Morgunblaðið - 22.08.2022, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kenía getur
ekki, enn
sem komið
er að minnsta kosti,
talist fyrirmynd á
sviði lýðræðis á
heimsvísu. Í Afr-
íku, ekki síst gagnvart ná-
grönnum sínum, er Kenía þó til
fyrirmyndar og hefur tekist að
skipta um valdhafa með lýðræð-
islegum hætti í nokkur skipti í
röð, sem því miður er óvenju-
legt í þessum heimshluta. Því
verður þó ekki haldið fram að
þetta gerist allt með fullkom-
lega friðsamlegum hætti, hvað
þá óumdeildum, en Kenía virð-
ist þó á réttri leið og dómstólar
landsins hafa haldið þegar á
hefur reynt, sem hefur mikla
þýðingu þegar lýðræði og
réttarríki eru annars vegar.
Þegar niðurstöður lágu fyrir
í nýafstöðnum forsetakosn-
ingum í Kenía vakti það athygli,
að William Ruto, varaforseti
landsins, var sagður hafa unnið
þær með um 50,5% atkvæða,
þrátt fyrir að helsti andstæð-
ingur hans, Raila Odinga, hefði
fengið óvænta stuðningsyfirlýs-
ingu fyrr í sumar frá Uhuru
Kenyatta forseta landsins.
Kenyatta og Odinga höfðu
áður elt grátt silfur saman í for-
setakosningunum árið 2013 og
2017, þar sem Kenyatta bar sig-
ur úr býtum í bæði skiptin. Árið
2017 kærði Odinga niðurstöðu
kosninganna, og ákvað hæsti-
réttur landsins að ógilda þær og
fyrirskipa nýjar. Odinga ákvað
hins vegar að bjóða sig ekki
fram í uppkosningunum, en sú
ákvörðun virðist hafa markað
upphafið að sögulegum sættum
á milli hans og Kenyatta, sem
hafði misst traust á eigin vara-
forseta.
Framkvæmd kosninganna að
þessu sinni virðist hafa verið að
mestu í lagi, en það
vekur þó óneitan-
lega athygli að fjór-
ir af sjö kjörstjórn-
armönnum vildu
ekki skrifa upp á
lokatalninguna,
sem færði Ruto sigurinn. Þá
höfðu stuðningsmenn Odinga
truflað talningu á einum stað,
þar sem þeir sökuðu talninga-
menn þar um að hafa rangt við
og uppþot urðu þegar niður-
staðan var tilkynnt. Eftir-
litsaðilar hafa þó sagt að þeir
telji niðurstöðuna að mestu
rétta að þessu sinni, en fjöl-
miðlum og mannréttinda-
samtökum var í fyrsta sinn gef-
ið færi á að fylgjast með.
Odinga, sem samkvæmt
kynntri niðurstöðu hefur nú
tapað fimm forsetakosningum í
röð, segist ætla að kæra niður-
stöðuna til hæstaréttar lands-
ins. Engin leið er að segja til
um hvort rétturinn muni ógilda
þær líkt og 2017 eða hvernig
uppkosning myndi fara. Það
skiptir hins vegar miklu fyrir
réttarríkið og framþróun lýð-
ræðisins í Kenía, ef fylking-
arnar fella sig við niðurstöðu
réttarins líkt og fyrir fjórum
árum.
Það hvernig úr spilast skiptir
líka miklu utan landamæra
Kenía. Landið hefur, þrátt fyrir
hörð pólitísk innri átök, um ára-
bil verið tákn stöðugleika í
þessum heimshluta þar sem
blóðug átök eru tíð. Og Kenía
hefur unnið með Vesturlöndum,
einkum Bandaríkjunum, í bar-
áttunni við hryðjuverka-
samtökin al Shabaab og al
Kaída, en þau hafa látið mjög til
sín taka í nágrannaríkinu Sóm-
alíu, meðal annars um nýliðna
helgi þegar á þriðja tug féllu í
árás al Shabaab á hótel í höf-
uðborginni Mogadishu.
