Morgunblaðið - 27.08.2022, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.08.2022, Qupperneq 31
Þú varst alltaf brosandi og hafðir lúmskt gaman af öllu bras- inu sem krakkarnir þínir og ég vorum að vesenast í. Brostir bara, dekraðir við hópinn og það var alltaf stutt í stríðni og hlátur. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf.ókunnur) Elsku Erla, börn, tengdabörn og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur samúð mína. Ingunn Alda Gissurardóttir. Ég hitti Hreiðar Sigurðsson fyrst fyrir tveimur árum í útskrift- arveislu Hrefnu, konu Arnars, og þótti strax vænt um hann. Sam- býlismaður minn, barnabarn Hreiðars og nafni, hafði sagt mér svo skemmtilega frá honum. Þeir göntuðust hvor í öðrum er þeir hittust og það var augljóst að sam- band þeirra nafna var afar sterkt. Lundin svo létt og stríðnislegt brosið voru einkennismerki Hreiðars eldri í mínum huga og frjálslegt fasið gaf til kynna afar viðkunnanlegan landsbyggðar- mann af gamla skólanum. Hreiðar var mikill ljóðaunnandi og kunni ótalmargar tækifærisvís- ur sveitunga sinna og fór með þær fyrir mig í útskriftarveislunni hverja á eftir annarri og ég hlýddi á með miklum áhuga. Mér þótti verst að kunna engar vísur til að svara honum með en við deildum áhuga á ljóðlistinni. Við lok þess fundar sagði hann mér brosandi að læra nú nokkrar vísur sem ég gæti flutt honum næst er við hitt- umst. Næst þegar leiðir okkar lágu saman var það á heimili þeirra hjóna, Hreiðars og Erlu, á Buga- túni 10 á Tálknafirði. Þar fengum við sérlega góðar viðtökur þeirra beggja. Við reisulegt húsið þeirra var fallegur garður með vel hirtum runnum. Hreiðar sýndi mér fjöl- skylduvegginn sinn, rauðan vegg sem prýddur var ótal myndum af fallegu, brosmildu fólki. Það var augljóst að fjölskyldan var honum kær. Mér þótti hann ríkur maður. Eftir vænan skammt af vöfflum og rjóma, sem Erla hafði lagað með aðstoð afkvæma sinna, rétti Hreið- ar okkur yngri gestunum sína gestaþrautina hverju, bað okkur að reyna að leysa þær og brosti stríðnislega. Við reyndum lengi við þrautirnar og Hreiðar fylgdist spenntur með. Á leið okkar út um útidyrnar að loknum gleðilegum fjölskylduhittingi lofaði ég Hreiðari að fyrir næsta hitting yrði ég búinn að læra nokkrar vísur svo ég gæti loksins svarað ferskeytlun- um sem þessi skemmtilegi maður hafði lagt á minnið. En nú er ljóst að lítið verður úr því … að minnsta kosti í bili. Ég geri því það næst- besta og rita honum litla kveðju- vísu í þakkarskyni fyrir stutt en ánægjuleg kynni: Ætíð ég muna skal vestfirskan vin, vísur og limrur hann kunni, við kveðjum nú frábæran föður um sinn, sem fjölskyldu sinni svo unni. Að lokum verður mér hugsað til Erlu, og allra fjölskyldumeðlima og vina þeirra hjóna, og votta þeim öllum mína dýpstu samúð. Þórir Snær Sigurðarson. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2022 Elsku bróðir. Það að fá að vera litla systir þín var einstakt. Tími okkar saman undanfarið hálft ár hefur bætt heldur betur í minningasjóðinn minn. Það að hittast svo til daglega gerir gæfumuninn. Sögur og samvera og spjall um bíómyndir, sveitina og dýrin sem þú elskaðir skil- yrðislaust og þau þig. Þú hafðir einhverja dularfulla nærveru þannig að dýr nálguðust þig og þú fékkst að klappa þeim og annast þau. Hundarnir okkar skynjuðu þegar þú varst að koma í heim- sókn. Þú elskaðir sveitina, að mjólka kýr og nærveruna við náttúruna og að veiða, þú gast legið í lautu og horft til himins. Náttúrubarn. Þú gast gengið endalaust og gekkst þangað sem þú ætlaðir. Sundmaður góður og flinkur á skautum. Þér fannst gaman að elda kássur og salöt og lengi hægt að telja. Ég kvaddi þig með kossi á enni og sagði ég elska þig, sjáumst á morgun. Þú varst sátt- ur og kvaddir lífið saddur lífdaga. Gunnar Sverrir Guðmundsson ✝ Gunnar Sverrir Guðmundsson fæddist 11. maí 1951. Hann lést 8. júlí 2022. Foreldrar hans voru Guðmundur Hansson, f. 17. júní 1920, d. 3. mars 1989, og Sigríður Axelsdóttir, f. 21. desember 1922, d. 16. júní 1995. Systkini Gunnars eru Jón Steinar, f. 31. desember 1947, d. 9. janúar 2018, María Helga, f. 14. nóvember 1953, og Anna Sigríður, f. 12. nóvember 1959. Útförin fór fram í kyrrþey. Hvíl í friði elsku Gunni minn. Ég skal vaka í nótt, meðan svanirnir sofa, meðan sólgeislar fela sig bláfjöllin við. Yfir dalnum er hljótt og nú dimmir í kofa. Inn í draumheima svíf þú hinn ljúfastafrið. Létt um vorgróna hlíð sveipast þokubönd þýð. Yfir þögulum skógi er næturró blíð. Ég skal vaka í nótt, meðan húmið er hljótt. Ég skal halda um þig vörð, meðan sefur þú rótt. (Jónas Tryggvason) Þín litla systir, Anna Sigríður (Anna Sigga). Gunnar Sverrir Guðmundsson er látinn, rúmlega sjötugur að aldri. Gunnar fékk ungur alvar- legan sjúkdóm og varð af þeim sökum fyrir varanlegu heilsu- tjóni. Þrátt fyrir það komst hann nokkuð vel af í lífinu með góðri aðstoð og ekki síst vegna síns góða skaps, sem honum var gef- ið, því hann var alltaf glaður og hress og tók alltaf lífinu af miklu æðruleysi. Hann hafði alla tíð gott líkamlegt þrek og gat því unnið flest þau störf sem út- heimtu slíkt. Hann var mikill barna- og dýravinur svo bæði börn og dýr löðuðust að honum. Hann fór einstaklega vel að öll- um skepnum og gat t.d. gengið að sumum hestum úti í haga, hestum sem létu ekki aðra ná sér. Sama má segja um hundana á bæjunum sem voru fljótir að finna traust og hlýju hjá Gunnari og hændust því óspart að honum. Hann var góð sál og ævinlega þakklátur fyrir það sem honum var vel gert. Hann hafði sérlega góða nærveru svo fólki leið ætíð vel í návist hans. Hann var léttur í lund og gerði óspart grín að öðr- um en kunni líka vel að taka því að grín væri gert að honum sjálf- um. Gunnar var þannig að ef honum var sýnt traust brást hann ekki því trausti. Gunnar kom sem vetrarmaður að Grund í Svínadal haustið 1972 og var þar í mörg ár. Eftir að hann hætti þar sem vinnumaður kom hann þangað oft til lengri eða skemmri dvalar því honum þótti alltaf mjög vænt um fólkið þar og var staðurinn honum kær. Einnig var hann sem vinnumaður á mörgum öðrum bæjum í sýsl- unni. Þegar mamma hans dó kom hann alkominn hingað til okkar á Merkjalæk. Um tíma sá hann að mestu leyti um fjósið fyrir okkur og gerði það vel. Eftir að við hættum búskap á Grund var hann við ýmis störf hér í sýslu, keyrði m.a. póstinn og gekk þá undir nafninu Gunnar póstur og vann í sláturhúsinu á haustin og kom hann sér þar vel eins og annars staðar. Gunnar