Morgunblaðið - 27.08.2022, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 27.08.2022, Qupperneq 20
20 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2022 110 ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum 27. ágúst 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 140.72 Sterlingspund 166.44 Kanadadalur 108.92 Dönsk króna 18.864 Norsk króna 14.554 Sænsk króna 13.295 Svissn. franki 145.9 Japanskt jen 1.0311 SDR 183.7 Evra 140.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 173.981 á Covid-tímabilinu. Stundum fóru kvikmyndir beint inn á streymis- veitur. Hins vegar er hann kominn aftur núna. Hann hefur vissulega styst frá því á árum áður, en er aftur kominn í ásættanlegan tíma,“ segir hann. Bjartsýnn á árið 2023 Jón Diðrik segir stöðuna nokkuð góða í stóra samhenginu þrátt fyrir faraldurstímabil og hann horfi fram á veginn bjartsýnn. „Bíóbransinn hvarf næstum því árið 2020 og fór kannski niður um 70 prósent, auk þess sem árið í fyrra var erfitt. Varðandi árið í ár spáum við að við séum komin upp í kannski 80 prósent af góðu ári. Það voru nátt- úrulega enn takmarkanir í janúar og febrúar.“ Aðsókn ungs fólks hafi farið mjög hratt af stað, enda hafi úr- VIÐTAL Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Rekstrarumhverfi kvikmyndahúsa hefur gjörbreyst á síðustu árum í takt við tækniframfarir og stíga kvikmyndahúsin nú úr erfiðu tveggja ára tímabili heimsfaraldurs. Streymisveitur hafa sótt í sig veðrið um árabil og þurfa kvikmyndahúsin að svara með meiri fjárfestingu í gæðum og meira úrvali af stórmynd- um. Þá hefur hinn svonefndi „kvik- myndagluggi“ (e. theatrical wind- ow), krítískt tímabil þar sem aðeins er hægt að sjá myndina í kvikmynda- húsum, á undanförnum áratugi farið úr heilum mánuðum í aðeins örfáar vikur eða, líkt og á tímum faraldurs- ins, horfið alveg. Þrátt fyrir stormasöm tvö ár í heimsfaraldri kórónuveirunnar virð- ist rekstur kvikmyndahúsa ætla að taka við sér aftur, að minnsta kosti hér á landi. Jón Diðrik Jónsson, forstjóri Senu, sem meðal annars rekur Smára- og Háskólabíó, segir að þrátt fyrir að glugginn hafi hafi vissulega smækkað sjái kvikmyndastúdíóin hag sinn í því að halda honum til haga. „Glugginn minnkaði verulega valið verið gott í myndum sem beind- ust að þeim, sem ekki endilega hafi verið raunin hjá eldri aldurshópum, sem hafa verið aðeins lengur að taka við sér. „Hvað er á boðstólum? Hvað dregur fólk í bíó?“ Jón Diðrik segir þau hjá Senu líti björtum augum á næsta ár. „Við erum brött á að ná árinu 2023 eitthvað álíka og við vorum með, þótt við náum ekki alveg 2018,“ segir hann en það ár var eitt stærsta ár kvikmyndahúsa, þar sem bæði margar bandarískar stórmyndir komu út og gott úrval var af íslensk- um myndum. „Þetta eru rúmlega milljón gestir sem koma í kvik- myndahús á hverju ári. Árið í ár verður eitthvað í kring um 850 þús- und, ef ég á að giska.“ Árið 2019 voru gestirnir um 1.200 þúsund. Um stöðuna almennt segir hann hana þó auðvitað erfiða í kjölfar heimsfaraldursins. „En ég er mjög vongóður fyrir árið 2023, enda mikið úrval stórmynda á leiðinni, bæði í lok þessa árs og á næsta ári.