Deilt er um niður-
stöðu kosninga en
vonandi er lýðræðið
á réttri leið}
Lýðræðið í Kenía
Allt bendir til að
Kristrún
Frostadóttir þing-
maður Samfylking-
arinnar verði for-
maður flokksins á
landsfundi hans í
haust. Eftir enn einn kosningaó-
sigurinn í borginni ákvað Dagur
B. Eggertsson að láta ekki á
stuðninginn reyna að þessu
sinni.
Kristrún segir Samfylk-
inguna eiga „að vera leiðandi afl
á Íslandi þegar kemur að því að
stunda jákvæða pólitík“, sem
yrðu mikil umskipti ef gengi eft-
ir, sem koma mun í ljós á næst-
unni.
Hún fann meðal annars að
stöðu heilbrigðismála og ann-
arra velferðarmála en færði
ekki fram aðrar lausnir en að
ekki hefði verið vilji til að fjár-
magna þessa málaflokka. Þetta
er sérkennilegur
málflutningur í ljósi
þróunar útgjalda
málaflokkanna en
verður varla túlk-
aður á annan hátt
en að væntanlegur
nýr formaður Samfylkingar-
innar vilji fara gamaldags leið
skattahækkana og útgjalda-
vaxtar til að leysa vandann.
Íslensk stjórnmál og Sam-
fylkingin sjálf mega vel við því
að Samfylkingin nálgist um-
ræðuna á nýjan hátt og skilji sig
frá systurflokkum sínum sem
hafa líkt og Samfylkingin ein-
beitt sér að því að hafa ekkert
fram að færa nema innantóma
neikvæðni. Til að svo megi verða
þarf þó hinn nýi frambjóðandi
og flokkurinn í heild sinni að
leggja fram innihaldsríkari og
uppbyggilegri áherslur en fram
hafa komið.
Eru aukin útgjöld
og skattahækkanir
nýlunda hjá
Samfylkingu?}
Verður pólitíkin jákvæðari?
N
ú eru liðnir nákvæmlega fimm
mánuðir frá því að fjármála-
ráðherra seldi aftur eignarhluti
ríkisins í Íslandsbanka. 22. mars
2022 var 22,5% hlutur seldur í
Íslandsbanka með 2,25 milljarða afslætti til 207
fjárfesta. Salan fór fram með svokölluðu til-
boðsfyrirkomulagi sem er sérstaklega miðað að
hæfum fagfjárfestum en ekki almennum fjár-
festum. Í stuttu máli þýðir það að útboðið er
ekki opið og aðgengilegt öllum. Þetta er mikil-
vægt.
Fljótlega komu í ljós mjög alvarlegar vís-
bendingar um að margt hefði farið úrskeiðis í
söluferlinu. Á nefndarfundum í kjölfarið kom
fram að mismunandi kaupendur hefðu verið
skertir mismikið, kaupendur fengu ekki að
kaupa eins mikið og þau vildu á því verði sem
þau buðu. Eins og þingmaður VG í efnahags- og við-
skiptanefnd sagði, þá bjuggust allir við því að það væri
verið að selja kjölfestufjárfestum. Kynningarnar fyrir
bæði fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd voru
þannig.
Það var búist við því að það væru lífeyrissjóðir og aðrir
stórir aðilar sem myndu kaupa með það að markmiði að
verða endanlegir eigendur bankans þegar ríkið losaði sig
við afganginn af hlutabréfum sínum í honum. Þótt lífeyr-
issjóðir hafi keypt mest í þessu útboði þá fengu þeir minna
en þeir buðu og stórum hópi smærri fjárfesta var hleypt
inn í söluferlið með afslætti, þar á meðal föður fjármála-
ráðherra.
