Morgunblaðið - 27.08.2022, Síða 27

Morgunblaðið - 27.08.2022, Síða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2022 S kákfélag Akureyrar, vinir og fjölskylda Ólafs Krist- jánssonar efna til opins af- mælismóts í menningar- húsinu Hofi á Akureyri dagana 2.-4. september nk. Tilefnið er áttræðis- afmæli kappans sem ber upp á mánudaginn 29. ágúst. Á afmælis- mótinu verða tefldar ellefu umferð- ir með tímamörkunum 15:5. Þegar hafa 43 keppendur skráð sig til leiks en fjöldi keppenda má þó vart fara yfir 70. Margir af samferðamönnum Ólafs hafa skráð sig til leiks og má búast við harðri keppni. Skákferill Ólafs Kristjánssonar er í reynd samofinn sögu Skák- félags Akureyrar. Um áratugaskeið var hann einn af burðarásum skák- félagsins nyrðra og jafn sjálfsagður liðsmaður félagsins á Íslandsmóti skákfélaga og Gylfi Þórhallsson, Halldór Jónsson, Áskell Örn Kára- son, Rúnar Sigurpálsson, Stefán Bergsson, Pálmi Pétursson og Hall- dór Brynjar Halldórsson svo nokkr- ir séu nefndir. Þessir einstaklingar og fleiri hafa allir sett svip sinn á Ís- landsmótið og náð eftirtektar- verðum árangri í krafti góðrar liðs- heildar. Sérstaða Ólafs lá í því að þátttaka hans á skákmótum tak- markaðist af atvinnu hans en lengstan sinn starfsaldur starfaði hann sem sjómaður á togara og gat því sjaldan skipulagt tíma sinn þannig að hann kæmi við þátttöku í mótum með stífa dagskrá. Hann hefur alla tíð verið afar vel lesinn og fylgst vel með helstu skák- viðburðum á heimsvísu. Ólafur varð skákmeistari Akureyrar árin 1968 og 1998 og skákmeistari SA fjórum sinnum, síðast árið 2000, eða um það leyti sem hann hætti á sjónum. Ólafur tefldi á nokkrum Reykja- víkurskákmótum, fyrst árið 1970, og hefur verið meðal þátttakenda í keppni landsliðsflokks á Skákþingi Íslands og á alþjóðlegum mótum sem fram hafa farið á Akureyri og er þá margt ótalið. Öll framkoma hans á skákmótum hefur einkennst af háttvísi og virðingu. Athygli mín var vakin á eftirfar- andi skák sem tefld var á Skákþingi Norðlendinga árið 1962 og var víða birt í erlendum skáktímaritum. Ólafur var 19 ára gamall þegar mót- ið fór fram en sigurvegari varð Jón- as Halldórsson frá Leysingjastöð- um í Austur-Húnavatnssýslu. Halldór Jónsson var lengi vel einn fremsti skákmaður Norðlendinga en í þetta sinn varð hann að lúta í lægra haldi: Skákþing Norðlendinga 1962: Halldór Jónsson – Ólafur Krist- jánsson Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 0-0 6. Be3 c6 7. Dd2 e5 8. Rge2 Rbd7 9. d5 cxd5 10. cxd5 a6 11. 0-0-0 b5 Hvítur á ekki hægt um vik eftir þennan og næsta leik svarts. 12. Kb1 Hér var nauðsynlegt að leika strax 12. b3. 12. … Rb6 13. Rc1? b4 14. Bxb6 bxc3 15. De3 Það virðist allt með kyrrum kjör- um í þessari stöðu. Svarta drottn- ingin hlýtur að hörfa eða hvað…? 15. … Hb8! Frábær leikur en hugmyndin kemur ekki fram fyrr en í 17. leik. 16. Bxd8 Hxb2+ 17. Ka1 c2! Mögnuð staða. Svartur skilur hrókinn eftir en hugmyndin byggist á því að eftir 18. Kxb2 kemur 18. … cxd1(R)+ og drottningin fellur. 18. Rb3 cxd1(D)+ 19. Kxb2 Hxd8 Svartur er manni yfir og eftirleik- urinn auðveldur. 20. Db6 He8 21. Dxd6 a5 22. a4 Bd7 23. Db6 Hc8 24. Bc4 Dxh1 25. Rxa5 Dxg2+ 26. Ka1 Hxc4 27. Dd8+ Be8 28. Rxc4 Df1+ 29. Kc2 Dxc4 30. d6 Dxa4 - og hvítur gafst upp. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Sigurður Arnarson Afmælisbarn Ólafur Kristjánsson verður 80 ára á mánudaginn. Afmælismót Ólafs Kristjánssonar Karl Jóhann Guðmundsson fæddist 28. ágúst 1924 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Lára Jóhannesdóttir, f. 1899, d. 1968, og Guðmundur Siggeir Guðmundsson, f. 1895, d. 1942. Karl varð stúdent frá MR árið 1944, nam við Handíða- og myndlistaskólann og út- skrifaðist frá Royal Academy of Dramatic Art í Lundúnum árið 1952. Karl hóf þegar störf sem leikari og starfaði hann mest- alla starfsævi sína hjá Leik- félagi Reykjavíkur. Lék hann í um það bil 100 leikverkum fyrir leikfélagið, en tók einnig þátt í sýningum hjá Þjóðleik- húsinu, Grímu, Leiksmiðjunni og Nemendaleikhúsi LÍ. Þá lék hann og las upp í Ríkisút- varpinu um árabil. Karl varð fljótt landsþekkt eftirherma og skemmtikraftur. Karl lék einnig í kvikmyndum seinni árin, síðast í Sveitabrúðkaupi árið 2008. Karl var mikilvirkur þýð- andi, en hann þýddi á ævi sinni ótalmörg leikrit og ljóð. Einnig starfaði Karl við leik- stjórn og kennslu. Eiginkona Karls var Guð- rún Ámundadóttir, f. 1913, d. 1997. Þau eignuðust tvær dætur, en Guðrún átti eina dóttur fyrir. Karl lést 3.3. 2014. Merkir Íslendingar Karl Guð- mundsson Aðgerðir til að auka sveigjanleika starfs- fólks Reykjavíkur- borgar við starfslok vegna aldurs ganga of skammt að mati Flokks fólksins. Nýlega sam- þykkti borgarráð til- lögur starfshóps um sveigjanleg starfslok sem settur var á lagg- irnar í september á síð- asta ári. Hópurinn var skipaður fulltrúum Reykjavík- urborgar og viðsemjenda borg- arinnar auk þess sem hann hafði samráð við hagaðila, m.a. öldungaráð borgarinnar eftir því sem fram kem- ur í fréttatilkynningu frá Reykjavík- urborg. Hins vegar var ekki haft samráð við Félag eldri borgara sam- kvæmt þeim upplýsingum sem Flokkur fólksins hefur aflað sér. Meðal niðurstaðna starfshópsins voru tillögur um að skoða hvort megi koma til móts við kröfur um aukinn sveigjanleika við starfslok við und- irbúning komandi kjarasamnings- viðræðna. Einnig að setja á laggirnar þróunarverkefni til tveggja ára sem mun þó aðeins taka til afmarkaðra hópa starfsmanna. Flokkur fólksins telur að þetta séu tímafrekar tillögur og mun því lítið gerast í þessum mál- um næstu misserin. Tíminn er dýrmætur, spýta þarf í lófana Reykjavíkurborg segist vilja vera leiðandi í þessu máli en í raun hefur ekki mikið gerst frá 2018. Þá lofaði borgarstjóri að unnið verði í að auka sveigjanleika starfsfólks við starfslok á kjörtímabilinu sem þá fór í hönd. Flokkur fólksins vill að gengið sé röskar til verks í þessu máli. Vissulega má fagna hverju skrefi sem tekið er í átt að sveigj- anlegri starfslokum. Mannekla í ákveðnum störfum á þó ekki að stýra því hvort fólki sé leyft að vinna eins lengi og það langar og getur. Missir er fyrir sam- félagið að sjá á eftir fólki af vinnumarkaði fyrir þær einar sakir að ná sjötugs- aldri. Um er að ræða dýrmætan mannauð. Það eru mannréttindi að geta tekið ákvarðanir um sín atvinnu- mál eins og annað í lífinu. Sveigjanleg starfslok er pólitísk ákvörðun. Fella þarf brott þakið í þessum efnum enda er það ein- staklingsbundið. Aukinn sveigj- anleiki varðandi það hvenær og hvernig fólk lýkur atvinnuþátttöku getur leitt til bæði efnahagslegs og heilsufarslegs ábata fyrir samfélagið. Flokkur fólksins segir burt með girð- ingar og hindranir þegar kemur að aldri og atvinnumálum. Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur » Aukinn sveigjanleiki varðandi hvenær og hvernig fólk lýkur at- vinnuþátttöku getur leitt til bæði efnahags- legs og heilsufarslegs ábata fyrir samfélagið Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Sveigjanleiki starfsfólks sjálf- sögð mannréttindi FINNA.is www.gilbert.is KLASSÍSKT OG STÍLHREINT GILBERT LIBERATOR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.