Morgunblaðið - 22.08.2022, Síða 32

Morgunblaðið - 22.08.2022, Síða 32
Reykjavíkurmaraþonið var haldið að nýju um helgina eftir að hafa verið með breyttu sniði síðustu tvö ár. Um átta þúsund hlauparar voru skráðir til leiks, þar af um eitt þúsund í heilmaraþon. Skemmtiskokkið var á sínum stað og einkenndist af gleði og léttleika fremur en keppnisskapi. Þar bar hæst hluta leiðarinnar þar sem hlauparar þurftu að hlaupa í gegnum heilt ský af froðu, sem oft á tíðum náði þeim smæstu upp fyrir haus. Fjölmargir hlupu fyrir gott málefni og safnaðist rúmlega 81 millj- ón króna í áheitum í aðdraganda hlaupsins í ár. Aftur hlaupið í miðbænum Morgunblaðið/Ari Páll Endamark Þessi hlaupari tók tíu kílómetra með góðri að- stoð, eins og fjallað var um í Morgunblaðinu á laugardag. Leikið Sumir týndust í froðunni sem tók á móti þeim. Hálfmaraþon Daníel dró foreldra sína í hlaupið. Hlaupið Framtíð maraþonsins er björt og aldrei að vita nema þessar tvær stúlkur hlaupi heilt maraþon einn daginn. STILLANLEG HJÓNARÚM MEÐ BODYPRINT DÝNU WWW.SVEFNOGHEILSA.IS Svefn heilsa& PANDORA STILLANLEGUR HÆGINDASTÓLL VANDAÐAR SÆNGUROG KODDAR Í ÚRVALI EITT MESTA ÚRVAL AF HEILSUDÝNUM Á LANDINU ÚRVALAF VÖNDUÐUM HEILSURÚMUM GERIÐ GÆÐA- OG VERÐSAMANBURÐ Erla Lilliendahl opnar í dag myndlistarsýningu í Lólu Flórens, Garðastræti 6 í Reykjavík. Segist Erla hafa í sumar málað myndir og sótt innblástur í stefnumótaapp- ið Tinder. „Andlitin eiga sér öll fyrirmyndir á Tinder og lýsingarnar eru orðréttar. Andlitunum og textunum hef ég þó blandað saman, þannig að þótt textinn sé orðréttur, þá er andlitið við hann ekki endilega það sama og er að finna á Tinder,“ skrifar Erla m.a. um verk sín. Sýningin ber titilinn Tinder Gull – málverkasýning þar sem gullkorn og speki Tinder-manna eru gerð ódauðleg. Á fimmtudaginn, 25. ágúst, verður opnunar- gleði milli kl. 17 og 19 og einnig hraðstefnumótakvöld. Einnig verður upplestur á reynslusögum kvenna sem hafa lent í furðulegum, fyndnum eða óvenjulegum stefnumótum. Málverk innblásin af Tinder MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 234. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Nökkvi Þeyr Þórisson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir KA þegar liðið vann 4:2-sigur gegn Stjörn- unni í efstu deild karla í knattspyrnu, Bestu deildinni, á Samsung-vellinum í Garðabæ í 18. umferð deildarinnar í gær. Með sigrinum minnkuðu Akureyringar forskot Blika á toppi deildarinnar í einungis þrjú stig. »26 Minnkuðu forskot Blika í þrjú stig ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.