Nú hefur fjármálaráðherra sagt að hann
hafi ekki vitað að faðir hans væri meðal kaup-
enda og viðurkennir hann þar vanrækslu. Í
lokuðu útboði verður ráðherra að vita hvort
hann sé að selja tengdum aðilum því það er
ekki til skýrara dæmi um spillingu en að selja
ættingjum ríkiseigur, hvað þá á afslætti.
Skortur á þekkingu er engin afsökun, því það
er skylda ráðherra að ganga úr skugga um
hæfi sitt til þess að taka svona ákvörðun.
Ef ráðherra vissi þetta raunverulega ekki
vanrækir hann starf sitt. Ef ráðherra vissi að
faðir hans var kaupandi er það spilling. Vand-
inn er að við komumst örugglega aldrei að því
um hvort brotið er að ræða. Annað hvort er
það. Hjá því verður ekki komist. Svo mikið er
skýrt í stjórnsýslulögum.
Við höfum margoft séð ráðherra stíga til
hliðar, til dæmis þegar umsækjendur um embætti eru
skyldmenni ráðherra. Það gæti aldrei gerst að ráðherra
myndi skipa föður sinn sem embættismann og ef það gerð-
ist þá væri aldrei hægt að segja að ráðherra hefði bara
ekki vitað að hann væri að skipa föður sinn í embætti.
Þetta vita allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar. Þetta vita
allir þingmenn ríkisstjórnarinnar. Það er alveg klárt að
ráðherra er vanhæfur til þess að ráða föður sinn í vinnu og
hann er vanhæfur til þess að selja föður sínum ríkiseigur.
Það er merkilegt að ríkisstjórnin þurfi einhverja skýrslu
til þess að segja það en þannig virkar samtryggingin.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Að selja ríkiseign
Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
N
okkur titringur er nú í
þýskum stjórnmálum
vegna Warburg-málsins
svonefnda, en það snýst
um möguleg undanskot á fjár-
magnstekjuskatti vegna hlutafjár-
kaupa árið 2016. Þykir Olaf Scholz
Þýskalandskanslari standa höllum
fæti vegna málsins, en spurningar
hafa vaknað um þátt hans þegar
hann var borgarstjóri í Hamborg ár-
ið 2016, og hvort hann hafi átt þátt í
að koma í veg fyrir að Warburg-
bankinn yrði að endurgreiða stjórn-
völdum.
Málið er hluti af mun stærra
hneyksli, sem kennt er við svokölluð
Cum-Ex-viðskipti, en það er latína
fyrir „með“ og „án“. Nafngiftin felur
í sér að viðskipti með hlutabréf voru
gerð skömmu fyrir ákveðinn skila-
dag, og sóttu bæði kaupendur og
seljendur bréfanna um skattaafslátt
á arðgreiðslum vegna hlutabréf-
anna, jafnvel þótt einungis annar að-
ilinn ætti rétt á þeim.
Málið er viðamikið og teygir
anga sína víða um Evrópu, en um-
fangsmikill leki á skjölum árið 2018
sýndi að nokkrir af stærstu bönkum
heims höfðu tekið þátt í að nýta sér
gloppur í skattareglum nokkurra
Evrópuríkja til þess að svíkja um 55
milljarða evra út úr ríkissjóðum
þeirra, eða sem nemur um 7.700
milljörðum króna.
Hefur nú þegar fjöldi fólks ver-
ið sóttur til saka vegna Cum-Ex-
hneykslisins, þar á meðal banka-
menn, hlutabréfasalar, lögfræðingar
og fjármálaráðgjafar. Þá þurfti
Warburg-bankinn á endanum að
borga til baka tugi milljóna evra,
vegna þrýstings frá þýsku ríkis-
stjórninni undir stjórn Angelu
Merkel.
Neitar óeðlilegum afskiptum
Þingið í Hamborg rannsakar nú
hvers vegna fjármálaeftirlit borg-
arinnar ákvað árið 2016 að hætta við
tilraun til þess að fá M.M. Warburg-
bankann til þess að endurgreiða um
47 milljónir evra sem bankinn hafði
fengið með Cum-Ex-viðskiptum sín-
um. Scholz var þá borgarstjóri, og
hefur hann verið sakaður um að hafa
átt þátt í ákvörðuninni um að láta
kyrrt liggja.
