Morgunblaðið - 27.08.2022, Page 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2022
✝
Hreiðar
Sigurðsson
fæddist á Tálkna-
firði 18. júní 1940.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu Bugatúni 10,
Tálknafirði, 21.
ágúst 2022.
Foreldrar hans
voru Guðrún Árný
Sigurðardóttir og
Sigurður Ágúst
Einarsson.
Systkini Hreiðars í aldursröð
eru Sigríður Jóna (látin), Jón
Magnús (látinn), Gísli Sólberg
(látinn), Fríða, Árni Ottó og
Guðmunda Jónína.
Hreiðar kvæntist Erlu
Einarsdóttur frá Haukabergi á
Barðaströnd árið 1963. Börn
þeirra eru: 1) Sigurvin Helgi, f.
1964, maki Lára Eyjólfsdóttir,
börn þeirra eru Ástþór, Alma
Dögg og Bjarki. 2) Arnar, f.
1966, maki Hrefna Gissurar-
dóttir, börn þeirra
eru Gissur, sonur
hans er Jón Benja-
mín, Hreiðar og
Sunna Rós, dætur
hennar eru Klara
Dís og Gloría Nótt.
3) Eygló, f. 1967,
maki Guðmundur
Jóhann Sæmunds-
son, dætur þeirra
eru Hrafnhildur
Erla, sonur hennar
er Hjörtur, Ástrós Ýr, Berglind
Hólm og Dagbjört Arna. 4)
Signý, f. 1968, maki hennar er
Sigurpáll Þór Gunnarsson, dæt-
ur þeirra eru Kristlaug Inga og
Erla Marý.
Hreiðar ólst upp og bjó alla
sína ævi á Tálknafirði, hann
fór snemma að vinna og vann
ýmis störf bæði til sjós og
lands.
Útför hans fer fram frá
Tálknafjarðarkirkju í dag, 27.
ágúst 2022, klukkan 13.
Elsku pabbi minn
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Það er sárt að hugsa til þess að
ég muni ekki hitta þig aftur pabbi
Sú stjarnan sem glóði í gær
og gladdi huga minn.
Leiftrar enn ljómandi skær
þótt líkamans fölni kinn.
Þú leitaðir lítt að hróðri
um lífs þíns skeið,
en hlúðir að hjartans gróðri
á hamingju leið.
Nú ertu horfin meðal heilladísa
í háloftin blá.
Heilagir englar um hauður þér lýsa
og hörpurnar slá.
En sorg og gleði sína þræði
spinna í örlagavef.
Líkn með þraut er löngum vor græðir;
hið ljóðræna lífsins stef.
(Gunnþór Guðmundsson)
Ég vil þig, pabbi, kveðja, þótt brostin sé
þín brá
og bleikt og fölt sé ennið, er kossi þrýsti’
ég á.
Ég veit ógerla enn þá, hve mikið ég hef
misst,
en mér er ljóst, að fölt er ennið, sem ég
hefi kysst.
Þótt lát þitt góði faðir, nú leggist þungt á
mig
þá lengst af finn ég huggun við
minninguna’ um þig.
Hún stendur mér svo skýr, og hún er svo
helg og heit
og hreinni bæði’ og ástríkari en nokkur
maður veit.
Ég vil hér ekki ljóða neitt lof eða hól um
þig,
en lengst af þessi hugsun mun fróa og
gleðja mig.
Og lengi mun þín röddin lifa í minni sál
til leiðbeiningar för minni um veraldarál.
(Kristján Albertsson)
Hvíl í friði elsku pabbi.
Þinn
Arnar.
Á þeirri stundu er tengdafaðir
minn yfirgaf þessa jarðvist þá
skein sólin en veruleikinn varð á
sama tíma grár. Þrösturinn og
maríuerlan léku sér við Bugatúnið
og lóan söng sinn söng úti á túni
og engjamunablómið í bæjarlækn-
um blómstraði. Tálknafjörðurinn
þinn skartar nú burnirót, gul-
möðru, ljónslappa og birki, berja-
lyngið er krökkt af krækiberjum
og bláberin, já aðalbláberin, eru
að springa. Tálknafjörðurinn þinn
er fegursti fjörðurinn og það er
enginn staður á jarðríki sem
kemst með tærnar þar sem hann
hefur hælana. Þér þótti svo vænt
um fallega fjörðinn þinn, bæinn
þinn, þarna fæddist þú og ólst upp
og vildir hvergi annars staðar vera
og þaðan fékkst þú að fara.
Ég var aðeins sextán ára þegar
ég kom inn í líf Hreiðars, ég og
Arnar, kærustupar, og ég fékk
vinnu um sumarið á Tálknafirði og
var ætlunin að fara aftur í skóla í
borg óttans þá um haustið. En ör-
lögin réðu því að ég fór aldrei aft-
ur suður. Heimilisaðstæður mínar
breyttust og ég átti allt í einu ekk-
ert heimili að fara til. Það var erf-
itt fyrir óharðnaðan ungling að
upplifa þann veruleika. Þá var
gott að eiga góða að, góða Erlu og
Hreiðar. Þau tóku við uppeldi
mínu og skiluðu því vel. Hreiðar
hefur alltaf verið minn klettur,
mitt bakland og vílaði ekkert fyrir
sér. Jafnvel þegar yngri systir
mín flutti líka heim að Bugatúni
þá var ekkert mál, já vertu vel-
komin, það var aldrei neitt mál.
