Morgunblaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 22
Hún starði einbeitt á svip í linsu ljósmyndara fréttaveitu AFP, unga stúlkan sem nú er í al-Hol- búðunum í Sýrlandi, en þar má finna ættingja þeirra sem grunaðir eru um aðild að vígasam- tökum Ríkis íslams. Búðir þessar eru staðsettar í norðausturhluta landsins og hafa sýrlenskar öryggis- og hersveitir stundað grimman hernað gegn vígamönnum samtakanna að undanförnu með góðum árangri. AFP/Delil Souleiman Ættingjar vígamanna í búðum al-Hol 22 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2022 VS. ENSKI BOLTINN Í BEINNI Á MBL.IS Í DAG KL. 14:00 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Nærri 80 metra há broddsúla frá tímum Sovétríkjanna var felld í Ríga, höfuðborg Lettlands. Ástæðan er innrás Rússlands í Úkraínu og vilji stjórnvalda í Lettlandi til að lýsa yfir andstöðu sinni við árásinni. Hafði súlan staðið í miðbæ Ríga frá árinu 1985 sem minnisvarði um sig- ur Sovétmanna á Þriðja ríki Þýska- lands árið 1945. Broddsúlan var mynduð úr fimm samliggjandi steinsteyptum súlum sem kórónaðar voru með þremur sovétstjörnum. Við þann stað sem broddsúlan stóð má finna tvær stytt- ur. Önnur þeirra sýnir þrjá sovéska hermenn en hin konu sem táknar móðurlandið. Styttur þessar verða einnig fjarlægðar og er það gert í samræmi við vilja þingsins. Fagnaðarlæti þegar súlan féll Mikill fjöldi fólks kom saman til að fylgjast með því þegar stórvirkar vinnuvélar felldu broddsúluna. Skall hún að lokum af miklu afli ofan í nærliggjandi vatn og myndaðist við það stór og mikill vatnsveggur sem teygði sig hátt til himins. Á upp- tökum fjölmiðla af atburðinum má heyra mikil fagnaðarlæti þegar súl- an hafnar í vatninu. Þá var þjóðfáni Lettlands áberandi meðal fólks. Utanríkisráðherra Lettlands seg- ir þjóð sína með þessu hafa lokað sársaukafullum kafla í sögunni, enda hafi sovéttíminn verið þjóðinni erf- iður. Segist ráðherrann enn fremur vonast eftir bjartari tímum í fram- tíðinni. AFP/Kaspar Krafts Fallin Súlan féll með miklum látum í nærliggjandi vatn og brotnaði þar. Felldu broddsúlu Sovétmanna - Hafði staðið í Ríga frá árinu 1985 Fáir eru verr settir í kjörum í Noregi en flug- freyjur og -þjón- ar sem sitja í 307. sæti af 360 stétt- um í starfs- greinatölfræði norsku hagstof- unnar SSB. Nú standa samn- ingaviðræður SAS og tveggja stéttarfélaga þessa starfsfólks fyrir dyrum 6. sept- ember. Norska ríkisútvarpið NRK ræðir við Silju Ramberg, flugfreyju hjá SAS til 23 ára. Hún vinnur vakta- vinnu þar sem vinnutíminn lengist og hléin styttast hægt og bítandi. Eftir á þriðja áratug hjá sama vinnuveitanda þarf Ramberg enn að snúa hverri krónu og velja allt það ódýrasta. Og ekki blæs byrlega hjá flugfélaginu sem sér fram á að þurfa að skera niður um 7,5 millj- arða norskra króna og helst útvega sér með einhverju móti aðra níu milljarða, eða um 130 milljarða ís- lenskra króna. Flugmannaverk- fallið, sem varði í 15 daga fyrr í sumar, var heldur ekki ókeypis. Fé- lagið tapaði 1,9 milljörðum á þriðja ársfjórðungi, eða 27 milljörðum ís- lenskra króna. NOREGUR Vandlifað af laun- unum hjá SAS Kjarasamningar eru fram undan. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bandaríkjastjórn varaði í gær Rússa við því að beina orku frá kjarnorkuverinu í Saporisjía frá Úkraínumönnum, en verið var á ný tengt við orkunet Úkraínu í gær. „Rafmagnið sem verið framleiðir tilheyrir Úkraínumönnum með réttu. Allar tilraunir til að aftengja það og beina orkunni á hernumin svæði eru óásættanlegar,“ sagði Vedant Patel, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins í gær. Verið aftengdist orkunetinu í fyrradag. Úkraínumenn sökuðu Rússa þá um að hafa eyðilagt síðustu tengingar versins við netið með stórskotahríð sinni. Rafael Grossi, framkvæmdastjóri Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar, IAEA, sagði í gær að atvikið undirstrikaði þörfina á því að sérfræðingateymi frá stofnuninni heimsækti verið og kynnti sér aðstæður þar. Sagði Grossi að hann væri ákveðinn í að leiða slíkt teymi sjálfur á næstu dögum. Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, for- dæmdi aðgerðir Rússa í kringum verið harð- lega í ávarpi sínu í fyrrakvöld. Sagði hann Rússa hafa fært Evrópu alla einu skrefi nær kjarnorkuslysi, en raforka er nauðsynleg til að kæla þá kjarnaofna í verinu sem enn eru í notk- un. Svíar og Finnar funda með Tyrkjum Tyrkir lýstu því yfir í gær að Svíar og Finnar hefðu áréttað skuldbindingar sínar um að berj- ast gegn „hryðjuverkum“, en fulltrúar ríkjanna þriggja funduðu í Helsinki í gær um stöðu umsóknar norrænu ríkjanna tveggja að Atlantshafsbandalaginu. Tyrknesk stjórnvöld lögðust í fyrstu gegn inngöngu ríkjanna, þar sem þau sökuðu Svía og Finna um að hafa skotið skjólshúsi yfir „hryðjuverkamenn“ úr röðum Kúrda, en féllu frá mótbárum sínum á NATO-fundinum í júní eftir samningaviðræður. Tyrkir hafa m.a. krafist þess að ríkin tvö framselji vígamenn sem tilheyri hópum á borð við PKK-samtökin, sem og fólk sem tengist valdaránstilrauninni í Tyrklandi 2016. Slíkar framsalsbeiðnir verða að fara í gegnum dóm- stóla en Svíar framseldu einn tyrkneskan ríkis- borgara fyrr í mánuðinum. Vara við að beina orkunni annað - Kjarnorkuverið aftur tengt orkuneti Úkraínumanna - Bandaríkjastjórn segir óásættanlegt ef raf- orkan yrði send til hernumdu svæðanna - Finnar og Svíar árétta samstöðu sína með Tyrkjum í NATO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.