Morgunblaðið - 22.08.2022, Side 27

Morgunblaðið - 22.08.2022, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2022 MEISTARADEILD Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Valur er kominn áfram í 2. umferð Meistaradeildar kvenna í knatt- spyrnu eftir öruggan sigur gegn Shelbourne frá Írlandi í úrslitaleik 1. umferðarinnar í Radenci í Slóveníu í gær. Leiknum lauk með 3:0-sigri Vals en Cyera Hintzen, Sólveig Jóhann- esdóttir Larsen og Elísa Viðarsdóttir skoruðu mörk Valskvenna í leiknum. „Ég er ótrúlega sátt með frammi- stöðuna og úrslitin,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir varnarmaður Vals í samtali við Morgunblaðið. „Við vorum búnar að fara mjög vel yfir írska liðið og vissum upp á hár hvar þeirra veikleikar lágu. Þær byrj- uðu leikinn af krafti og við vorum að- eins tæpar þessar fyrstu mínútur. Við unnum okkur svo vel inn í leikinn og þegar við náðum stjórn á honum var þetta í raun aldrei spurning hvorum megin úrslitin myndu detta. Við vissum það fyrir fram að þetta yrði alvöruslagur sem það reyndist svo vera. Ég held að þær hafi fengið fimm eða sex gul spjöld í leiknum sem segir manni bara að þetta var alvöru- barátta strax frá fyrstu mínútu. Markmiðið í þessu verkefni var alltaf að komast áfram í næstu umferð þannig að við erum mjög kátar með úrslitin,“ sagði Arna Sif. Valur, sem er ríkjandi Íslands- meistari, er með fjögurra stiga for- skot á Breiðablik á toppi Bestu deild- arinnar og þá mætast liðin í úrslitaleik bikarkeppninnar um næstu helgi. „Við ætlum okkur lengra í Meist- aradeildinni og svo er auðvitað bik- arúrslitaleikur fram undan, sem og deildin heima þar sem við ætlum okk- ur stóra hluti. Það eru því stórir leikir fram undan sem er akkúrat ástæðan fyrir því að maður er í þessu,“ bætti Arna Sif við í samtali við Morg- unblaðið. Dregið verður í 2. umferð Meist- aradeildarinnar hinn 1. september í höfuðstöðvum UEFA í Sviss en leikn- ir verða tveir leikir í annarri umferð- inni, heima og að heiman, 20. eða 21. september og svo 28. eða 29. sept- ember. Það lið sem vinnur einvígið tryggir sér svo sæti í riðlakeppni Meist- aradeildarinnar þar sem leikið verður í október, nóvember og desember en dregið verður í riðlakeppnina 3. októ- ber. Íslendingaliðin unnu öll Sara Björk Gunnarsdóttir var allt í öllu hjá Juventus þegar liðið vann 3:1- sigur gegn Kiryat Gat frá Ísrael í Tórínó á Ítalíu í úrslitaleik og tryggði sér þar með sæti í 2. umferðinni. Sara Björk lék allan leikinn með Juventus og lagði upp tvö fyrstu mörk ítalska liðsins. Norsku Íslendingaliðin Brann og Rosenborg eru einnig komin áfram í 2. umferð keppninnar en Selma Sól Magnúsdóttir lék allan leikinn með Rosenborg þegar liðið vann 1:0-sigur gegn Minsk í Þrándheimi í Noregi. Svava Rós Guðmundsdóttir svo kom inn á sem varamaður á 66. mín- útu hjá Brann þegar liðið vann örugg- an 3:1-sigur gegn Subotica í úrslita- leik í Subotica í Serbíu. Berglind Björg Þorvaldsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Brann en hún er að jafna sig á meiðslum. Þá hafnaði Breiðablik í 3. sæti síns riðils eftir öruggan 3:0-sigur gegn Slovácko frá Tékklandi í Þrándheimi í Noregi þar sem Helena Ósk Hálfdán- ardóttir skoraði þrennu fyrir Blika. Amanda Andradóttir var svo á skotskónum fyrir Kristianstad frá Svíþjóð þegar liðið vann 3:2-sigur gegn Fortuna Hjörring frá Dan- mörku í framlengdum leik um 3. sæt- ið í Hjörring í Danmörku. Emilía Óskarsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Kristianstad á 68. mínútu en Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið. Valur nálgast riðlakeppnina Morgunblaðið/Eggert Sigur Valskonurnar Arna Sif Ásgrímsdóttir og Anna Rakel Pétursdóttir fagna í sumar en þær voru báðar í stóru hlutverki hjá Valsliðinu í Radenci. - Íslendingaliðin Brann, Juventus og Rosenborg eru öll komin áfram - Helena Ósk Hálfdánardóttir skoraði þrennu fyrir Blika í Þrándheimi miðlum að stuðningsmenn HK hefðu gert aðsúg að systur hans eftir