Morgunblaðið - 22.08.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.08.2022, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 2. Á G Ú S T 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 195. tölublað . 110. árgangur . KANSLARINN STENDUR HÖLLUM FÆTI VALUR ÁFRAM MIKLIR MÖGULEIKAR TIL VAXTAR FYRIR BORGARBYGGÐ MEISTARADEILDIN 27 STEFÁN BRODDI 10SCHOLZ 14 Andrés Magnússon Inga Þóra Pálsdóttir Skúli Halldórsson Tveir létust og einn er lífshættulega særður eftir skotárás á Blönduósi snemma í gær- morgun. Þar ruddist maður með haglabyssu inn á heimili hjóna á sextugsaldri þar í bæn- um, skaut konuna til bana en særði eigin- mann hennar lífshættulega. Sonur hjónanna, sem var þar af tilviljun gestkomandi um helgina, skarst þá í leikinn og réð árásar- manninum bana eftir því sem næst verður komist. Sonurinn var þar ásamt unnustu sinni og kornabarni þeirra, en það sakaði ekki. Þau voru yfirheyrð af lögreglu í gær vegna dauða árásarmannsins, en voru leyst úr haldi undir kvöld. Ekki gerð krafa um gæsluvarðhald Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, fékk maðurinn stöðu sakbornings en var látinn laus að loknum skýrslutökum, vettvangsrannsókn og öðrum rannsóknar- aðgerðum. Ekki þótti ástæða til þess að gera kröfu um gæsluvarðhald yfir honum. Lögreglan hefur annars varist allra frétta, enda málið fjölþætt, málsatvik snúin og rannsókn stendur enn yfir. Um eitt og annað hefur þó verið upplýst, annað hefur komið fram í máli vitna á Blönduósi og öðr- um heimildum, en af þeim brotum má draga ályktanir um atburðarásina í stórum drátt- um. Eftir því sem næst verður komist átti málið sér nokkurn aðdraganda. Hjónin sem urðu fyrir skotárásinni höfðu áður haft árás- armanninn í vinnu hjá fyrirtæki þar í bæn- um, sem þau veittu forstöðu. Hann mun hafa sóst eftir því að fá starfið aftur, en ver- ið sagt að búið væri að ráða annan í hans stað. Stóð til að svipta hann byssuleyfi í dag Fyrir nokkrum vikum kom árásarmað- urinn heim til hjónanna og hafði þá í hót- unum með haglabyssu. Maðurinn átti all- nokkur skotvopn, var skotveiðimaður, áhugamaður um skotfimi og með þjálfara- réttindi á því sviði. Hann var handtekinn vegna þeirra hótana og vopnalagabrota og vistaður á geðdeild, en lögregla lagði hald á öll skotvopn, sem hann var skráður fyrir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stóð til að svipta hann byssuleyfi í dag. Árásar- maðurinn, sem var 35 ára gamall, fékk lausn eða leyfi af geðdeild fyrir helgina, samkvæmt heimildum, sem Morgunblaðinu hefur ekki tekist að staðfesta. Hann virðist hafa orðið sér úti um haglabyssu með ein- hverjum hætti og kom í morgunsárið á sunnudag að heimili hjónanna. Atburða- rásin þar er ekki fyllilega ljós, en svo virð- ist sem hann hafi skotið og banað eiginkon- unni og síðan skotið eiginmanninn, sem er lífshættulega særður. Hann mun þó hafa reynt að bregðast til varnar af veikum mætti. Eftir sitja spurningar um hvers vegna árásarmanninum var hleypt út af geðdeild, þrátt fyrir að eiga við geðrænan vanda að etja, en eins beinist rannsókn lögreglu með- al annars að því hvar og hvernig hann gat orðið sér úti um skotvopn. Bæjarbúar eru harmi slegnir og hefur málið fengið mjög á íbúana. Sorg hvílir yfir bænum og hafa margir sjáanlega verið í áfalli. Þá streymdi fólk í Blönduóskirkju í gærkvöldi þar sem því var boðinn sálrænn stuðningur. Morgunblaðið/Hákon Sorg Íbúar Blönduóss streymdu í kirkju bæjarins í veðurblíðunni í gærkvöldi. Fáninn við kirkjuna var einn þeirra fjölmörgu sem dregnir höfðu verið í hálfa stöng eftir að tíðindi morgunsins bárust. HARMLEIKUR Í HÚNABYGGÐ - Tvö látin og einn lífshættulega særður eftir skotárás á Blönduósi - Árásarmaðurinn hafði verið vist- aður á geðdeild eftir fyrri hótanir - Sonur hjónanna lagði til atlögu og réð árásarmanninum bana MNauðungarvistanir… »6 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kveðst ekki geta tjáð sig um voðaverkið á Blönduósi að öðru leyti en því að votta hlutaðeigandi hlut- tekningu sína. Ráð- herra mun fara yfir málið er snýr að lög- gæslu og öryggi borgaranna með helstu embættismönnum sínum í dag og kynna ráðstafanir í framhaldi af því. „Það er margt sem þarf að athuga, svo sem vistunarúrræði, eftirlit með skotvopn- um og fleira,“ segir Jón í samtali við Morg- unblaðið. „Það er tímabært en má ekki ger- ast í neinu óðagoti.“ Þarf að athuga vistunarúrræði DÓMSMÁLARÁÐHERRA Jón Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.