Morgunblaðið - 22.08.2022, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 22.08.2022, Qupperneq 9
Ljósmynd/Róbert Daníel Jónsson Bolafjall Huggulegt sólsetur. Stefnt er að formlegri opnun útsýn- ispallsins á Bolafjalli 1. september næstkomandi. Pallurinn var byggður utan í fjallinu í fyrra og hefur fólk get- að nýtt sér hann í sumar eftir að veg- urinn upp á fjallið var opnaður. Frá því seint á níunda áratugnum hefur verið hægt að keyra upp á fjallið á sumrin og njóta útsýnisins. Í sumar hefur fólk getað farið upp á Bolafjall eins og áður en pallurinn hefur ekki formlega verið tekinn í notkun enda ekki öllum frágangi lokið á svæðinu. „1. september er stóri dagurinn. Það vill svo vel til að þann dag ætlar ríkisstjórn Íslands að halda ríkis- stjórnarfund fyrir vestan,“ sagði Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolung- arvík, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. „Þá verður allt tilbúið og Skipulagsstofnun og Húsnæðismann- virkjastofnun verða búin að taka framkvæmdina út.“ Að sögn Jóns Páls eru nú fram- kvæmdir á Bolafjalli sem tengjast meðal annars frágangi á svæðinu nærri pallinum. „Segja má að nú sé unnið að því að ganga frá öryggisat- riðum en einnig frágangi á útlitsatrið- um. Framkvæmdir við bílastæði og göngustæði sem dæmi. Grindverk var sett til bráðabirgða og hægt verður að fjarlægja það þegar búið er að ljúka öryggismálunum. Þetta snýst aðal- lega um að tryggja fráganginn við fjallsbrúnina og pallinn sjálfan. Að tryggja að ekki verði gat á milli sem gæti skapað hættu.“ Sprunga kom í eitt glerið á pall- inum eftir veturinn og verður nú einn- ig gert við það. „Veturinn var snjóþungur þarna uppi og á pallinum voru fimm til sex metrar af snjó. Ekki var hægt að fá betra álagspróf. Snjór var einnig al- veg fremst á pallinum og því lagðist mikill snjór á fremsta glerið. Það stóðst álagið og brotnaði ekki. Ein- ungis kom sprunga í fremra glerið þrátt fyrir mörg hundruð tonna þrýst- ing,“ sagði Jón en tvöfalt gler er á pallinum með filmu á milli. kris@mbl.is Unnið að frágangi á Bolafjalli - Stefnt að formlegri opnun útsýnispallsins hinn 1. september - Verða ráðherrarnir viðstaddir? FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2022 HJÓLAÐU Í SKÓLANN EITTMESTA ÚRVAL LANDSINS AF REIÐ- OG RAFHJÓLUM ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA MARLIN5 Frábært fjölnota hjól Álstell - 24 gírar Vökva diskabremsur Læsanlegur dempari Gunmetal TREK Black 129.990 kr. DS2 Frábært fjölnota hjól Álstell - 24 gírar Vökva diskabremsur Matte Dnister Black 109.990 kr. FX2Disc Frábært fjölnota hjól Álstell, 16 gírar Vökvabremsur Lithium Grey Chrome 114.990 kr. Skoðaðu úrvalið á www.orninn.is Sendum hvert á land sem er fyrir 2.990 (verð fyrir eitt reiðhjól) FAXAFEN 8 - SÍMI 588 9890 Fleiri litir í boði Þrír voru handteknir og vistaðir í fangageymslu vegna árásar með hníf sem átti sér stað um klukkan hálfþrjú aðfaranótt sunnudags á Lækjartorgi í miðborg Reykjavík- ur. Einn þeirra sem handteknir voru er undir 18 ára aldri. Hinir tveir eru á nítjánda ári. Þetta stað- festir Margeir Sveinsson aðstoðar- yfirlög- regluþjónn í samtali við mbl.is. Fleiri liggja undir grun um að hafa átt sök í málinu. Fórn- arlömbin eru ekki í lífshættu, en annar þeirra sem ráðist var á liggur inni á slysadeild til aðhlynningar. Margeir segir augljóst að vopnaburður sé meiri hér á landi en áður, og þá sérstaklega í mið- bænum. Bendir hann meðal annars á að hann hafi ekki lengur tölu á því hversu margar hnífaárásir hafi átt sér stað síðastliðið ár. „Þetta er orðið eitt af því sem við eigum alltaf von á, en það eru auðvitað mestu líkurnar á svona árásum þegar fólk er að djamma.“ Þó nokkrir ofurölvi Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á Menningar- nótt en fangageymslur voru yfir- fullar og lögregla þurfti að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Auk hnífstunguárásarinnar komu fjölmörg mál á borð lögreglu á sunnudagsnótt en mikið var um ölvun og fólk í annarlegu ástandi eftir hátíðahöldin fyrr um daginn. Þó nokkrir voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Lögregla ók einnig heim fólki sem var ofurölvi. logis@mbl.is Hnífaárás á Menn- ingarnótt - Tveir stungnir í miðbænum Margeir Sveinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.