Morgunblaðið - 27.08.2022, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 27.08.2022, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2022 B E R N H A R Ð L A X D A L Skipholti 29b • S: 551 4422 Opið 11-16 LÉTTIR DÚNJAKKAR FRÁ Skoðið netverslun laxdal.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Geo Salmo hefur samið við norskt fyrirtæki um að hanna og byggja fyrsta áfanga landeldisstöðvar sinn- ar við Þorlákshöfn. Framkvæmdir eiga að hefjast haustið 2023 og upp- bygging á að vera það langt komin um mitt ár 2025 að hægt verði að hefja eldi. Geo Salmo stefnir að því að reisa liðlega 20 þúsund tonna laxaeldis- stöð á lóð sem félagið hefur fengið úthlutað við ströndina vestan Þor- lákshafnar. Fyrsti áfangi verður 7.300 tonn og hefur verið samið við norska fyrirtækið Artec Aqua um hönnun, útvegun búnaðar og alla uppbyggingu stöðvarinnar. Heildar- verðmæti samningsins er 21-25 milljarðar króna. Vinna við hönnun er hafin og er áætlað að það taki þrjú ár að byggja stöðina en seiðaeldi hefst fyrr og er stefnt að því að framkvæmdir verði það langt komnar um mitt ár 2025 að hægt verði að setja út fyrstu seiðin. Ber ábyrgð á virkni stöðvar Ekki er algengt að samið sé um kaup á slíkri þjónustu í einum pakka við uppbyggingu fiskeldis hér á landi en Jens Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Geo Salmo, segir fyr- irkomulagið algengt erlendis. Bend- ir hann á að hjá eldisfyrirtækjum sé ekki endilega þekking á tækni og uppbyggingu og augljós kostur að ná sér í bestu þekkingu hjá fyrir- tækjum sem búi yfir henni. Hann segir að kosturinn sé einnig sá að þarna taki einn aðili ábyrgð á virkni stöðvarinnar. Arctec Aqua er að ljúka byggingu fyrsta áfanga stórrar landeldisstöðv- ar Salmon Evolution á Innri Harøy, skammt frá Molde í Noregi, og mun hún vera fyrsta stöð þeirrar tegund- ar á heimsvísu. Hafið er eldi í stöð- inni og er stefnt að fyrstu slátrun í lok ársins. Jens segir að menn séu ánægðir með árangurinn sem hafi farið fram úr væntingum. Tæknin í landeldisstöð Geo Salmo verður blandað gegnumstreymis- kerfi sem tryggja á hámarksvatns- gæði með lágmarksinngripum. Stöð- in verður búin fullkomnasta búnaði sem völ er á til stýringar hitastigs og vatnsgæða, að því er fram kemur í tilkynningu um samninginn, sem tryggir vöxt og velferð fisksins. Öll ker verða yfirbyggð sem stuðla að góðri stjórn á eldisferlinu og stöð- ugleika og gæðum afurðanna. Tölvuteikning Landeldisstöð Geo Salmo verður á fiskeldissvæðinu sem Ölfus hefur tekið frá sunnan Þorlákshafnar. Samið um byggingu fyrsta áfanga Geo Salmo - Verðmæti samnings yfir 20 milljarðar - Eldi hefst 2025 Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Fríður hópur heilbrigðisstarfsfólks hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Þórshöfn kom saman á Þórshöfn nýverið en tilefnið var kveðju- og samverustund með ljósmóður og rit- ara sem voru að kveðja eftir góða starfsævi, ljósmóðirin eftir tæpa hálfa öld og ritarinn í rúm 20 ár. Við þetta tækifæri mættu einnig forstjóri HSN og yfirhjúkrunarfræð- ingur svæðisins, sem komu frá sinni starfsstöð, Húsavík. Þeim fráfarandi voru þökkuð farsæl og góð störf og nýtt fólk er nú komið í starf ritara og ljósmóður. Hin síðarnefnda er nýútskrifuð sem ljósmóðir og hjúkrunarfræð- ingur svo barnshafandi konur geta áfram leitað á sína heilsugæslustöð á Þórshöfn. Sú jákvæða staða er á Þórshöfn að þar búa og starfa sex hjúkrunar- fræðingar en íbúafjöldi í Langanes- byggð er kringum 600 manns. Þær eru þó ekki allar í fullu starfi við heilsugæsluna, ungar konur með lít- il börn en einn hjúkrunarfræðing- urinn sér um Dvalar- og hjúkrunar- heimilið Naust. Það er mikill