Fréttablaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 21
Kirkjuklukkur landsins
hringja jólin inn klukkan
sex á aðfangadagskvöld.
Síðastliðin tvö ár hefur fólk
haft takmarkaðan aðgang
að kirkjunum sínum yfir
jólin vegna samkomutak-
markana. Nú getur fólk hins
vegar sótt fjölbreytta dagskrá
í helgihaldi um allt land.
„Rík hefð er viðhöfð á fjölmörgum
heimilum landsmanna, að fara
til kirkju yfir hátíðirnar. Fólk fer
í sín fínustu föt og safnast saman
í kirkjunum til þess að upplifa
hátíðlega stund hvert með öðru,
hlusta á falleg og uppbyggjandi orð
og tónlist,“ segir Pétur G. Markan,
biskupsritari á Biskupsstofu.
„Mörgum finnst jólin ekki vera
komin fyrr en gengið hefur verið
til jólamessu. Þessi hefð er falleg
og býður fólki upp á hátíðleika, ró
og frið eftir allan ysinn og þysinn
á aðventunni. Það að ganga inn
í kirkju, hlusta á ljúfa tónlist og
sameinast um kærleiksboðskap
jólanna er góð leið til að eiga
saman gæðastund, það færist helgi
yfir og friður fyllir hjörtun. Það er
því sérstakt fagnaðarefni að mega
nú aftur koma saman í kirkjum
yfir hátíðarnar.
Yfir hátíðirnar er boðið upp
á fjölbreytt helgihald í öllum
kirkjum landsins. Á aðfangadags
kvöld er aftansöngur klukkan 18
frá Dómkirkjunni í útvarpi lands
manna og víða er einnig boðið upp
á miðnæturmessur. Á jóladag og
annan dag jóla eru hátíðarguðs
þjónustur. Á jóladag verður hátíð
arguðsþjónustunni, sem verður frá
Grafarvogskirkju, bæði útvarpað
og sjónvarpað á RÚV.
Kirkjukórar leggja ríkan metnað
í kórastarf sitt og fyrir jólin hefur
verið æft af kappi og munu því
falleg tónverkum óma í kirkjum
um allt land. Fjölbreytilegur
hópur tónlistarfólks leggur sitt
af mörkum til að skapa hátíðlega
stund: Kirkjukórar, barnakórar,
gospelkórar, bjöllusveitir, söng
hópar, organistar, einsöngvarar,
hljóðfæraleikarar, svo dæmi séu
tekin. Þessi ríka og djúpa hefð,
sem meðal annars fær að blómstra
á hátíðisdögum jóla, er ekki ein
göngu viðhöfð hér á Íslandi heldur
úti um alla Evrópu og hinn kristna
heim. Hefðin sýnir hvað listin er
samofin kristinni trú og menn
ingu.
Óhætt er að segja að kirkjan fyll
ist bæði fögnuði og þakklæti fyrir
þessi jól. Jólin sem færðu okkur
frelsi til þess að hittast saman á ný
og halda hefðir jólanna í heiðri.
Þótt líta megi á kirkjuna sem
stofnun þá er hún fyrst og fremst
fólkið sjálft sem henni tilheyrir og
í hana kemur. Samfélag kristins
fólks sem kemur saman í kærleika
og andlegri einingu. Kirkja er bæn,
samhugur og fjölskyldusamfélag.
Og kirkjan gleðst og fagnar saman
á jólum.“ n
Kirkjuklukkur hringja jólin inn
Pétur G. Markan biskupsritari segir
að hátíðarhöld í kirkjum landsins
verði fjölbreytt í ár.
Dómkirkjan í Reykjavík. Á aðfangadagskvöld er aftansöngur klukkan 18 í
Dómkirkjunni sem verður útvarpað til landsmanna.
24. desember kl. 18:00
Aftansöngur
Hannah Ó Connor trompet, Einar Clausen einsöngur.
Sr. Petrína Jóhannanesdóttir þjónar fyrir altari og prédikar.
Organisti Krisztina K. Szklenár
Miðnæturmessa kl. 23:00
Matthias Birgir Nardeau obó,
Rósalind Gísladóttir einsöngur.
Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar.
Organisti Krisztina K. Szklenár
25. desember Jóladagur.
Hátíðarguðsþjónusta kl.14.00
Kór Árbæjarkirkju leiðir safnarsöng. Margrét Lára Einarsdóttir og
Margrét Helga Kristjánsdóttir einsöngur. Organisti Kristina K. Szklenár.
Sr. Petrína Jóhannesdóttir þjónar fyrir altari og prédikar.
Organisti Krisztina K. Szklenár
31. desember Gamlársdagur
Hátíðarguðsþjónusta kl.17.00
Kór Árbæjarkirkju syngur. Organisti Guðmundu Ómar Óskarsson
sr. Þór Haukssonar þjónar fyrir altari og prédikar.
1. janúar 2023 Guðsþjónusta kl.14.00
Kór Árbæjarkirkju syngur.. Organisti Guðmundu Ómar Óskarsson
sr. Þór Haukssonar þjónar fyrir altari og prédikar.
Hátíðardagskrá
Árbæjarkirkju um jólin
kynningarblað 3FIMMTUDAGUR 22. desember 2022 guðsþjónustur