Hreiðar var æðrulaus og ein-
faldur maður, hann vildi ekkert
vesen og var ekkert að trana sér
mikið fram. Hann vildi ekki vera
áberandi. Hann var traustur og
einn af þeim bestu einstaklingum
sem ég hef kynnst. Þegar við Arn-
ar urðum foreldrar 18 ára þá varð
hann besti afinn sem ég hef
kynnst. Hann lék sér með barna-
börnunum sínum sem urðu alls 12
og barnabarnabörnin eru orðin
fjögur og það var hans yndi að
ærslast í þeim og leika.
Það var alltaf hægt að leita til
hans og það er sárt að hann sé far-
inn, sárast fyrir Erlu hans en þau
voru búin að vera samstiga í sam-
bandi 62 ár og gift í 60 ár. Það er
sárt fyrir börnin hans að kveðja
föður sinn, sárt fyrir tengdabörn-
in, enn sárara fyrir barnabörnin
að missa afa sinn. Eftir stendur
minning um blíðan og góðan mann
sem elskaði fólkið sitt takmarka-
laust.
Nú ríkir kyrrð í djúpum dal,
þótt duni foss í gljúfrasal,
í hreiðrum fuglar hvíla rótt
þeir hafa boðið góða nótt.
Nú saman leggja blómin blöð
er breiddu faðm mót sólu glöð
Í brekkum fjalla hvíla rótt.
Þau hafa boðið góða nótt.
Nú hverfur sól við segulskaut
og signir geisli hæð og laut,
er aftanskinið hverfur hljótt.
Það hefur boðið góða nótt.
(Magnús Gíslason)
Takk fyrir allt elskulegur, takk
fyrir alla hjálpina, hundapössun-
ina, eldamennskuna, samtölin og
ljóðalesturinn, takk fyrir að vera
alltaf til staðar elsku Hreiðar
minn.
Hrefna Gissurardóttir.
Elsku afi. Það er svo sárt til að
vita að ég geti ekki fengið eitt af
þínum hlýju knúsum aftur. Þú
varst í mínum augum besti afi sem
ég hefði nokkurn tímann getað
hugsað mér að eiga. Það var alltaf
svo gott að koma til þín og ömmu
því maður vissi alltaf að það biði
manns mikil ást og hlýja. Ég vildi
óska þess að ég hefði getað hitt þig
einu sinni enn og getað spjallað
um daginn og veginn. Ég er þakk-
lát yfir öllum þeim góðu stundum
sem við áttum saman þótt þau
hefðu nú mátt vera fleiri. Ég er
þakklát fyrir að þú gast kynnst
stelpunum mínum sem elskuðu
þig út í eitt. Skemmtileg minning
þegar þú varst að lesa fyrir þær.
Þá sat Klara í fangi þínu með fulla
athygli á Lubbabókinni og á með-
an fiktaði Gloría í inniskónum þín-
um. Ég man hvað ég fylgdist vel
með ykkur og hvað Klara var
djúpt sokkin í söguna hjá þér.
Þetta var svo dásamleg stund.
Takk fyrir allar góðu stundirnar
og vísurnar elsku afi. Klara Dís
mín vildi fá að senda til þín orð upp
til himna: „Elsku afi minn. Ég
elska þig. Ég er mjög leið að þú ert
kominn í himnaríki. Mér fannst
gaman þegar við lékum og lásum
saman. Ég sakna þín afi minn.
Kveðja Klara Dís.“
Takk fyrir allt elsku afi. Ég mun
sakna þín. Þú verður alltaf besti afi
minn og ég verð alltaf litla afa-
stelpan þín.
Þín
Sunna Rós.
Mig langar til að segja nokkur
orð um ástkæran afa minn. Afi
Hreiðar var yndislegur maður,
hjartahlýr, heiðarlegur og harð-
duglegur. Ég hefði ekki getað ósk-
að mér betri afa.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar tengdar honum. Ég fór oft
vestur og var stundum yfir sumar
hjá ömmu og afa þegar ég var lítill.
Ég man að ég beið oft eftir að afi
kæmi heim úr vinnunni og stóð
með stóra svarta kíkinn hans í
stofunni. Þegar ég loks sá glytta í
hann hljóp ég út og beint í fangið á
honum. Það er hlý minning sem ég
mun aldrei gleyma.
Seinna þegar ég var kominn á
unglingsaldur flutti ég vestur til
ömmu og afa og vann með afa í
Þórsbergi. Þá var ég 16 ára og afi
tók mig undir sinn verndarvæng
og kenndi mér að vinna. Það er
ómetanlegt og mikil forréttindi.
