Morgunblaðið - 22.08.2022, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.08.2022, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2022 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . 595 1000 www.heimsferdir.is Alicante Flug aðra leið til 8.900 Flug aðra leið frá Flugsæti Fyrsta Menningarnóttin í þrjú ár var haldin um helgina og eflaust margur borgarbúinn farinn að hlakka til að fá að fara niður í miðbæ til að hlusta á góða tónlist og hitta vini og vandamenn. Haldið var í hefðina og hófst dag- urinn á Reykjavíkurmaraþoninu en formleg dagskrá hófst svo með ávarpi Einars Þorsteinssonar for- seta borgarráðs við Hörpu og var opnunaratriði í kjölfarið. Þar mátti sjá tónlistina fljúga af þaki hússins. Jón Jónsson, tónlist- armaðurinn kunni, flutti lag á gít- arinn sinn meðan hann sveif niður af þakinu og til fólksins fyrir neðan auk þess sem leikarinn Níels Thib- aud Girerd brá sér í líki hljómsveit- arstjóra frá klassíska tímabilinu og fór sömu leið. Fjöldi annarra atriða tók við inni í Hörpu, meðal annars Hringleikur, við tröppurnar í hús- inu. Fólk hafði úr mörgu að velja um alla borg og náði kvöldið ákveðnum hápunkti við rúsínuna í pylsuend- anum; sjálfa flugeldasýninguna. Menningarnótt loksins haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur eftir langt hlé sökum takmarkana Hangið og flogið í Hörpu Morgunblaðið/Ari Páll Sirkus Hringleikur sýndi sirkussýningu inni í Hörpu. Brá mörgum ungum áhorfendum í brún þegar þessi lét sig detta úr nokkurra metra hæð. Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Jóhannes Svavar Rúnarsson fram- kvæmdastjóri Strætó segir að þrátt fyrir háværa gagnrýni í garð fyrir- tækisins á samfélagsmiðlum hafi í heildina gengið vel að ferja fólk nið- ur í bæ á Menningarnótt. Margir hverjir kvörtuðu sáran yfir því að vagnar væru ýmist of fáir, of seinir eða keyrðu oftar en ekki fram hjá fólki. Frítt var í vagnana á laug- ardaginn var, sem er hefð sem Jó- hannes segir að megi mögulega yfirfæra á fleiri hátíðisdaga. „Jú, svona heilt yfir held ég að þetta hafi gengið bara vel. Það auð- vitað komu upp tilvik þar sem vagnarnir voru fullir og gátu ekki tekið alla farþega, en við reyndum að sjá til þess að það kæmu auka- vagnar mjög fljótlega,“ segir Jó- hannes. Miðað við reynslu fyrri ára hafi verið ákveðið að einblína á ákveðnar leiðir. „Svo voru bara fleiri leiðir að fyllast þannig að það tók smátíma að koma aukavagni á.“ Ljóst sé að margir hafi ákveðið að nýta sér þjónustuna á laugardaginn var. Fjöldi fólks var svekktur og furð- aði sig á því að það sem þeim sýnd- ust hálftómir vagnar stoppuðu ekki fyrir fólki heldur keyrðu fram hjá fullum strætóskýlum. Jóhannes segir bókað mál að vagnstjórar myndu ekki gera fólki slíkan óleik. „Þeir stoppuðu alltaf ef það var pláss í vögnunum. Það er alveg bókað mál,“ segir hann og bendir á að barnavagnar hafi verið margir í vögnunum. Jóhannes segir að í raun hafi all- ur starfskrafturinn sem var í boði verið kallaður út. „Við vorum í raun með allan okkar flota úti sem við gátum mannað.“ Þá áréttar hann að alltaf sé eitt- hvað sem hægt sé gera betur, og fyrirtækið muni funda um það í komandi viku. Til að mynda hefðu fleiri mátt nýta sér skutlþjónustu sem fyrir- tækið var með í Laugardalnum og niður í bæ. „Strætóar keyrðu stans- laust þarna á milli og það voru ennþá pláss á bílastæðunum þar.“ Spurður hvernig næturaksturinn hafi gengið, nú mánuði eftir að hon- um var komið á laggirnar að nýju, segir Jóhannes að eftir því sem hann best viti hafi hann gengið ágætlega. „Þetta er tilraunaverkefni út september og það verður metið, í ljósi reynslunnar, hvort ástæða sé til að halda þessu áfram. Ég veit að það er mikill vilji til þess.“ Spurður hvers vegna ákveðið hafi verið á sínum tíma að láta síð- ustu ferð fara upp úr kl. 3.30, um klukkustund áður en síðustu skemmtistöðum er lokað og há- annatími hefst, segir hann að það hafi í raun verið meðvituð ákvörð- un. Lögregla hafi veitt þeim ráð- gjöf þegar verkefnið fór af stað fyr- ir nokkrum árum. „Auðvitað heyrir maður það að því lengra sem líður á nóttina, því erfiðara verður ástandið.“ Barnavagnar hafi fyllt vagnana Morgunblaðið/Valli Strætó Frítt var í strætó á laugardaginn var vegna Menningarnætur. - Gengið vel þrátt fyrir gagnrýni - Mikil aðsókn í strætó á Menningarnótt - Allt tiltækt lið kallað út - Meðvituð ákvörðun að næturstrætó hætti akstri fyrir háannatíma - Staðan verður endurmetin Mögulegt er að það hlaupi úr Hafrafellslóni á næstu dögum eða vikum, lóni sem liggur við vest- anverðan Langjökul. Yrði það þriðja hlaupið úr lóninu á þremur árum. Kristrún Snorradóttir, sem býr og rekur veitingastað nær Hvítá, býst ekki við að hlaupið muni hafa teljandi áhrif á líf eða starf fólks á svæðinu. „Ég varð vitni að flóðinu síðast. Það náttúrlega drap svolítið af fiskum og hafði áhrif að því leyti að það var sandur uppi á eyrum sem fór svo að fjúka þegar það þornaði en það hafði engin áhrif á daglegt líf fólks, þannig séð, held ég.“ Hún segist ekki áhyggjufull og kveðst ekki búast við að aðrir séu það heldur. Flestum túnum sé borgið, sandfokið sé pirrandi, en það gangi yfir. „Hún er yfirleitt í bökkum þarna áin. Það er helst þarna upp frá þar sem hún færi yfir eyrar.“ Kristrún segir hlaupið því lík- legast ekki koma til með að hafa áhrif á hennar afkomu og senni- lega ekki annarra á svæðinu held- ur. „Þetta hefur engin áhrif á rekst- urinn hjá mér annað en það að það koma fúlir túristar og skamma starfsfólk hjá mér vegna þess að áin er ekki eins tær og þeir hafa séð á myndum af svæðinu,“ segir Kristrún létt í lundu. „Það er auð- vitað leiðinlegt ef það eru ein- hverjir fiskar að drepast en þetta hefur engin áhrif á afkomu neins held ég. Ekki nema þetta verði miklu stærra. En lónið er svipað núna og það var þegar það hljóp í fyrra.“ ari@mbl.is Býst ekki við að hlaupið muni hafa mikil áhrif - Sandfokið pirrandi en gangi yfir - Svekktir ferðamenn Ljósmynd/Loftmyndir ehf. Lón Mynd af lóninu í gærmorgun sýndi engin merki um hlaup.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.