Morgunblaðið - 22.08.2022, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 22.08.2022, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2022 Besta deild karla ÍA – ÍBV.................................................... 2:1 Stjarnan – KA........................................... 2:4 Staðan: Breiðablik 17 12 3 2 44:21 39 KA 18 11 3 4 38:20 36 Víkingur R. 16 9 4 3 37:24 31 Valur 17 9 3 5 35:26 30 Stjarnan 18 7 7 4 36:33 28 KR 17 6 7 4 25:23 25 Keflavík 17 6 4 7 29:29 22 Fram 17 5 7 5 35:36 22 ÍBV 18 3 6 9 26:36 15 FH 17 2 5 10 17:32 11 ÍA 18 2 5 11 17:41 11 Leiknir R. 16 2 4 10 14:32 10 2. deild karla Höttur/Huginn – Haukar ........................ 2:1 KF – Ægir................................................. 2:2 Magni – Víkingur Ó.................................. 3:3 Njarðvík – Völsungur .............................. 3:0 ÍR – KFA .................................................. 4:1 Þróttur R. – Reynir S............................... 3:1 Staðan: Njarðvík 18 15 1 2 52:16 46 Þróttur R. 18 12 3 3 40:24 39 Völsungur 18 9 5 4 38:28 32 Ægir 17 9 3 5 30:28 30 Höttur/Huginn 18 6 6 6 32:26 24 Haukar 17 6 6 5 26:21 24 ÍR 18 6 5 7 27:29 23 KF 18 4 7 7 32:39 19 Víkingur Ó. 18 4 6 8 33:37 18 KFA 18 5 3 10 30:46 18 Reynir S. 18 2 5 11 16:37 11 Magni 18 2 4 12 19:44 10 3. deild karla Dalvík/Reynir – KFS ............................... 5:0 Elliði – Sindri ............................................ 1:3 Kormákur/Hvöt – Víðir ........................... 1:3 Staðan: Sindri 17 10 4 3 38:22 34 Dalvík/Reynir 17 11 1 5 40:25 34 Víðir 17 9 5 3 33:19 32 KFG 17 9 5 3 35:22 32 KFS 17 8 2 7 32:39 26 Kári 17 7 3 7 29:30 24 Augnablik 17 6 6 5 22:24 24 Elliði 17 6 3 8 29:33 21 Kormákur/Hvöt 17 6 2 9 30:31 20 ÍH 17 4 2 11 28:40 14 KH 17 4 2 11 19:34 14 Vængir Júpiters 17 4 1 12 28:44 13 Lengjudeild kvenna Fjarð./Hött./Leikn. – Tindastóll ............. 2:3 Staðan: FH 15 11 4 0 40:7 37 Tindastóll 15 10 4 1 31:13 34 HK 15 10 3 2 28:12 33 Víkingur R. 15 9 2 4 30:20 29 Fjarð/Hött/Leik. 15 7 4 4 30:20 25 Grindavík 15 5 2 8 13:24 17 Fylkir 15 3 7 5 14:18 16 Augnablik 15 4 0 11 17:30 12 Fjölnir 15 1 1 13 7:35 4 Haukar 15 1 1 13 10:41 4 2. deild kvenna ÍH – Álftanes ............................................ 5:1 Einherji – ÍR............................................. 1:3 KH – Grótta .............................................. 0:4 ÍA – KÁ ..................................................... 5:0 Fram – Völsungur .................................... 2:2 Lokastaðan: Fram 11 9 1 1 28:7 28 Völsungur 11 8 3 0 37:10 27 Grótta 11 8 2 1 45:10 26 ÍR 11 8 2 1 35:14 26 ÍA 11 7 0 4 40:19 21 KH 11 4 1 6 29:27 13 Álftanes 11 4 1 6 21:29 13 Sindri 11 4 1 6 16:25 13 Einherji 11 4 0 7 11:20 12 ÍH 11 2 2 7 22:45 8 Hamar 11 1 1 9 10:43 4 KÁ 11 0 0 11 6:51 0 _ Fram, Völsungur, Grótta, ÍR, ÍA og KH mætast í sex liða úrslitakeppni þar sem leiknar verða fimm umferðir. Efstu tvö lið- in tryggja sér sæti í 1. deildinni að ári. Pólland Slask Wroclaw – Cracovia...................... 1:1 - Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn með Slask Wroclaw. Grikkland PAOK – Panetolikos ............................... 1:0 - Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK. Danmörk Midtjylland – AGF ................................... 0:2 - Elías Rafn Ólafsson varði mark Midtjyll- and. - Mikael Anderson kom inn á sem vara- maður á 70. mínútu og skoraði. Svíþjóð Värnamo – Elfsborg................................ 1:1 - Hákon Rafn Valdimarsson varði mark Elfsborg og Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á sem varamaður á 70. mínútu. Noregur Bodö/Glimt – HamKam .......................... 2:2 - Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt. Rosenborg – Aalesund ............................ 2:1 - Kristall Máni Ingason kom inn á sem varamaður hjá Rosenborg á 62. mínútu. Vålerenga – Lyn ...................................... 2:0 - Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn með Vålerenga. 