fengur fyrir lítil sveitarfélög þegar ungt og vel menntað fólk snýr aftur í heima- byggðina til starfa eftir námslok og aðrir sem flutt hafa hingað og séð landsbyggðina sem góðan og barn- vænan kost í litlu samfélagi þar sem gott er að búa og ala upp börn. Fjórar af ungu hjúkrunarfræðing- unum á Þórshöfn hafa aukið við menntun sína því allar luku þær grunnnámi í sjúkraflutningum hjá Sjúkraflutningaskólanum og sinna nú líka sjúkraflutningum ásamt öðr- um sjúkraflutningamönnum. Fyrir stuttu fór tvær þeirra í útkall og sjúkraflutning en það var í fyrsta sinn á Þórshöfn sem þar voru ein- göngu konur við umönnun og stjórn. Byggðarlagið býr yfir miklum mannauði. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Kveðjuhóf- Heilbrigðisstarfsfólk á Þórshöfn kvaddi Guðrúnu H. Bjarnadóttur ljósmóður og Brynju Reynisdóttur ritara eftir langt og farsælt starf. Heilbrigðisstarfsfólk hittist á Þórshöfn Tveir tuttugu og þriggja ára karl- menn voru í vikunni fundnir sekir um stórfellda líkamsárás á annan mann á sama aldri fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Austurstræti aðfaranótt fimmta mars í vetur. Daniel Zambrana Aquilar fékk þyngri dóm, eða tvö og hálft ár, en samverkamaður hans í árásinni fékk þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að árásin hafi verið al- varleg, tilefnislaus og ofsafengin og afleiðingarnar alvarlegar. Daniel var meðal annars fundinn sekur um að hafa tekið upp áhald af götunni og beitt því á fórnarlambið. Áhaldið fannst ekki, og var því ekki hægt að segja til um hvers konar vopn var að ræða, en höggin með því náðu í gegn- um jakka fórnarlambsins. Sá sem fyrir árásinni varð hlaut meðal ann- ars samfall á lunga sem flokkast sem lífshættulegur áverki. Ákæruvaldið fór fram á að Daniel yrði fundinn sekur um tilraun til manndráps vegna árásarinnar, en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að fyrir Daniel hefði vakað að ráða hinum bana. Vísar dómurinn þar meðal annars til staðsetningar stunguáverkanna á baki fórnar- lambsins. „Ekki sé unnt með vissu að slá því föstu að ákærða hlytu að hafa verið ljóst að bani kynni að hljótast af atlögunni og er hann því sýknaður af tilraun til manndráps,“ segir í dóm- inum. Átök inni á skemmtistaðnum Niðurstaða dómsins er að svo virð- ist sem skýringar árásinnar megi leita í þeim átökum sem áttu sér stað inni á skemmtistaðnum. Hins vegar breyti það ekki því að árásin hafi ver- ið tilefnislaus. Þá er rökum árásar- manns um neyðarvörn hafnað. Sérstaklega er tekið fram að hlut- ur Daniels hafi verið mun alvarlegri en hlutur samverkamannsins og er þar vísað í áverka vegna áhaldsins. Telur dómurinn því tveggja og hálfs árs dóm hæfilegan yfir Daniel og þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm yfir samverkamanninum. Þá er Dani- el jafnframt gert að greiða fórnar- lambinu 1,5 milljón í miskabætur og hinum gert að greiða 400 þúsund. Þurfa tvímenningarnir jafnframt að greiða samtals tæplega tvær milljón- ir í lögmannskostnað fórnarlambsins og 2,8 milljónir og 1,6 milljónir í eigin málsvarnarkostnað. Samhliða þessu máli var Daniel ákærður fyrir árás á annan mann í júlí í fyrra við skemmtistaðinn Prikið. Meðal annars að hafa gefið honum olnbogaskot í andlitið með þeim af- leiðingum að tvær framtennur mannsins brotnuðu. Jafnframt var Daniel ákærður fyrir að hafa hlaupist á brott frá lögreglu í október í fyrra eftir að lögreglan hafði afskipti af honum. Játaði Daniel þessi brot og var gert að greiða manninum 500 þúsund í bætur. Dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi - Tilefnislaus og ofsafengin árás Dómur Héraðsdómur Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.