Fréttablaðið - 03.01.2023, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.01.2023, Blaðsíða 22
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Álfhildur Pálsdóttir Garðavegi 12, Hvammstanga, lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 25. desember. Útförin fer fram frá Hvammstangakirkju föstudaginn 6. janúar kl. 13. Eggert Ó. Levy Valdís Eggertsdóttir Ingólfur Vignir Guðmundsson Páll Eggertsson Ragna Björk Georgsdóttir ömmubörn og langömmubörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jens Christian Sörensen Háaleitisbraut 41, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 28. desember sl. Útför hans verður gerð frá Garðakirkju á Álftanesi miðvikudaginn 11. janúar kl. 13. Heimir Örn Jensson Guðrún Friðriksdóttir Gottskálk Jensson Annette Lassen Árni Már Jensson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Tryggvi Arason sem lést á jólanótt 25. desember verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 6. janúar kl. 11. Ari Tryggvason Ólafía Daníelsdóttir Björn Jakob Tryggvason Erla Björk Steinarsdóttir Sigríður Kristín Tryggvadóttir Kári Tryggvason Rannveig Rúnarsdóttir barnabörn og langafabörn Kær bróðir, frændi og hjálparhella, Theódór Helgi Ágústsson múrari, Sléttuvegi 19, Reykjavík, lést 23. desember 2022. Útför fer fram frá Fossvogskirkju 3. dag janúar 2023 kl. 15. Blóm og kransar afþakkaðir en bent er á Flugbjörgunarsveitina, Reykjavík. Systkinin frá Mjóstræti 10 og fjölskyldur Ágústa Ágústsdóttir Torfi H. Ágústsson Geir Ágústsson Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892 Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað Sverrir Einarsson S: 896 8242 Jón G. Bjarnason S: 793 4455 Jóhanna Eiríksdóttir Útfararstofa Íslands www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararstofa Hafnarfjarðar www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Einar Hafsteinsson rafvirki, lést á heimili sínu 22. desember. Útförin fer fram 6. janúar í Kópavogskirkju kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Ljósið njóta þess. Ásrún Hauksdóttir Helga Rós Einarsdóttir Jónas Páll Marinósson Guðrún Ósk Einarsdóttir Tómas Bragi Kristjánsson Haukur Magnús Einarsson Snædís Arnardóttir Marinó Freyr, Ragnhildur Sóley, Freydís Lóa, Natalía Rós og Adrian Einar Í dag eru liðin 130 ár frá fæðingu J.R.R. Tolkien, höfundar Hob- bitans og Hringadróttinssögu. Verk Tolkien ollu straumhvörfum í ævintýrabókmenntum og lifa enn góðu lífi í poppkúltúr sam- tímans. arnartomas@frettabladid.is John Ronald Reuel Tolkien fæddist þann 3. janúar 1892 í smábænum Bloemfon- tein í Suður-Afríku. Foreldrar hans voru enskir en faðir hans, Arthur, hafði fengið þar  starf í útibúi bankans sem hann starfaði hjá. Foreldrarnir eignuðust annan son 1894 en móðir drengjanna, Mabel, fór með þá heim til Englands ári síðar. Arthur varð eftir í Bloemfontein en lést stuttu síðar eftir veikindi. Á Englandi kenndi Mabel drengj- unum sjálf og var Tolkien námsfús drengur. Hann lærði snemma að lesa og hafði sterkar skoðanir á þeim ævintýra- heimum sem hann kynntist í gegnum barnabókmenntir. Mabel lést árið 1904 og fluttu drengirnir þá til móðursystur sinnar í Birmingham. Þar kynntist Tol- kien stúlkunni Edith Bratt sem varð síðar eiginkona hans. Eftir