Morgunblaðið - 22.08.2022, Side 28

Morgunblaðið - 22.08.2022, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2022 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Hér birtast kaflar úr frásögn Friðriks Ólafs Guðjónssonar, Óla á Landamót- um Blóðbaðið í Breiðholti Eyjólfur Pétursson var sumar- drengur í Laugardal hjá ömmu sinni og afa, Nikólínu Eyjólfsdóttur (Línu í Laugardal) og Eyjólfi Sigurðssyni. Laugardalur var innst í portinu sem gekk inn frá Bárugötu við Framnes, vestan við Sand- prýði, á móti Bald- urshaga. Inni á lóðinni var gul- málaður skúr sem sneri bakhliðinni að Reynistað og Reglubrautinni. Múli var á milli Sandprýði og Sandfells og þar fyrir vestan var mjólkurbúðin. Heimili Línu í Laugardal var snyrtilegt og þangað var gott að koma. Við Eyfi urðum strax miklir mátar og vorum mikið heima hvor hjá öðrum á Landamótum og í Laugar- dal. Miðbærinn var leiksvæðið og svo áttum við erindi víða um hafnarsvæð- ið. Einnig vorum við iðnir við að snigl- ast í fjárhúsum og fjósum sem voru víða á lóðum í nágrenninu. Það var gaman að snúast í kringum búskap sem þá var víða í miðbænum. Við rák- um og sóttum beljur vestur á Eyju og sáum stundum hálshöggnar hænur á flugi. Við Eyfi vorum líkir á margan hátt og létum okkur fátt fyrir brjósti brenna. Kraftmiklir og duglegir peyj- ar, sífellt að græja og gera og oft mik- ið bras á okkur. Eyfi var fljótt kominn með þunga í röddina þegar mikið lá við, skipstjórarödd sem hann varð frægur fyrir síðar á ævinni. Röddin gat þó orðið mjó eða næstum brostið þegar aðstæður voru okkur ekki í hag. Dugnaðurinn spurðist út og einn daginn vorum við kallaðir til að vera kúarektorar hjá Sigurbjörgu Einars- dóttur og Bjarna Bjarnasyni dýra- lækni sem bjuggu í austurendanum á Breiðholti við Vestmannabraut 50. Sigga vann í Ísfélaginu og skúraði í Útvegsbankanum en Bjarni sinnti dýralækningum og tilfallandi störf- um. Sigga og Bjarni voru með um 20 ær og þrjár beljur, Bröndu, Gránu og Hyrnu, 15 hænur, tvo hana og kött. Þegar kartöflugarðurinn var tekinn inn í dæmið voru þau nánast sjálfum sér næg um alla hluti. Í vesturendanum á Breiðholti bjó Jónatan Snorrason. Hann var orðinn roskinn þegar þetta var og við peyj- arnir kölluðum hann Tan-tan-ská- haus. Viðurnefnið fékk hann vegna þess að hann hjó hausinn af hænum sem hann tók í matinn. Jónatan bannaði okkur að fylgjast með þegar hann lógaði hænunum. Við stóðum í leyni á bak við austurvegginn á milli Breiðholts og Langholts og fylgd- umst með kostulegum tilburðum þeg- ar Tan-tan-skáhaus tók í hausinn á hænunum og hjó hann af með exi á blóðugum trékubb á snöggu auga- bragði. Þá gerðust þau undur og stór- merki að sumar hænurnar flugu hauslausar um lóðina og fóru stund- um í lengri flug, jafnvel yfir á næstu lóðir. Einu sinni var Begga í Ey með nýþvegin sængurver á snúrunum hjá sér þegar hauslaus hæna flaug í hreint línið. Blóðið spýttist úr strúp- anum þegar kroppurinn barðist um flæktur í líninu. Það var ekki fyndið að sjá hvað Begga varð brjáluð. Ekki var Trana, manninum hennar, frekar skemmt þegar hann þurfti að greiða hauslausa hænuna úr sængurverinu og taka það blóði drifið af snúrunni. Mesta fjörið var þegar hauslausu hænurnar náðu að fljúga alla leið heim til Friðriks Ingimundarsonar í Skipholti sem var 30 metra leið. Garðurinn í Skipholti var ekki fyrir óboðna og því síður fyrir hauslausar hænur sem sprautuðu blóði á allt sem fyrir varð. Þar sást til Friðriks skríð- andi á fjórum fótum að finna haus- lausa hænu í tilkomumiklum gróðr- inum á lóðinni. Við heyrðum í Friðriki bölvandi og ragnandi Tan-tan-ská- haus í Breiðholti fyrir sendinguna. Þessar stórmerku uppákomur voru mikið bíó fyrir krakkana á Vest- mannabrautinni og var Tan-tan-ská- haus í miklu uppáhaldi hjá þeim fyrir vikið. Þessar tilkomumiklu afhaus- anir voru reglulega á dagskrá í mið- bænum. Aðalblóðbaðið var í sláturtíðinni á haustin og það fór alls ekki fram hjá okkur. Þá slátruðu allir fjárbændur heima. Bjarni dýralæknir slátraði fyrir utan fjárhúsin í Breiðholti. Þar héngu nýslátraðir lambsskrokkar og allt var undirlagt af blóði. Nýflegnar gærur voru lagðar yfir vegginn að Ey og Langholti og ósviðnir lambahausar í hrúgu á stéttinni fyrir framan kjall- aradyrnar. Þar fyrir innan var Sigga í Breiðholti með mágkonu sinni, Svövu Gísladóttur í Stakkholti, og dætrum þeirra að útbúa slátur. Þær suðu keppina jafnóðum