Morgunblaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2022 Kvöldroði Reykvíkingar hafa mörg undanfarin kvöld getað dáðst að litadýrðinni þegar sólin er að setjast og rauðum bjarma slær á haf og hauður. Hægt er að hugga sig yfir hitatölunum við fegurðina. Ingólfur Guðmundsson „Ekki þarf neinum blöðum um það að fletta, að frá landsins hálfu eru skilyrði svo góð, sem hugsast getur, til þess að hingað ferðist fjöldi fólks á hverju einasta sumri. Hér er ein- kennileg og margháttuð náttúrufeg- urð, sem flestir hafa heillast af er hingað hafa komið. Íslendingar verða nú að fara að gera sér það ljóst, hvort þeir vilja að landið verði ferðamannaland eða ekki.“ Þessi brýning var rituð í leiðara Morgunblaðsins 19. ágúst árið 1920 eða fyrir rúmum 100 árum. Staðreyndin í dag er sú að ferða- þjónustan er einn af burðarásum í ís- lensku efnahagslífi. Staða og horfur ferðaþjónustu Hagvaxtarhorfur á Íslandi hafa verið að styrkjast og þjóðhagsspáin gerir ráð fyrir 5,9% hagvexti í ár. Eft- ir mikinn samdrátt í upphafi farald- ursins er það ferðaþjónustan enn á ný sem drífur hagvöxtinn áfram. Í ár hafa 870 þúsund ferðamenn heimsótt landið og þá voru komur þeirra í júl- ímánuði fleiri en í sama mánuði árið 2019. Áfram er gert er ráð fyrir kröft- ugum bata ferðaþjónustunnar, út- flutningstekjur haldi áfram að aukast og stuðli þannig að stöðugra gengi ís- lensku krónunnar. Bókunarstaða er almennt góð, bæði inn í haustið og fram á næsta sumar. Það eru vissu- lega áskoranir í haust og vetur sem snúa m.a. að verðlagshækkunum og verðbólgu bæði hér á landi og í helstu markaðslöndum okkar og hvaða áhrif það mun hafa á ferðagetu og ferða- vilja fólks til lengri og skemmri tíma. Ytri staða þjóðar- búsins sterk Sjálfbær ytri staða þjóðarbúa skiptir höf- uðmáli í hagstjórn. Þjóðríki verða að hafa viðskiptajöfnuðinn í jafnvægi til lengri tíma. Lykilbreytur eru okkar hagkerfi hagstæðar um þessi misseri. Hrein skuldastaða ríkissjóðs nemur 28,5% af landsframleiðslu, gjaldeyrisforðinn nemur um 25,5% og á sama tíma eru erlendar skuldir ríkissjóðs innan við 5%. Þetta er gjörbreytt staða frá því sem áður var. Gjaldeyrisforði þjóð- arbúsins hefur vaxið verulega í kjöl- far þess afgangs sem hefur verið á viðskiptajöfnuðinum í kjölfar vaxtar ferðaþjónustu ásamt því að aðrar lyk- ilútflutningsgreinar hafa átt mjög góðu gengi að fagna. Gjaldeyris- forðinn var á bilinu 5-10% lengst af og oft skuldsettur. Árið 2012 fór Seðlabankinn að kaupa gjaldeyri til að byggja upp óskuldsettan gjaldeyrisforða til að bæta viðnámsþrótt hagkerfisins. Gjaldeyrisforðinn jókst frá 2008-2012 en hann var skuldsettur með neyðar- lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum í kjölfar fjár- málahrunsins. Alls ekki ákjósanleg staða. Viðmiðin sem Seðlabankinn notar við ákvörðun á lágmarksstærð forða byggjast á sögulegum for- sendum, sem taka meðal annars mið af því að skapa trúverðugleika um peningastefnu og til að mæta örygg- issjónarmiðum í utanríkisviðskiptum og horfa til þátta er varða fjármálastöðugleika og lánshæfi ríkissjóðs. Straumhvörf í ytri jöfnuði vegna útflutn- ings á ferðaþjónustu Ytri staða þjóðarbúsins stóð oft á tíðum tæpt. Fyrir tíu árum áttu sér stað straumhvörf á viðskiptajöfnuðinum með tilkomu sterkrar ferða- þjónustu. Fyrir lítið opið hagkerfi er nauðsynlegt að hafa styrkar útflutningsstoðir. Viðskiptaafgangurinn hefur einnig gert lífeyrissjóðum kleift að