50$99(/:+0$ BESTA DEILDIN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Sex mörk litu dagsins ljós þegar Stjarnan tók á móti KA í efstu deild karla í knattspyrnu, Bestu deildinni, á Samsung-vellinum í Garðabæ í 18. umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með 4:2-sigri Akur- eyringa, sem minnkuðu forskot Breiðabliks á toppi deildarinnar í þrjú stig með sigrinum. Nökkvi Þeyr Þórisson sóknar- maður KA gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum en hann hefur verið óstöðvandi í deildinni í sumar. Garðbæingar, sem voru lengi vel í öðru sæti deildarinnar, eru nú komnir niður í fimmta sætið með 28 stig og eru 11 stigum á eftir toppliði Breiðabliks. _ Nökkvi Þeyr hefur skorað sex- tán mörk í átján leikjum deild- arinnar í sumar og er markahæstur. Næstir á eftir honum koma þeir Guðmundur Magnússon, Fram, og Ísak Snær Þorvaldsson, Breiðabliki, með tólf mörk hvor. _ Þetta var fyrsta þrenna Nökkva Þeys í efstu deild en hann hefur þrisvar sinnum skorað tvö mörk í leik í sumar, gegn Keflavík 2. maí, gegn Leikni úr Reykjavík 17. júlí og gegn ÍA 14. ágúst. _ Akureyringar eru á miklu skriði í deildinni en af síðustu sjö leikjum sínum hafa þeir unnið sex og aðeins tapað einum. _ Á sama tíma hefur vantað upp á stöðugleikann hjá Garðbæingum sem hafa aðeins unnið tvo af síðustu tíu leikjum sínum. Í þessum leikjum hafa þeir gert fimm jafntefli og tap- að þremur þeirra. Sigurmark í blálokin Þá reyndist hinn 16 ára gamli Haukur Andri Haraldsson hetja Skagamanna þegar liðið tók á móti ÍBV á Norðurálsvellinum á Akra- nesi. Haukur Andri skoraði sigurmark ÍA þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og Skagamenn fögnuðu afar dýrmætum 2:1-sigri. Með sigrinum lyftu Skagamenn sér upp úr neðsta sætinu og eru nú komnir í það ellefta með 11 stig, líkt og FH. FH, sem er í tíunda sætinu, á hins vegar leik til góða á ÍA, sem og ÍBV, en Eyjamenn eru með 15 stig í níunda sætinu. Það stefnir því í æsispennandi fallbaráttu í deildinni þar sem fjögur lið berjast um að halda sæti sínu en bæði Fram og Keflavík, sem eru í sætunum fyrir ofan, eru með 22 stig og hvergi nærri hólpin. _ Þetta var fyrsti sigur Skaga- manna í deildinni síðan 24. apríl þeg- ar liðið lagði Íslands- og bikarmeist- ara Víkings úr Reykjavík að velli á Akranesi. _ Fyrir leik gærdagsins höfðu Skagamenn tapað átta leikjum í röð í deildinni. _ Haukur Andri Haraldsson skor- aði sitt fyrsta mark í efstu deild en hann hefur komið við sögu í átta leikjum með ÍA í sumar. Skoraði þrennu í Garðabænum Ljósmynd/Kristinn Steinn 3 Nökkvi Þeyr Þórisson var illviðráðanlegur í Garðabænum í gær. - 16 ára tryggði Skagamönnum sigur _ Elísabet Einarsdóttir og Hjördís Eiríksdóttir fögnuðu sigri á Ís- landsmeistaramótinu í strandblaki sem fram fór um helgina í Fagra- lundi í Kópavogi. Elísabet og Hjör- dís unnu Lindu Persson og Mar- gréti Maren Guðmundsdóttur nokkuð örugglega í úrslitaleik, 21:12 og 21:6, og leikinn 2:0. Þá fögnuðu þeir Oscar Fernández Cel- is og Miguel Mateo Castrillo sigri gegn Bjarka Benediktssyni og Mateusz Klóska í úrslitaleik í karlaflokki, 21:19 og 21:18, og unnu leikinn 2:0. _ Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR komst ekki í gegnum niður- skurðinn eftir þrjá hringi á úrtöku- móti fyrir LPGA-mótaröðina í golfi um helgina. Hún náði sér ekki á strik á þriðja hring og féll því úr leik. Leik- ið var á Rancho Mirage-vellinum í Kaliforníu. Ragnhildur lék annan og þriðja hring á fjórum höggum yfir pari og lauk leik á samtals átta hög- um yfir pari, en hún lék fyrsta hring á parinu. Ragnhildur fékk fimm skolla og einn fugl á holunum átján aðfaranótt sunnudags en niður- skurðarlínan var við tvö högg yfir pari. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er eini íslenski kylfingurinn sem hefur verið með keppnisrétt á LPGA- mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi. _ Njarðvík leikur í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildinni, að ári eftir öruggan sigur gegn Völsungi í 18. umferð 2. deildarinnar á Raf- holtsvellinum í Njarðvík í gær. Ari Már Andrésson, Einar Orri Ein- arsson og Samúel Skjöldur Ingi- bjargarson skoruðu mörk Njarðvíkur sem vann 3:0-sigur. Njarðvík er í efsta sætinu með 46 stig þegar fjór- um umferðum er ólokið. Liðið er með sjö stiga forskot á Þrótt úr Reykjavík og 14 stiga forskot á Völsung en Húsvíkingar geta ekki náð Njarðvík að stigum í loka- umferðunum. _ Knattspyrnu- deild HK sendi frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem beðist var afsök- unar á hegðun stuðningsmanna liðs- ins í leik HK og Breiðabliks í 8-liða úrslitum bikarkeppni karla, Mjólk- urbikarsins, í Kórnum í Kópavogi á föstudaginn. Leiknum lauk með 1:0- sigri Breiðabliks en meðan á leik stóð sungu stuðningsmenn HK níð- söngva um Damir Muminovic varn- armann Blika. Þá greindi Ísak Snær Þorvaldsson frá því á samfélags- Eitt ogannað ENGLAND Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Englandsmeistarar Manchester City sluppu með skrekkinn þegar liðið heimsótti Newcastle í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu á St. James‘s Park í Newacstle í 3. umferð deild- arinnar í gær. Leiknum lauk með 3:3-jafntefli en City komst yfir strax á 5. mínútu með marki frá Ilkay Gündogan. Miguel Almirón, Callum Wilsson og Kieran Trippier skoruðu svo eitt mark hver fyrir Newcastle og stað- an allt í einu orðin 3:1 fyrir New- castle. Erling Braut Haaland minnk- aði muninn fyrir City með marki á 60. mínútu áður en Bernardo Silva jafnaði metin fyrir City fjórum mín- útum síðar og þar við sat. Þetta voru fyrstu töpuðu stig City á tímabilinu en liðið er þrátt fyrir það í öðru sætinu með sjö stig. _ Phil Foden lék sinn 100. leik í efstu deild undir stjórn Peps Guar- diola og varð þar með yngsti leik- maðurinn, 22 ára og 85 daga gam- all, í stjóratíð Guardiola til þess að afreka það. Arsenal með fullt hús stiga Þá gerði Leeds sér lítið fyrir og vann afar óvæntan sigur gegn Chelsea á Elland Road í Leeds. Brendan Aaronson kom Leeds yfir á 33. mínútu eftir skelfileg mistök Edouards Mendys í marki Chelsea og Rodrigo tvöfaldaði svo forystu Leeds á 37. mínútu. Jack Harrisson skoraði þriðja mark Leeds á 69. mínútu áður en Kalidou Koulibaly varnarmaður Chelsea fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 84. mín- útu. _ Frá því tímabilið 2017-18 hófst hefur Koulibaly fengið að líta rauða spjaldið sex sinnum en enginn annar leikmaður, í fimm sterkustu deildum Evrópu, hefur fengið að líta rauða spjaldið oftar en hann á þessum tíma. Arsenal er eina liðið sem er með fullt hús stiga í deildinni eftir fyrstu þrjár umferðirnar eða níu stig en liðið vann afar sannfær- andi sigur gegn nýliðum Bourne- mouth á Vitality-vellinum í Bour- nemouth á laugardaginn. Fyrirliðinn og Norðmaðurinn Martin Ödegaard skoraði tvívegis fyrir Arsenal og þá var William Saliba einnig á skotskónum í leikn- um sem lauk með 3:0-sigri Arsen- al. _ Arsenal er fyrsta félagið til þess að vinna þrjá fyrstu leiki tímabilsins, eftir að hafa tapað fyrstu þremur deildarleikjunum sínum árið áður, síðan Everton gerði það tímabilið 1938-39. AFP VAR Rauða spjaldið fór á loft á St. James’s Park en var svo dregið til baka. Meistararnir töpuðu stigum í Newcastle STJARNAN – KA 2:4 1:0 Jóhann Árni Gunnarsson (víti) 9. 1:1 Nökkvi Þeyr Þórisson 19. 1:2 Hallgrímur Mar Steingrímsson 35. 2:2 Jóhann Árni Gunnarsson (víti) 40. 2:3 Nökkvi Þeyr Þórisson (víti) 42. 2:4 Nökkvi Þeyr Þórisson (víti) 77. MM Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) M Emil Atlason (Stjörnunni) Haraldur Björnsson (Stjörnunni) Jóhann Árni Gunnarsson (Stjörnunni) Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) Ívar Örn Árnason (KA) Sveinn Margeir Hauksson (KA) Þorri Mar Þórisson (KA) Dómari: Vilhjálmur A. Þórarinsson – 9. Áhorfendur: 1127. ÍA – ÍBV 2:1 1:0 Kristian Lindberg 32. 1:1 Andri Rúnar Bjarnason 46. 2:1 Haukur Andri Haraldsson 88. MM Aron Bjarki Jósepsson (ÍA) M Árni Marinó Einarsson (ÍA) Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) Haukur Andri Haraldsson (ÍA) Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) Kundai Benyu (ÍBV) Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV) Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV) Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 6. Áhorfendur: Um 500. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/ sport/fotbolti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.