Morgunblaðið - 22.08.2022, Síða 13

Morgunblaðið - 22.08.2022, Síða 13
AFP/John Wessels Íbúar Afríkuríkisins Angóla ganga að kjörborðinu í vikunni til að kjósa forseta. Joao Lourenco, núverandi forseti og leiðtogi Frelsisfylking- arinnar (MPLA), sækist eftir endur- kjöri en flokkurinn hefur verið við stjórnvölinn í Angóla síðan landið fékk sjálfstæði árið 1975. Þótt almennt sé búist við að Lourenco nái kjöri hefur vatnað undan flokknum að undanförnu og loforð um bættan hag landsmanna hafa ekki verið efnd. Hefur stuðn- ingur við Adalberto Costa, leiðtoga UNITA, sem er stærsti sjórnarand- stöðuflokkurinn, farið vaxandi. Um 33 milljónir manna búa í Angóla, flestir í höfuðborginni Lu- anda þar sem þessi mynd var tekin um helgina. Þar af eru um 14 millj- ónir skráðir kjósendur. Forseta- kosningar í Angóla FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2022 Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is Njótið sumarsinsHeilbrigðisráðuneytið í Sómalíu staðfesti í gær að minnst 21 hefði fallið og 117 særst í árás og umsátri Al-Shabaab-hryðjuverkahópsins á Hayat-hótelið í Mogadishu. Hótelið varð fyrir miklum skemmdum í árásinni, sem hófst á föstudagskvöldið þegar sjálfsvígs- sprengjumaður réðst á inngang hót- elsins. Gerðu þá hryðjuverkamenn úr Al-Shabaab-hópnum áhlaup á hótelið með skotvopnum, en lög- reglulið borgarinnar sendi þegar í stað vopnað lið til hótelsins. Tók við umsátur, sem stóð yfir í um 30 klukkutíma, eða allt þar til síðasti hryðjuverkamaðurinn var felldur. Hluti hótelsins hrundi eftir árás- ina og var óttast að fólk væri grafið undir rústunum. Öryggissveitir og björgunarlið fóru í gær yfir rústir hótelsins, og leituðu þar bæði að eft- irlifendum og mögulegum gildrum sem hryðjuverkamennirnir kynnu að hafa skilið eftir í hótelinu. Abdi Hassan Mohamed Hijar, lög- reglustjóri í Mogadishu, sagði í gær að mestallt mannfallið hefði orðið á fyrstu stigum árásarinnar, og að tek- ist hefði að bjarga 106 manns meðan á umsátrinu stóð. Sagði Hijar að ör- yggissveitir hefðu þá farið á milli herbergja til að reyna að bjarga gestum hótelsins. Hassan Sheikh Mohamud forseti Sómalíu tók við embætti í júní síðast- liðnum, og er þetta stærsta árásin sem gerð hefur verið frá valdatöku hans. Mohamud hefur á stefnuskrá sinni að bæla niður uppreisn Al- Shabaab-hópsins, en hún hefur stað- ið yfir í fimmtán ár. Hópurinn er sagður tengdur Al Kaída-hryðjuverkasamtökunum, og hafa bandamenn sómalskra stjórn- valda, þar á meðal Bandaríkin, Bret- land og Tyrkland, fordæmt árásina. Bandaríkjaher felldi fyrr í mánuðin- um 13 vígamenn samtakanna í loft- árás. AFP Sómalía Lögreglumaður bendir við hótelið í miðju umsátrinu. 21 látinn eftir árás á hótel - Samtökin sögð tengjast Al Kaída Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Volodimír Selenskí Úkraínuforseti varaði við því í gær að Rússar gætu gripið til sérstaklega „grimmilegra“ voðaverka í vikunni sem nú er að hefjast, þar sem stefnt er að því að Úkraínumenn fagni 31 árs sjálfstæðisafmæli sínu á miðvikudaginn. Yfirvöld í Kænugarði hafa sett á samkomubann í vikunni, og borg- aryfirvöld í Karkív hafa tilkynnt að útgöngubann verði í gildi á mið- vikudaginn, þegar sjálfstæðisdag- ur Úkraínu fer fram. Þá verður einnig liðið hálft ár frá því að inn- rás Rússa hófst. „Rússland gæti reynt að gera eitthvað sérstaklega ógeðfellt, sér- staklega grimmt,“ varaði Selenskí við í ávarpi sínu að kvöldi laugar- dags og bætti við að eitt af lykil- markmiðum Rússa væri að niður- lægja Úkraínumenn og sá fræjum ótta og átaka meðal þeirra. „Við verðum að vera nægilega sterk til að standast allar ögranir,“ sagði Selenskí og hét því að Rúss- ar myndu fá að gjalda voðaverk sín í Úkraínu dýru verði. Dúgín talinn skotmarkið Ávarp Selenskís kom sama dag og fréttir bárust frá Moskvu um að Daría Dúgína, dóttir harðlínu- mannsins Alexanders Dúgín, hefði dáið eftir að sprengja sprakk í bif- reið hennar á þjóðveginum um 40 kílómetrum frá Moskvu. Dúgín hefur stundum verið kall- aður „hugmyndafræðingur Pút- íns“, þar sem hann hefur skrifað bækur, þar sem kallað er eftir því meðal annars að Rússland nái alla leið frá Dyflinni á Írlandi og til Vladivostok á Kyrrahafsströnd- inni. Áhrif Dúgíns á stjórnarstefnuna hafa þó ekki verið talin mikil og er því orðum aukið að kalla hann sér- stakan hugmyndafræðing rúss- neskra stjórnvalda. Talið er að Dúgín hafi verið skotmark þeirra sem sprengdu upp bifreiðina, Toyota Land Cruis- er, þar sem hann átti hana, og Daría mun hafa fengið bílinn lán- aðan á síðustu stundu áður en sprengjan sprakk. Dúgína var blaðamaður og kom hún fram opinberlega í sjónvarpi sem sérstakur stuðningsmaður innrásarinnar. Var hún sett á svartan lista breskra stjórnvalda í júlí fyrir að dreifa rangfærslum um Úkraínustríðið. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð sinni á sprengingunni, en rússnesk stjórnvöld hafa kennt Úkraínumönnum um. Stjórnvöld í Kænugarði hafa hins vegar þver- tekið fyrir að hafa viljað ráða Dúg- ín eða dóttur hans af dögum. Míkhaíló Podolíak ráðgjafi Sel- enskís sagði það af og frá að Úkra- ínumenn hefðu staðið að baki sprenginginni. „Við erum ekki glæparíki,“ sagði Podolíak. Óttast grimmileg voðaverk í vikunni - Úkraínumenn fagna 31 árs sjálfstæðisafmæli á miðvikudaginn - Þá verða einnig sex ár liðin frá upp- hafi innrásarinnar - Úkraínumenn neita að hafa fellt dóttur rússnesks öfgamanns með bílsprengju AFP/Rannsóknarnefnd Rússlands Bílsprengja Rannsóknarmenn á vegum Rannsóknarnefndar Rússlands skoða hér brak úr bifreiðinni sem Daría Dúgína var á þegar hún var myrt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.