dreifa sparnaði félaga og byggja myndar- lega sjóði erlendis. Á tímum kórónu- veirunnar var hagfellt að vera með gjaldeyrisforða sem gat jafnað mestu sveiflur. Stefna stjórnvalda er að um- gjörð hagkerfisins sé sem sterkust og stöðug til að Ísland sé samkeppnis- hæft um fólk og að það sé eftirsókn- arverður staður sem ungt fólk kýs að dvelja á til framtíðar. Þjóðríki sem hafa miklar útflutningstekjur, stönd- ugan gjaldeyrisforða og góðan inn- lendan sparnað eru í mun sterkari stöðu til að kljást við óvænt ytri áföll og njóta betri lánskjara á alþjóð- legum fjármálamörkuðum. Stefnan og áskoranir í ferðaþjónustu Eitt helsta forgangsverkefnið nú í nýju menningar- og viðskiptaráðu- neyti er að móta nýja og öfluga að- gerðaáætlun á sviði ferðamála á grunni Framtíðarsýnar og leiðarljóss íslenskrar ferðaþjónustu til 2030. Þar er lögð áhersla á sjálfbærni á öllum sviðum. Mikilvægt er að leggja áherslu á ávinning heimamanna um allt land, í því sambandi er dreifing ferðamanna lykilatriði. Mikið er í húfi, t.a.m. betri nýting innviða, bætt búsetuskilyrði og lífsgæði heima- manna, betri rekstrar- og fjárfesting- arskilyrði fyrirtækja og fjölbreyttara atvinnulíf um land allt. Greitt milli- landaflug skiptir í þessu samhengi miklu máli og hafa ánægjulegar frétt- ir borist af því að undanförnu með stofnun flugfélagsins Niceair sem mun fljúga beint frá Akureyri og þýska flugfélagið Condor mun hefja vikulegt flug frá Frankfurt til Akur- eyrar og Egilsstaða frá maí til októ- ber á næsta ári. Það eru ýmsar áskor- anir sem atvinnulífið og stjórnvöld þurfa að ráðast í í sameiningu til að styrkja innviði og umgjörð greinar- innar, meðal annars menntun og styrkja stöðu íslenskunnar í þessari atvinnugrein. Lokaorð leiðarans góða frá árinu 1920 eru eftirfarandi: „Íslendingar þurfa einnig sjálfir að læra að meta betur land sitt og þá fegurð, sem það hefir að bjóða.“ Þarna hafa orðið miklar breytingar og hefur ásókn Ís- lendinga í að ferðast um sitt eigið land aukist mikið. Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur » Viðskiptaafgangur- inn hefur einnig gert lífeyrissjóðum kleift að dreifa sparnaði félaga og byggja myndarlega sjóði erlendis. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Höfundur er ferðamálaráðherra og varaformaður Framsóknar. lda@mvf.is Ferðaþjónustan styrkir ytri stöðu íslenska þjóðarbúsins Gjaldeyrisforði og gengi krónunnar 2000 til 2022 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 240 220 200 180 160 140 120 100 Gjaldeyrisforði Seðlabankans sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (%) Gengisvísitala krónunnar '00 '02 '04 '05 '08 '10 '12 '14 '16 '18 '20 '22 Heimild: Seðlabanki Íslands, útreikningar MVF VísitalaHlutfall af VLF Þessa dagana fáum við enn einu sinni staðfestingu á því, hversu fáránlegar hugmyndir um flutning Reykjavíkurflug- vallar úr Vatnsmýri eru. Langa- vitleysan um að flytja flugvöll- inn yfir á veðrasamt og eldvirkt svæði í Hvassahrauni hafa í raun verið afgreiddar út af borðinu. Engin staðsetning Reykjavíkurflugvallar utan Vatnsmýrar er raunhæf frá þjóðhagslegu, samgöngulegu eða öryggissjónarmiði. Á árunum 2006-2010 barðist ég einn á móti öllum hinum borgarfulltrúunum fyrir áfram- haldi Reykjavíkurflugvallar. Til þess hafði ég sterkt umboð eftir stórsigur F-listans í borgar- stjórnarkosningunum 2006, með 10,1% atkvæða, þar sem aðalstefnumálið var áframhald Reykjavíkurflugvallar