Þegar ég svo seinna eignaðist
strákinn minn þá hjálpuðu amma
og afi mér ótrúlega mikið þegar ég
var í námi og vinnu. Ég er ömmu
og afa mínum ævinlega þakklátur
fyrir allt sem þau hafa gert fyrir
mig.
Í lokin vil ég votta öllum að-
standendum mína dýpstu samúð
og þá sérstaklega minni elskulegu
ömmu Erlu sem var að missa sinn
lífsförunaut.
Gráttu ekki
yfir góðum
liðnum tíma.
Njóttu þess heldur
að ylja þér við minningarnar,
gleðjast yfir þeim
og þakka fyrir þær
með tár í augum,
en hlýju í hjarta
og brosi á vör.
Því brosið
færir birtu bjarta,
og minningarnar
geyma fegurð og yl
þakklætis í hjarta.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Gissur Arnarsson.
Elsku Hreiðar ég verð að játa
það að það er erfitt að hugsa til
þess að þú sért ekki lengur meðal
okkar.
Leiðir okkar lágu saman fyrir
um 40 árum þegar þið hjónin opn-
uðuð heimilið ykkar fyrir mér og
fyrir það er ég ykkur óendanlega
þakklát, strax var eins og ég væri
ein af fjölskyldunni og það lýsir
góðmennsku ykkar hjóna mjög
mikið.
Hreiðar
Sigurðsson
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
EINAR BJÖRN BRAGASON,
lést erlendis 30. desember. Útför fer fram
frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. ágúst
klukkan 13.
Arnar Einarsson Dagný Rut Gísladóttir
Margrét Dúa Einarsdóttir Vincent Ribo
Nerea Einarsdóttir Alvarez Gunnar Ingi Hafsteinsson
Maria N. Einarsd. Alvarez Halldór Þorsteinsson
Dröfn Einarsdóttir
barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma, langamma og
langalangamma,
SVANFRÍÐUR VALDIMARSDÓTTIR,
Háholti 10, Akranesi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á
Akranesi fimmtudaginn 25. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn
5. september kl. 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks
heimaþjónustu Akraneskaupstaðar, starfsfólks Hjúkrunar- og
dvalarheimilisins Höfða, og Heilsugæslu HVE Akranesi. Streymt
verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is.
Þorvaldur Loftsson
Valdimar Þorvaldsson Oddný Erla Valgeirsdóttir
Erla Lind Þorvaldsdóttir
Hildur Þorvaldsdóttir Gunnar Þór Heiðarsson
Þorvaldur Svanur Þorvaldss. Jóhanna Stefánsdóttir
Fjóla Þorvaldsdóttir Svavar Jónsson
Atli Þorvaldsson Steina Árnadóttir
ömmubörnin, langömmubörnin
og langalangömmubörnin
Ástkær dóttir okkar, systir og frænka,
EVA SOFFÍA HALLDÓRSDÓTTIR,
lést á heimili sínu Skálatúni í Mosfellsbæ
laugardaginn 20. ágúst. Útförin fer fram í
Guðríðarkirkju miðvikudaginn 31. ágúst
klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Hjartavernd.
Halla Thorarensen Þórdís María Pétursdóttir
Halldór J. Harðarson
Ásta Margrét Halldórsdóttir Gestur Hrannar Hilmarsson
Óttar Már Halldórsson Halla Eyjólfsdóttir
Ari Liljan, Liam Fannar og Emma Día
Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir og
mágkona,
SANITA OSA,
Skógarhjalla 7,
Kópavogi,
lést sunnudaginn 14. ágúst.
Útförin hefur farið fram.
Guðmundur Tryggvason
Tryggvi Aron Guðmundsson
Alexander Oliver Guðmundsson
Aleksandrs Oss
Margrét Edda Jónsdóttir Fjellheim
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi,
GUTTORMUR RÚNAR MAGNÚSSON
vélstjóri,
Ljósheimum 16a, Reykjavík,
varð bráðkvaddur laugardaginn 13. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Elín Magnúsdóttir Kristján M. Gunnarsson
Ingiríður L. Magnúsdóttir
Margrét L. Magnúsdóttir
Borghildur Kristjánsdóttir og fjölskylda
Sigurður G. Kristjánsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
MARGRÉT KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR
viðskiptafræðingur,
lést á Landspítalanum sunnudaginn
21. ágúst.
Kristín Vala Ragnarsdóttir
Halldór Páll Ragnarsson Jóhanna H. Jónsdóttir
Sigurður R. Ragnarsson Þórdís Kjartansdóttir
Margrét Dóra Ragnarsdóttir Hjálmar Gíslason
og barnabörn
Elskulegur eiginmaður, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KARL SÆVAR BENEDIKTSSON,
sem lést þriðjudaginn 19. júlí, verður
jarðsunginn frá Laugarneskirkju
fimmtudaginn 1. september klukkan 13.
Helga Steinunn Hróbjartsdóttir
Hróbjartur Darri Karlsson Þórhildur Sveinsdóttir
Bjarni Karlsson Jóna Hrönn Bolladóttir
Árni Heiðar Karlsson
Aldís Ívarsdóttir
og aðrir ástvinir