var sérstaklega hjálp- samur og var fljótur til ef hann var beðinn um hjálp. Nú er hann farinn blessaður karlinn og söknum við þess mikið að geta ekki hringt í hann oftar til að segja honum fréttir að norðan því hann vildi alltaf fylgj- ast með því sem var að gerast, og ekki síður að eiga aldrei von á honum framar í heimsókn, ekki einu sinni í skötuna á Þorláks- messu, eins og venja var til. Nú vitum við að honum líður vel því bæði menn og dýr hafa tekið vel á móti honum því það eitt átti hann skilið. Við vottum systrum hans, Önnu Siggu og Maju, innilega samúð og þökkum Gunnari fyrir samveruna í gegnum árin. Ragnhildur og Sigurður Merkjalæk. Að kveðja þig elsku bróðir er erf- itt. Þú áttir svo sannarlega mikið að lifa fyrir. Við sem stöndum eftir söknum og syrgjum en yljum okkur við góðar minn- ingar. Ég er elst af okkur systk- inum, var níu ára þegar þú komst í heiminn á annan dag jóla. Þið Lauga ákváðuð bæði að fæðast um jól svo þau voru haldin á Sauðárkróki hjá afa og ömmu. Við ólumst upp á Flugumýri á mannmörgu heimili. Fyrstu árin bjuggum við saman í einu herbergi svo nándin var mikil. Reyndar sváfum við Herdís í búrinu á veturna þegar ekki var vinnu- maður. Á þessum árum var enginn leikskóli. Við eldri syst- urnar fórum átta ára í grunn- skóla og vorum aðra hverja viku í skóla nánast allan grunnskólann. Þá var oft líf og fjör á heimilinu og nægur tími til að stússa í búleik og drull- umalli. Þú varst yngstur okkar systkina. Auk okkar ólust Inga og Anna upp á Flugumýri. Þú varst eini strákurinn með sex stelpur að ráðskast með þig. Þess utan voru gjarnan mörg borgarbörn send í sveitina á sumrin. Það var ýmislegt látið Ingimar Jónsson ✝ Ingimar Jóns- son fæddist 26. desember 1968. Hann lést 10. ágúst 2022. Útför Ingimars fór fram 20. ágúst 2022. eftir örverpinu og eina drengnum á heimilinu. Þú varst ekki gamall þegar þú varst farinn að keyra sjálfur til móts við skólabílinn. Það var ekki hægt að láta drenginn ganga þessa leið sem við systur höfðum alla tíð gengið í öllum veðrum, ó nei, hann fékk að fara á bíl. Súr- mjólk og púðursykur var lengi þín aðalfæða. Matarvenjurnar breyttust með tímanum og þú lærðir að meta góðan mat. Þú naust þess líka að að elda og bjóða fólki heim. Áður en þú tókst við bú- skapnum á Flugumýri, þá kom- inn með fjölskyldu, varstu bú- inn að reyna aðeins fyrir þér í lífinu. Þú lærðir húsasmíði á Sauðárkróki og varst þá kost- gangari hjá ömmu Dísu. Það var félagsskapur tveggja mik- illa grallara. Þið Margrét og Katarína ykkar voruð um eins árs skeið í Þýskalandi. Það var gleðiferð er ég heimsótti ykkur þangað ásamt mömmu og ömmu Dísu í nóvember 1997. Búskapnum sinntir þú af alúð og dugnaði. Glóðafeykirinn og Flugumýrardalurinn voru þínir uppáhaldsstaðir. Að fara í göngur var ekki bara eitt af bústörfunum heldur til að njóta útiveru og samvista við menn og málleysingja. Það var mikil endurnæring að fara með þér, fjölskyldu þinni og vinum í fjöl- margar hestaferðir. Þú varst góður fjölskyldufaðir, bóngóð- ur og hrókur alls fagnaðar með þína mögnuðu frásagnargáfu. Oft var mikið að gera á stóru sveitaheimili. Þegar við áttum von á ykkur í heimsókn til okkar á Hólum um áramót spurðu börnin okkar