Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.12.2022, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 22.12.2022, Qupperneq 40
frettabladid.is 550 5000 RitstjóRn ritstjorn@frettabladid.is AuglýsingAdeild auglysingar@frettabladid.is PRentun Torg ehf. dReifing Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 B ir t m eð fy ri rv ar a um p re nt vi ll ur o g/ eð a m yn da br en gl . Jólin koma með trénu Ertu á síðasta snúning eins og fleiri? Við erum búin að sérvelja öll okkar jólatré, svo það er fljótlegt og ódýrt að finna fullkomna jólatréð í BYKO. Svo eigum við líka seríurnar og skreytingarnar. SKOÐAÐU HANDBÓKINA Yfir 200 hugmyndir Jólagjafa- handbók Stafafura frá Skógræktinni 125-150 CM 4.496 5.995 5.995 6.995 6.995 7.995 7.995 100-150 CM 4.496 Nordmannsþinur 150-175 CM 5.246 150-200 CM 5.246 175-200 CM 5.996 200-250 CM 5.996 25% AFSLÁTTUR Kolbeins Marteinssonar n Bakþankar Uppáhaldsjólalagið mitt er ekki jólalag. Þetta er lag sem kom út árið 1995 og var samið seint um kvöld þegar hljómsveitarmeð- limir Radiohead settust niður, drukknir, bugaðir og þreyttir, við upptökur á plötunni The Bends. Lagið varð til þegar söngvarinn, Thom Yorke, byrjaði að raula lagstúf, innblásinn eftir tón- leika með Jeff Buckley heitnum. Útkoman var eitt fallegasta lag tónlistarsögunnar, Fake Plastic Trees, eða gerviplasttré. Lagið fjallar um erfiðleikana við að byggja upp raunveruleg sambönd í heimi sem gengur í sífellt ríkari mæli út á yfirborð og gervimennsku. Í upphafi þess er fjallað um kærustupar: Konu sem er umkringd hlutum sem ekki eru raunverulegir og mann sem er fullur örvæntingar, bugast og gefst upp. Ást þeirra er sýndarást úr plasti og ekkert er raunveru- legt. Sögumaður endar þetta fallega lag á því að óska sér þess að hann gæti verið sá sem ástin hans vildi að hann væri, alltaf og að eilífu. Eins og heyra má er lagið eins langt frá því að vera jólalag og getur verið. Það er samt djúpur sannleikur í því sem ég staldra við og tek sem sannan boðskap jólanna. Ekki bæta upp tapaðan tíma með börnunum með dýru drasli sem þú eyðir óratíma í að finna. Hættum að fylla líf okkar og þeirra sem við elskum af gervihlutum til að fylla upp í gerviþarfir. Komum fram við fólkið okkar eins og þetta verði okkar síðustu jól, því ein jólin verða þau það. Sannleikurinn er sá að þegar þetta allt verður gert upp er það verðmætasta sem við getum gefið nokkurri manneskju tíminn okkar. Gleðileg jól. n Jólalagaplast Lengri opnunartími Nettó verslana Nánari upplýsingar á netto.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.