leik- inn fyrir að vera klædd Breiðablikstr- eyju. „Slík hegðun er ekki í anda þess sem félagið vill standa fyrir og viljum við koma á framfæri innilegri afsökunarbeiðni til hlutaðeigandi,“ segir meðal annars í yfirlýsingu HK- inga en hana má sjá í heild sinni á mbl.is/sport/efstadeild. _ U16 ára landslið karla í körfu- knattleik hafnaði í 5. sæti í B-deild Evrópumótsins eftir nauman fimm stiga sigur gegn Bosníu í leik um fimmta sætið á laugardaginn í Sofíu í Búlgaríu. Leiknum lauk með 96:91- sigri Íslands en Birkir Hrafn Eyþórs- son átti sannkallaðan stórleik og skoraði 34 stig. Þá skoraði Viktor Jónas Lúðvíks- son 18 stig og tók 12 fráköst. _ Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í svissneska hand- knattleiksliðinu Kadetten höfðu betur gegn Amicitia Zürich í sviss- nesku meistarakeppninni í Bern í Sviss í gær. Leiknum, þar sem bikar- meistararnir mæta landsmeisturun- unum, lauk með 32:25-sigri Kad- etten. Óðinn Þór Ríkharðsson lék ekki með Kadetten í leiknum þar sem hann ristarbrotnaði á æfingu svissneska liðsins fyrir helgi. Hand- bolti.is greindi fyrst frá þessu. Þá var íslenski landsliðsmaðurinn Ólaf- ur Andrés Guðmundsson ekki í leik- mananhópi Amicitia Zürich í gær. _ Fullkomið tímabil þýska liðsins Potsdam Royals í ruðningi hélt áfram á laugardaginn er liðið vann Berlin Rebels á útivelli, 34:28. Stefán Númi Stefánsson leikur með Potsdam sem sóknarlínumaður og er hans hlutverk á vellinum að vernda leikstjórnanda síns liðs. Liðið hefur unnið alla níu leiki sína á tímabilinu og þegar tryggt sér sigurinn í norðurhluta efstu deildar Þýskalands, en deildin er sú sterkasta í Evrópu. Deildinni er skipt í norður- og suðurhluta og fara fjögur efstu lið hvors hluta í átta liða úrslit, þar sem keppt er um meist- aratitilinn. _ Þrír Íslend- ingar komu við sögu hjá Norrköp- ing þegar liðið mátti þola 2:4-tap á heimavelli gegn AIK í sænsku úr- valsdeildinni í knattspyrnu í gær. Arnór Sig- urðsson átti mjög góðan leik fyrir sænska liðið en hann skoraði eitt mark í leiknum og lagði upp annað. Arnór lék allan leikinn með Norrköp- ing og Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 69 mínúturnar. Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á sem vara- maður á 57. mínútu en Ari Freyr Skúlason tók út leikbann. Liðið er með 20 stig í 11. sætinu. Viðar Örn Kjartansson jafnaði met Eiðs Smára Guðjohnsens þegar hann skoraði fyrir Atromitos í fyrsta leik sínum með liðinu í grísku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu um helgina. Þar með hefur Viðar skorað í deildakeppnum átta landa á ferl- inum, allra þeirra landa þar sem hann hefur leikið. Það eru Ísland, Noregur, Kína, Svíþjóð, Ísrael, Rússland, Tyrkland og nú Grikk- land. Eiður Smári Guðjohnsen var fram að því eini Íslendingurinn sem hafði skorað í deildakeppni átta landa en það eru Ísland, Holland, England, Spánn, Grikkland, Belgía, Kína og Noregur. Eiður lék í níu löndum en náði ekki að skora í Frakklandi. vs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert 8 Viðar Örn kom til Atromitos fyrr í þessum mánuði frá Vålerenga í Noregi. Viðar Örn jafnaði met Eiðs Smára Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson kom fyrstur í mark í maraþoni Reykjavíkurmaraþonsins sem fór fram á laugardaginn. Hann kom í mark á tímanum 2:35:18 en aðeins munaði nokkrum sekúndum á hon- um og Rúmenanum Silviu Stoica sem varð í öðru sæti. Silviu kom í mark á tímanum 2:35:37. Grétar Guðmundsson varð annar íslensku keppendanna á tímanum 2:47:22 og Björn Snær Atlason þriðji á tímanum 2:54:38. Andrea Kolbeinsdóttir fagnaði yfirburða- sigri í kvennaflokki á tímanum 2:47:22 en hún varð sjötta í mark í heildarkeppninni og þriðji Íslend- ingurinn til þess að komast yfir marklínuna. Verena Karlsdóttir varð önnur í kvennaflokki hjá ís- lensku keppendunum á tímanum 3:07:53 og Thelma Björk Einars- dóttir þriðja á tímanum 3:12:17. Andrea og Arnar hafa haft mikla yfirburði í langhlaupum sumarsins en Andrea kom meðal annars fyrst í mark í Laugavegshlaupinu í síðasta mánuði á nýju brautarmeti. Þá kom hún fyrst í mark í Snæfellsjökuls- hlaupinu í júní á nýju brautarmeti, sem og í Puffin Run-hlaupinu í Vestmannaeyjum í maí. Arnar kom einnig fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu sem og í Puff- in Run-hlaupinu í Eyjum. Andrea og Arnar komu fyrst í mark Morgunblaðið/Ari Páll Ósigrandi Andrea Kolbeinsdóttir hefur farið á kostum í sumar. Svíþjóð Bikarinn, riðlakeppni: Amo – Skövde ...................................... 