða svo það er vel til þess fallið að leyfa heilum leikföngum og bókum að finna sér ný heimili um jólin. n HEIMIlD: UMHvERfISSTofNUN Endurnýtum pappír fyrir gjafir  HEILAÞOKA? Fæst í helstu apótekum - www.celsus.is AUKIN ORKA OG FÓKUS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.