Morgunblaðið - 27.08.2022, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2022
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
É
g vil endilega halda við
ræktun í þessum gróð-
urhúsum, mér finnst
engin ástæða til að láta
þetta grotna niður. Pabbi og
mamma ræktuðu tómata hér á
mínum æskuárum, og reyndar
ræktar pabbi enn tómata í helming
þessara húsa,“ segir Oddur Bjarni
Bjarnason, ungur maður sem
ræktað hefur chili-pipar undanfar-
inn áratug á æskuheimili sínu,
Brautarhóli í Biskupstungum, en
Oddur býr og starfar í Reykjavík.
„Ég kem hingað um helgar til
að sinna þessu, það er ekkert mál,
en pabbi og systkini mín hjálpa
mér við þetta, sérstaklega þegar
tína þarf uppskeruna af plöntun-
um. Frændfólk mitt hefur líka ver-
ið liðtækt og þetta er skemmtileg
samvinna, stundum tínir pabbi
chili-pipar fyrir mig og ég tíni tóm-
ata fyrir hann, en hann selur þá til
veitingahússins Héðinn Kitchen &
Bar á Seljavegi í Reykjavík, þar er
á matseðli Tómataréttur Bjarna á
Brautarhóli.“
Ræktar pipar fyrir Ölverk
Oddur segir að vinnan við pip-
arinn sé miklu minni og einfaldari
en við tómataræktunina.
„Pabbi lítur eftir piparnum á
virkum dögum fyrir mig, þegar ég
er fyrir sunnan. Þetta er fyrst og
fremst áhugamál og í byrjun var
ég aðeins með nokkrar chili-
plöntur til gamans og fyrir heim-
ilið, en nú rækta ég aðallega pipar
fyrir Laufeyju Sif Lárusdóttur og
Elvar Þrastarson hjá Ölverk í
Hveragerði. Þau framleiða sterkar
chillisósur auk þess sem þau nota
chillipiparinn á pizzurnar hjá sér.
Þau vilja ólíkan pipar hjá mér til
að gera ólíkar sósur, til dæmis
nota þau Carolina Reaper, sterk-
asta piparinn sem ég rækta, í
sterkustu sósuna, en hún heitir
Oddur sársauki. Þau eru líka hrif-
in af appelsínugulum habaneró hjá
mér sem þau nota í vinsælustu
sósuna hjá sér, hún heitir Gosi og
er ekkert rosalega sterk,“ segir
Oddur og bætir við að Elvar og
Laufey komi stundum til hans að
Brautarhóli til að hjálpa honum
við að tína piparinn af plöntunum
og til að kynnast þessu öllu hjá
honum.
Yrkin mega ekki blandast
Oddur ræktar núna 64 teg-
undir af chillipipar og ekki ein-
vörðungu fyrir Ölverk, því hann er
líka í alls konar tilraunastarfsemi
til gamans með ólkustu tegundir
chili-pipars.
„Í raun er frekar auðvelt að
rækta pipar í gróðurhúsi, þessar
chilliplöntur þola alveg að bíða eft-
ir mér ef þannig stendur á, en það
sem þarf að passa mest upp á þeg-
ar maður ræktar svona margar
tegundir beint af fræi, eins og ég
geri, er að yrkin blandist ekki
saman. Þegar þetta fer út frá mér,
þá þarf ég líka að passa að teg-
undir blandist ekki saman, ég er
til dæmis með fimm tegundir af
appelsínugulum habaneró og ég
verð að passa að rugla þeim ekki
saman.“
Í gróðurhúsinu hjá Oddi er
mikill og litríkur piparfrumskógur
og fjölbreytni mikil í lögun, lit og
bragði. Hver chili-planta skilar
mjög mörgum piparbelgjum og í
sumar er Oddur búinn að fá 170
kíló af pipar af þeim 460 plöntum
sem hann er með.
Uppskera fram í nóvember
„Ég á eftir að uppskera langt
inn í haustið, fram í nóvember, en
ég tíni af plöntunum á tveggja
vikna fresti. Sumar plöntur byrja
að gefa snemma á vorin, strax í
apríl en aðrar seinna. Til dæmis
er hin sterka Carolina Reaper
seinþroska miðað við annan pipar,
af þeirri plöntu kemur ekki fyrsta
uppskera fyrr en í júlí. Carolina-
piparinn er ekki orðinn hrein-
ræktaður og hann lítur mögulega
öðruvísi út hjá öðrum ræktanda
en mér. Af sömu ástæðum þá eru
þeir ekki einu sinni allir eins út-
lítandi á öllum Carolina Reaper-
plöntunum hjá mér.“
Oddur segist vera mikill
chili-maður, þótt hann vilji ekki
hafa hann of sterkan.
„Ég vil samt alveg að hann
rífi aðeins í, ég hef verið að leika
mér að því að búa til nasl, til
dæmis þurrka ananassneiðar með
chilliflögum, en sætt og sterkt
bragð fer vel saman. Ég geri líka
mikið af því að búa til salsasósur
og guacamole til að nota í tor-
tillarétti. Einnig er gott að fylla
stærri piprana með einhverju
gómsætu og grilla þá.“
Alls konar Chili-piparinn sem Oddur ræktar í gróðurhúsinu á Brautarhóli er afar fjölbreyttur. Hér eru nokkur sýnishorn, Carolina Reaper, Congo Gulur Trinidad, Jalapeño og Ají Pineapple.
Morgunblaðið/Kristín Heiða K
Gróðurhúsahundur Hún Panda fer oft með Oddi til starfa í gróðurhúsin en
ekki borðar hún þó chili-pipar en gúrkur finnast henni afar góðar.
Ég vil að piparinn rífi aðeins í
„Chili-plöntur þola alveg
að bíða eftir mér ef þann-
ig stendur á,“ segir Odd-
ur Bjarni Bjarnason sem
ræktar 64 tegundir af
chili-pipar í gróðurhúsi
bernsku sinnar, þangað
sem hann skreppur um
helgar til að sinna rækt-
uninni.
Morgunblaðið/Kristín Heiða Kristinsdóttir
Chili-bóndi Oddur kann vel við sig innan um chili-plönturnar. Hér er hann við plöntu sem gefur af sér pipar sem heitir Habanero Chichen Itza.
Morgunblaðið/Kristín Heiða Kristinsdóttir