að hafa byrjað að nema klassísk fræði við Exeter-háskólann í Oxford skipti Tolkien yfir í ensku og bók- menntir. Hann útskrifaðist frá skól- anum með fyrstu einkunn 1915. Fyrri heimsstyrjöldin hafði brotist út árið áður og fór Tolkien beint í æfingabúðir eftir útskrift og þaðan til Frakklands, en hann tók sér þó tíma til að giftast Edith áður en hann hélt út. Eftir fimm mánuði á vígstöðvunum var hann fluttur aftur til Englands vegna veikinda. Í holu í jörðinni … Eftir að stríðinu lauk vann Tolkien ýmis fræðastörf, meðal annars sem kennari. Það var snemma á fjórða áratugnum, þar sem hann var við störf í Pembroke- háskólanum að fara yfir ritgerðir, að hann fann auða síðu. Tolkien lýsti því síðar að hann hefði fengið skyndilegan innblástur og skrifað á síðuna orðin „Í holu í jörðinni bjó hobbiti“. Hann hófst í kjölfar handa við að skrifa Hobbitann sem gefinn var út 1937 og hlaut góðar viðtökur meðal lesenda og gagnrýn- enda. Framhaldið af Hobbitanum sem Tolkien hafði ætlað sér að skrifa varð þó talsvert umsvifameira. Drögin að handritinu breyttust oft og hafði Tol- kien lítinn tíma til að skrifa vegna starfa sinna og gafst hann einu sinni upp á verkefninu. Það var ekki fyrr en árið 1954 sem Föruneyti hringsins, fyrsti hluti Hringadróttinssögu, var gefið út. Þrátt fyrir blendnar viðtökur í fyrstu urðu bækurnar gríðarlega vinsælar og mótandi fyrir bókmenntasögu 20. aldar. Tolkien hélt áfram að skrifa og sendi frá sér fjölda bóka áður en hann lést 2. september 1973. Nokkur af ókláruðum verkum hans, á borð við Silmerilinn, voru síðar gefin út af fjölskyldu hans. Greiddi veg fantasíunnar „Tolkien byrjaði seint að skrifa bækurn- ar. Við undirbúningsvinnuna gerði hann alls konar glósur og ritgerðir sem voru nánast eins og bland í poka af sögum og goðsögnum víðs vegar frá Evrópu,“ segir Stefán Pettersson sem hefur verið for- fallinn aðdáandi verka Tolkien frá því að hann var barn. „Honum tókst að safna saman mjög miklu af efni um þennan stóra og metnaðarfulla heim sem varð hálfgerður neisti fyrir aðra höfunda til að hella sér í fantasíuna. Hann hafði rosaleg áhrif á það hvernig fólk hugsar um fantasíur.“ Bækur Tolkien hafa í gegnum árin verið nýttar í alls konar poppkúltúr á borð við ódauðlegan kvikmyndaþríleik Peter Jackson. Nýlega framleiddi Ama- zon þættina Rings of Power, dýrustu þáttaröð sem gerð hefur verið, sem féll misvel í kramið hjá fólki. „Ég held að svo lengi sem Tolkien estate er með puttana í þessu þá sé þetta í ágætis höndum,“ segir Stefán. „Mér leist að mörgu leyti vel á Rings of Power þótt þeir væru ekki fullkomnir. Þeir fóru nýja og sérstaka leið til að sækja í Tolkien- andann og ég veit að höfundar þeirra taka gagnrýni mjög alvarlega. Ég myndi segja að ég væri svona þokkalega bjart- sýnn á þetta.“ n Guðfaðir fantasíunnar Tolkien hafði mikinn áhuga á Íslandi og las Íslendingasögurnar. Fréttablaðið/Getty Tolkien byrjaði seint að skrifa bækurnar. Við undirbúningsvinnuna gerði hann alls konar glósur og ritgerðir sem voru nánast eins og bland í poka af sögum og goðsögnum víðs vegar frá Evrópu. Stefán Pettersson 14 Tímamót 3. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGURFréttablaðiðTímAmóT Fréttablaðið 3. janúar 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.