í Vatns- mýri. Allar tillögur mínar þar að lútandi voru felldar með 14 at- kvæðum annarra borgarfulltrúa gegn einu at- kvæði mínu. Líka tillaga mín um að ómarktæk flugvallarkosning frá árinu 2001 yrði endur- tekin. Það að Sjálfstæðisflokkurinn í borgar- stjórn skyldi vera í samfloti með Samfylkingu, Vinstri grænum og Framsóknarflokki í öfga- kenndri afstöðu gegn áframhaldi Reykjavíkur- flugvallar í Vatnsmýri á sér skýringu. Hún er sú að helstu flugvallarandstæðingarnir í borg- arstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins, þau Hanna Birna Kristjánsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson, héldu aðalborgarfulltrúum flokks- ins í spennitreyju. Sú spennitreyja gaf eftir þegar þeir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Kjartan Magnússon gengu til meirihlutasam- starfs við mig sem oddvita F-lista, Frjálslyndra og óháðra. Sá meirihluti hélt velli þar til að Hanna Birna hafði velt bæði Vilhjálmi sem oddvita sjálfstæðismanna og mér sem borgar- stjóra úr sessi. Það tók hana sjö mánuði að koma okkur báðum frá og varð hún sjálf borgarstjóri 21. ágúst árið 2008. Framkoma hennar í flugvallarmálinu einkenndist af undir- málum og óheilindum, sömu eðlisþáttum og komu í bakið á henni sem innan- ríkisráðherra sex árum síðar og leiddi til afsagnar hennar hinn 21. nóvember 2014. Framganga vinstri meirihlutans í Reykjavík frá 2010 Eftir að nýr vinstri meirihluti tók við völdum árið 2010, undir meintri forystu Jóns Gnarrs (en undir raunverulegri forystu Dags B. Eggertssonar), var þjarmað að Reykjavíkurflugvelli sem aldrei fyrr. Einna grófust voru vinnu- brögðin þegar Dagur B. Eggerts- son, formaður borgarráðs, og Katr- ín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra Samfylkingarinnar í vinstri stjórn- inni 2009-2013, undirrituðu með nokkurri leynd samkomulag um sölu ríkisins á landi í Skerjafirði til borgarinnar, með úthlutun lóða og íbúðarbyggð í „Nýja“ Skerjafirð- inum að markmiði. Ekki var síður ámælisvert hvernig Jón Gnarr lít- ilsvirti aðstandendur undir- skriftasöfnunar Hjartans í Vatns- mýri, þegar þeir afhentu borgar- yfirvöldum 69.000 undirskriftir til stuðnings áframhaldi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Báðir þessir atburðir gerðust árið 2013. Fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí- mánuði sl. boðaði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, „breytingar“ sem skil- uðu honum fjórum borgarfulltrúum, en flokk- urinn fékk engan borgarfulltrúa kjörinn árið 2018. Ekki er annað að sjá en að lítil innistæða sé fyrir kosningaloforðum Einars Þorsteins- sonar og Framsóknarflokksins í borginni og boðað er beint áframhald af ósveigjanlegri flug- vallarandstöðu fráfarandi borgarstjórnarmeiri- hluta. Ég tel því nauðsynlegt að ríkisvaldið íhugi að taka eignarnámi landið í Skerjafirði, sem á svo grófan hátt var framselt til borg- arinnar árið 2013. Brýnt er að tryggja al- mannahagsmuni í málefnum Reykjavíkurflug- vallar í Vatnsmýri. Til þess þarf að koma fram af festu og einurð við þá flugvallarandstæð- ingana, Dag B. Eggertsson og Einar Þor- steinsson. Eftir Ólaf F. Magnússon Ólafur F. Magnússon Höfundur er læknir og fv. borgarstjóri. Tryggjum áframhald og ör- yggi Reykjavíkurflugvallar » Til þess þarf að koma fram af festu og einurð við þá flugvallarand- stæðingana, Dag B. Eggerts- son og Einar Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.