stundum í eftirvæntingu hvenær þið kæmuð eiginlega. Þá voru það yfirleitt bústörf sem seinkuðu för. Söngstundir í stofunni á Flugumýri eru okkur líka eft- irminnilegar. Þar átti hver sitt hljóðfæri og allir voru með. Ég naut þeirra forréttinda að fá að hjálpa til á erfiðum stundum eftir að þú greindist með krabbamein fyrir sex ár- um. Það var gott að geta orðið að liði á meðan þú dvaldir fjarri börnum og búi vegna veikinda. Elsku bróðir, það sit- ur í mér setning sem ég fékk stundum að heyra í ítrekuðum ferðum til Akureyrar í lækn- ismeðferð, „æi Hrönn, hættu nú að tala“. Þú varst orðinn þreyttur og vildir hafa frið í kringum þig. Það var þér ólíkt og ljóst að senn yrði komið að leiðarlokum. Elsku Margrét mín, Kat- arína, Rakel Eir, Jón Hjálmar, Matthildur og Dagur Már, minning um góðan dreng lifir. Þín systir, Hrönn, og Einar. HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ANNA MARGRÉT PÁLSDÓTTIR, síðast til heimilis í Hraunbæ 103, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Hömrum laugardaginn 6. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 29. ágúst klukkan 13. Hafliði Már Aðalsteinsson Jófríður Benediktsdóttir Elín Ágústa Aðalsteinsdóttir Ásbjörn R. Jóhannesson Jón Valdimar Aðalsteinsson Sigrún Davíðsdóttir Páll Finnbogi Aðalsteinsson Anna Reynisdóttir Skúli Aðalsteinsson Guðrún Brynjarsdóttir Jóhanna Björg Aðalsteinsd. Eiríkur Kr. Jóhannsson Aðalsteinn Aðalsteinsson Þórunn Bjarney Garðarsdóttir Guðbjörg Aðalsteinsdóttir Gísli Jón Bjarnason barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN SVERRISSON frá Viðvík, Hólmagrund 13, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki miðvikudaginn 17. ágúst. Útför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju fimmtudaginn 1. september klukkan 14. Útförinni verður streymt frá youtube-rás Sauðárkrókskirkju. Sigurbjörn Björnsson Bára Jónsdóttir Sverrir Björn Björnsson Sonja Margrét Halldórsdóttir Pétur Ingi Björnsson Regína Jóna Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALDÍS VALDIMARSDÓTTIR, Prestastíg 8, Reykjavík, lést mánudaginn 22. ágúst. Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju fimmtudaginn 1. september klukkan 15. Rudolf Nielsen Valdimar Nielsen Sigríður Elín Jónasdóttir Birgir Már Nielsen Hanna Sif Ingadóttir Rúnar Nielsen Elísa Björk Sigurðardóttir og ömmubörn Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, BIRGIR GUÐJÓNSSON skipstjóri, lést miðvikudaginn 24. ágúst á Hrafnistu, Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 2. september klukkan 10. Bergdís A. Kristjánsdóttir Björn Kristjánsson Ragnheiður Eva Birgisdóttir Hekla Birgisdóttir Steingrímur Birgisson Kolbrún Björnsdóttir Þurý Bára Birgisdóttir Bergsveinn Birgisson Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur bróðir okkar og frændi, ÞORLÁKUR VÍKINGUR ÞÓRÐARSON, Láki, lést á heimili sínu, Ási í Hveragerði, 9. ágúst. Útför hans fór fram í kyrrþey frá Selfosskirkju 23. ágúst. Innilegar þakkir til starfsfólks Áss fyrir hlýju og elskusemi við Láka. Þökkum auðsýnda samúð. Kristinn Rúnar Morthens Guðmundur Þorkell Þórðarson Birgit Þórðardóttir Sveinn Allan Morthens Ágúst R. Morthens

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.