Scholz bar því vitni á föstudag-
inn í annað sinn fyrir rannsóknar-
nefnd þingsins, og var kanslarinn
spurður þar út í ýmsa fundi sem
hann hafði átt með forystu bankans
sem og fjármálaeftirlitsins á þessum
tíma, en hann hafði viðurkennt í
fyrri yfirheyrslu að hafa haldið þá
fundi.
Scholz las í upphafi yfirlýsingu
þar sem hann ítrekaði að hann hefði
ekki átt neinn þátt í ákvörðuninni
um að hætta við að krefja Warburg
um endurgreiðslu. Kanslarinn bar
hins vegar við minnisleysi þegar
hann var spurður út í þrjá fundi sem
hann hafði átt með Christian Olear-
ius og Max Warburg, helstu hlut-
höfum bankans, árin 2016 og 2017.
Olearius hafði hins vegar sagt
að Scholz hefði ráðlagt sér eftir
fyrsta fund þeirra árið 2016 að skrifa
bréf til Peters Tschentscher, núver-
andi borgarstjóra Hamborgar og
þáverandi fjármálaráðherra borgar-
innar, og segja þar að það væri
óréttlátt ef bankinn yrði að end-
urgreiða þær 47 milljónir evra sem
hann hafði fengið í skattaafslátt.
Minnisglöpin ótrúverðug
Kristilegir demókratar, bæði í
Hamborg og á landsvísu, hafa átt
erfitt með að fella sig við þær skýr-
ingar, sem Scholz gaf þingnefndinni
á föstudaginn. Þannig sagði Dennis
Thering, leiðtogi kristilegra í Ham-
borg, að „umfangsmikil minnisglöp“
Scholz væru einfaldlega ótrúverðug
og sýndu að kanslarinn hefði engan
áhuga á að skýra út þær spurningar
sem komið hefðu upp við rannsókn
Warburg-málsins. „Hvernig getur
hann sagt að engin pólitísk afskipti
hafi verið af málinu, ef hann man
ekki minnsta hlut af því sem gerð-
ist?“ spurði Thering í yfirlýsingu
sem hann birti í gær.
Thering kallaði þó ekki eftir af-
sögn Scholz eða Tschentschers
vegna málsins í gær, en sumir af
flokksfélögum hans hafa lýst því yfir
að þeir telji málið varða afsögn.
Þá hafa kristilegir demókratar
á Sambandsþingi Þýskalands kallað
eftir því að fjármálanefnd þingsins
komi saman og haldi sérstakan fund
um málið.
Mathias Middelberg, varafor-
maður þingflokks kristilegra, sagði í
gær að efasemdir um trúverðugleika
Scholz færu vaxandi með hverjum
deginum. „Kanslarinn vill ekki muna
neitt stundinni lengur. Á sama tíma
koma fram frekari gögn sem gefa til
kynna pólitísk afskipti af Warburg-
málinu,“ sagði Middelberg í yfirlýs-
ingu sinni.
Scholz hefur nú þegar mátt þola
harða gagnrýni á stuttri kanslaratíð
sinni, einkum hvað varðar meinta
tregðu hans til þess að senda þunga-
vopn og stuðning til Úkraínu. War-
burg-málið bætist ofan á þá gagn-
rýni, og er hætt við að það muni
liggja eins og mara á Scholz, sama
hver framvinda rannsóknarinnar
verður.
Titringur eykst vegna
Warburg-málsins
AFP/Daniel Bockwoldt
Warburg-málið „Olaf Scholz – vitni“ stendur á miða við sætið þar sem
Scholz bar vitni fyrir rannsóknarnefnd Hamborgarþingsins á föstudaginn.