29:33 - Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði tvö mörk fyrir Skövde. Sävehof – Rimbo.................................. 41:30 - Tryggvi Þórisson skoraði eitt mark fyrir Sävehof. Kristianstad – Önnered ...................... 16:33 - Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði tvö mörk fyrir Önnered. E(;R&:=/D EM U16 karla B-deild, leikur um 5. sætið í Sófíu: Ísland – Bosnía ..................................... 96:91 EM U16 kvenna B-deild, leikið í Podgorica: Ísland – Úkraína................................... 51:44 _ Ísland 5 stig, Svíþjóð 4, Ísrael 4, Sviss 3, Úkraína 1. Ástralía Undanúrslit: S. A. Panthers – Norwood Flames .... 82:79 - Isabella Ósk Sigurðardóttir kom ekkert við sögu hjá South Adelaide Panthers í leiknum. >73G,&:=/D KNATTSPYRNA Úrvalseild karla, Besta deildin: Kaplakrikavöllur: FH – Keflavík............. 18 Domusnovavöllur: Leiknir R. – KR......... 18 Úlfarsárdalur: Fram – Breiðablik ...... 19.15 Víkingsvöllur: Víkingur R. – Valur..... 20.15 Í KVÖLD! England Tottenham – Wolves ................................ 1:0 Crystal Palace – Aston Villa.................... 3:1 Everton – Nottingham Forest ................ 1:1 Fulham – Brentford................................. 3:2 Leicester – Southampton ........................ 1:2 Bournemouth – Arsenal .......................... 0:3 Leeds – Chelsea........................................ 3:0 West Ham – Brighton.............................. 0:2 Newcastle – Manchester City ................. 3:3 Staðan: Arsenal 3 3 0 0 9:2 9 Manchester City 3 2 1 0 9:3 7 Leeds 3 2 1 0 7:3 7 Tottenham 3 2 1 0 7:3 7 Brighton 3 2 1 0 4:1 7 Newcastle 3 1 2 0 5:3 5 Fulham 3 1 2 0 5:4 5 Brentford 3 1 1 1 8:5 4 Crystal Palace 3 1 1 1 4:4 4 Nottingham F. 3 1 1 1 2:3 4 Southampton 3 1 1 1 5:7 4 Chelsea 3 1 1 1 3:5 4 Aston Villa 3 1 0 2 3:6 3 Bournemouth 3 1 0 2 2:7 3 Liverpool 2 0 2 0 3:3 2 Everton 3 0 1 2 2:4 1 Wolves 3 0 1 2 1:3 1 Leicester 3 0 1 2 5:8 1 Manchester Utd 2 0 0 2 1:6 0 West Ham 3 0 0 3 0:5 0 B-deild: Burnley – Blackpool................................ 3:3 - Jóhann Berg Guðmundsson sat allan tímann á varamannabekk Burnley. Reading – Middlesbrough ...................... 1:0 - Jökull Andrésson sat allan tímann á varamannabekk Reading. C-deild: Bolton – Sheffield Wednesday............... 0:2 - Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður hjá Bolton á 62. mínútu. Þýskaland C-deild: Mannheim – Dortmund II....................... 2:1 - Kolbeinn Birgir Finnsson lék allan leik- inn með Dortmund II. Ítalía Sassuolo – Lecce ...................................... 1:0 - Þórir Jóhann Helgason kom inn á sem varamaður hjá Lecce á 71. mínútu. Inter Mílanó – Spezia .............................. 3:0 - Mikael Egill Ellertsson kom inn á sem varamaður hjá Spezia á 89. mínútu. B-deild: Genoa – Benevento.................................. 0:0 - Albert Guðmundsson lék allan leikinn með Genoa. Pisa – Como.............................................. 2:2 - Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn með Pisa. Frakkland B-deild: Dijon – Nimes........................................... 2:1 - Elías Már Ómarsson lék allan leikinn með Nimes og lagði upp mark. Belgía Standard Liege – OH Leuven ................ 1:3 - Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 58 mínúturnar og skoraði. 4.$--3795.$

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.