í stórum þvotta- potti sem hitaður var með því að brenna timbri og kolum. Þvottapott- urinn hafði annars það hlutverk að sjóða og þvo óhreinan þvott af heim- ilisfólkinu. Í kjallaranum var blóð, innmatur, mör og vambir úti um allt með tilheyrandi gorlykt og hálum gólfum. Við Vestmannabrautina var slátrað heima á öllum heimilum sem höfðu kindur, eins og á Reykjum, Arnarhóli og í Hlíðardal. Karlarnir hjálpuðu hver öðrum í sláturtíðinni sem stóð yfir í nokkra daga hvert haust. Börn- in fylgdust vel með. Mörg þeirra tóku þátt í að hreinsa vambir, skera niður mör og sauma keppi og fengu að laun- um nýsoðið slátur í kvöldmatinn að loknum erfiðum sláturdegi. Það var fátt betra en nýsoðin lifrarpylsa og blóðmör beint úr þvottapottinum. [...] Skotárás á Reglubrautinni Vinur minn Eyjólfur Pétursson var seinn til reiði og alltaf ljúfasta útgáfan af okkur ólátabelgjunum í miðbæn- um, jafnvel þótt allir Lautarpeyjarnir og Betelingarnir á Faxastígnum væru teknir með. Við vorum samt svekktir yfir því að framtíð okkar sem kúarektora var í algjöru uppnámi eftir frammistöðu dagsins. Akkúrat þegar við Eyfi vorum að skutlast yfir vegginn inn á lóðina í Ey, hjá Trana í Görn og Beggu, lentum við í fanginu á þeim hjónum. Þeim var ekki skemmt við þessa óvæntu heimsókn. Trani og Begga létu skammirnar dynja á okk- ur fyrir að vaða yfir lóðina hjá þeim og spöruðu hvergi við sig í orðavali eða hávaða. Við ætluðum bara að stytta okkur leið en sáum fljótt að við vorum í vondum málum. Begga var alveg hoppandi brjáluð og skipaði Trana að sækja riffilinn og skjóta okkur! Trani sveif upp tröppurnar, reif upp hurðina og það heyrðist inn úr húsinu þegar hann öskraði. „Begga, hér er helvítis riffillinn en hvar eru skotin?“ Við tókum til fótanna og hlupum niður Reglubrautina og ekki laust við að það væri að koma eitthvað í bux- urnar. Þegar við vorum komnir til móts við baklóðina í Skuld heyrðum við hleypt af skoti. Við ósjálfrátt beygðum okkur til að verða ekki fyrir skotinu og um leið kom smá í bux- urnar og blautt með. Fyrir utan Múla stóð hafnarbíllinn sem Bergsteinn Jónasson hafnarstjóri notaði við störf sín. Við Eyfi skutluðum okkur upp í skúffuna á bílnum og lögðumst í skjól. Við köstuðum mæðinni og gægðumst í gegnum afturgluggann upp eftir Reglubrautinni. Þar var Trani að setja annað skot í riffilinn. Við vorum lamaðir af hræðslu og engin bönd héldu þegar Trani skaut á bílinn svo glumdi í þegar skotið hitti. Trani lét þessa áminningu duga en við náðum að læðast heim skjálfandi á bein- unum, hlandblautir og með allt í bux- unum. Við höfðum aldrei áður orðið fyrir skotárás. Það er ekki skrítið að níu ára peyjar geri í buxurnar þegar þeir lenda í því í fyrsta skipti að það er skotið á þá úr riffli. Það var aldrei gert neitt annað í þessu en að þrífa okkur og setja í hrein föt. Enginn vælugangur var liðinn á Landamót- um eða í Laugardal yfir því að Trani í Görn hefði skotið á okkur. Byssuskot voru ekki óalgeng í miðbænum þegar drepa þurfti ketti, hunda eða önnur húsdýr. Fólk var ekki að kippa sér upp við slíka smámuni og því algjör óþarfi að gera í buxurnar upp á bak þótt nokkrir skothvellir heyrðust. Þessi uppákoma var ekki frekar rædd, ekki frekar en hún hefði ekki átt sér stað. Daginn eftir þegar Bergsteinn á Múla var á leið í vinnuna settist hann upp í vinnubílinn og setti í gang. Eftir stutta stund sauð á bílnum. Skot frá Trana hafði farið í gegnum vatnskass- ann og mest af vatninu lekið niður. „Hér er helvítis riffillinn en hvar eru skotin?“ Bókarkafli | Í bókinni Strand í gini gígsins er brugðið upp mynd af mannlífinu í Eyjum á árum Surtseyjarelda og lýst svaðilförum tengdum þeim. Einnig eru í bókinni frásagnir Friðriks Ólafs Guðjóns- sonar frá Landamót- um. Ásmundur Frið- riksson alþingismaður tók bókina saman. Ljósmynd/Úr einkasafni Sumardrengur Eyjólfur Pétursson (Eyfi) var mörg sumur hjá afa sínum og ömmu í Laugardal, Eyjólfi Sigurðssyni og Nikólínu Eyjólfsdóttur, og fékk að kynnast lífinu í Vestmannaeyjum. Eyfi varð frægur fyrir skipstjórarödd sína. Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson Skotárás Valdimar Tranberg Jakobsson (Trani) í Ey var alltaf kenndur við Görn. Hann sótti riffilinn og skaut á eftir Óla og Eyfa. Með honum á myndinni eru Steinar Júlíusson (til vinstri) og Sigurbergur Hávarðsson (til hægri).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.