“ Drifin áfram af stórmyndum Aðspurður segir hann að iðnaður- inn hafi breyst töluvert á síðustu ár- um og kvikmyndahús séu drifin áfram af stórmyndunum, en einnig íslenskum kvikmyndum. „Já, það má segja það og það er náttúrulega sú þróun sem hefur ver- ið að stærri myndirnar verða stærri og minni myndirnar verða minni, í kvikmyndahúsum. Mesti munurinn við að horfa á mynd í kvikmyndahúsi miðað við í heimahúsi, er náttúru- lega upplifunin í stórbrotnum stór- myndum þar sem mikið er lagt upp úr kvikmyndatöku og hljóði. Þar sér fólk mestan mun á því hvort það er að horfa á þetta heima í stofu eða í kvikmyndahúsi.“ Þau hjá Senu hafi því fjárfest mik- ið undanfarið í því að gera upplif- unina sem besta í Smárabíói, bæði í kvikmynda- og veitingaupplifun. „Þetta er þróunin í heiminum. Við sjáum það bara í Bandaríkjunum, stærri húsin eru að stækka og meira lagt í þau, en þau fækka húsunum í staðinn. Það er bara það sem við sjáum að við þurfum að leggja í.“ Á sama tíma sé rekstur minni bíó- húsanna erfiðari og þurfti fyrirtækið til dæmis nýverið að loka einu af þremur kvikmyndahúsum sínum, Borgarbíói á Akureyri. „Og það er ekkert launungamál að rekstur Há- skólabíós er erfiður. Það er ekki hægt að fjárfesta eins mikið í upp- lifun í Háskólabíó, það er bara erf- iðari rekstur í svoleiðis húsum,“ seg- ir hann, en salirnir þar eru hannaðir sem kennslurými. Jafnvægi í streymisveituæðið Samkeppni milli kvikmyndahúsa sé því að miklu leyti farin að snúast um gæði og fjárfestingin þar mikil. Þar að auki sé efni streymisveita sterkara svo samkeppni í því sem kalla mætti „venjulegum kvikmynd- um“ er orðin meiri milli streymis- veita og bíóanna. „Það eru einhver langtímaáhrif, nú eftir Covid. Fólk er orðið vant þessu mikla úrvali á streymisveit- um.“ Sú þróun hafi þó verið hafin stuttu fyri faraldurinn og dæmi um það að virtir leikstjórar vestanhafs hafi verið fengnir af streymisveitun- um til að leikstýra bíómyndum sem aldrei fengu að sjást í kvikmynda- húsum. Sú þróun sé þó aðeins gengin til baka. „Þótt við séum bjartsýn á framtíð kvikmyndahúsanna þá vær- um við að ljúga að sjálfum okkur ef við teldum ekki að geirinn hefði eitt- hvað breyst. Það er alveg bókað.“ Kvikmyndahúsin ekki af baki dottin Morgunblaðið/Golli Jón Diðrik segir „ekkert launungarmál“ að rekstur Háskólabíós sé erfiður, enda erfitt að fjárfesta í gæðum þar. - Kvikmyndaglugganum aftur komið á - Erfið tvö ár að baki - Breyttur bransi - Upplifunin skiptir höfuðmáli - Meiri krafa um gæði - Stefnir í stórt bíóár 2023 - Íslenskar kvikmyndir mikilvægar STUTT « Tölvuleikjafyrir- tækið Solid Clouds hf. var rekið með rúm- lega 26 milljóna króna tapi á fyrri helmingi þessa árs samanborið við tæplega 13 milljóna króna tap á sama tíma á síð- asta ári. Eignir fyrirtæk- isins nema nú rúmum 1,3 milljarði króna og minnka þær lítillega milli ára. Eigið fé Solid Clouds er tæpur 1,3 milljarður króna og minnkar það einn- ig dálítið milli ára. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins er 96,8% en var 97,1% á sama tíma í fyrra. Stefán Gunnarsson framkvæmda- stjóri fyrirtækisins segist í tilkynningu vera stoltur af árangri teymisins á tímabilinu þar sem þróaður var tölvu- leikurinn Starborne Frontiers. „Leikur- inn er nú í lokuðu beta-prófunarferli eftir aðeins 13 mánaða þróun, sem er í takt við okkar væntingar,“ segir Stefán. Hann segir að um leið og lykilmæli- kvörðum varðandi afkastagetu verði náð (KPIs) í prufuferlinu geti markaðs- setning leikjarins hafist. Í framhaldinu verði leikurinn gefinn út í fjölda landa. Gengi bréfa í félaginu hefur lækkað um tæp 12% það sem af er ári. tobj@mbl.is Solid Clouds tapar 26 milljónum króna Stefán Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.