Morgunblaðið - 27.08.2022, Síða 32

Morgunblaðið - 27.08.2022, Síða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2022 ✝ Erla Stefáns- dóttir fæddist 27. júní 1929. Hún lést 21. júlí 2022 á sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Hún var yngst fimm systkina sem öll eru nú látin. Þau voru: Ingi- björg Ástríður, f. 24.4. 1917, d. 25.2. 1998, Páll, f. 6.3. 1918, d. 25.5. 2001, Ása Guð- laug, f. 7.7. 1925, d. 9.7. 2018, og Helga Fanney, f. 11.7. 1926, d. 16.6. 2010. Foreldrar Erlu voru Jónína Pálsdóttir, f. 14.5. 1888, d. 15.11. 1955, frá Þverá í Núps- dal og Stefán Ásmundsson, f. 8.9. 1884, d. 3.8. 1976, frá Snartartungu í Bitru, þau bjuggu á Mýrum. Eiginmaður Erlu var Guð- mundur Karlsson, f. 27.10. 1931, d. 2017. Börn Erlu og Guðmundar eru: 1) Karl, f. 7.12. 1960. Maki Valgerður Kristjánsdóttir, f. 19.8. 1965. Synir Valgerðar: Eðvarð Þór Helgason, f. 9.4. 1987, dóttir hans er Ísabella Lind, f. 14.7. 2016, Ársæll Kristófer Ársæls- son, f. 6.12. 1992, Kristján Ár- sælsson, f. 5.5. 1994. Kona Kristjáns er Fríða Mary Hall- dórsdóttir og eiga þau eina stúlku, Júlíu Jöklu, f. 8.9. 2021. Börn Karls eru: a) Jónas Þór, f. 18.11. 1990, bílstjóri og ökukennari. Maki Michael unni á Grettisgötu 3. Erla og Guðmundur trúlofuðu sig 1950 og þegar Karl, frumburður- inn, kom í heiminn 1960 voru þau búin að reisa íbúðarhús suður á mel á Mýrum. Þau hófu búskap með kýr og kind- ur. Erla vildi að jörðin yrði nefnd Melur en það fékkst ekki samþykkt. Þau byggðu upp myndarbýli á Mýrum 3. Guðmundur var smiður og reisti mörg hús í Húnaþingi vestra og síðar starfaði hann sem byggingarfulltrúi. Hann var því löngum stundum að heiman. Erla annaðist börn og bú. Þá rak Erla hænsnabú og seldi egg á Hvammstanga. Erla var mikil handverks- kona og prjónaði og seldi lopapeysur. Á árum áður prjónaði hún eina lopapeysu á dag og sat við það öllum stundum. Hún var í útflutningi og sendi þessar peysur til Dúllu, Helgu, systur sinnar í Bandaríkjunum, en hún seldi þær fyrir hana og átti Erla ávallt erlendan gjaldeyri. Til þess að halda uppi sam- skiptum við Helgu systur sína töluðu þær systur inn á spólur sem þær sendu svo á milli sín. Erla var lagviss og söng í kirkjukór Melstaðarkirkju í áratugi, hún spilaði á orgel og harmonikku. Erla hafði gaman af bakstri og bakaði góðar kökur og kleinur. Það gerði hún allt þar til hún fór á sjúkrahúsið á Hvammstanga fyrir nokkrum árum og dvaldi þar síðustu æviárin. Útför Erlu fór fram í kyrr- þey 10. ágúst á Melstað og var hún jarðsett í heimagrafreit á Mýrum. Antony Smith. b) Stefanía Ann, f. 3.10. 1995, við- skiptafræðingur. Sambýlismaður Christian Bo Dall. c) Ólína Ann, f. 3.10. 1995, graf- ískur hönnuður. Fyrri sambýlis- kona Karls og móðir Jónasar, Stefaníu og Ólínu er Ina Laursen, f. 15.7. 1964 í Danmörku. d) Olga Kristín, f. 22.7. 2008, nemi. 2) Gunn- laugur Frosti, f. 14.7. 1966. Maki Guðrún Sigríður Hálf- dánardóttir, f. 29.10. 1963. Dóttir Guðrúnar er Silja Dögg Sigurðardóttir, f. 8.4. 1984 Maki hennar er Sigurður Örn Ágústsson, dætur þeirra eru Salka Dögg, f. 13.3. 2015, og Hekla Guðrún, f. 16.1. 2017. Börn Gunnlaugs eru: a) Birkir Snær, f. 3.12. 1994, bóndi og rafvirki á Söndum. Maki Hanifé Mue. b) Jódís Erla, f. 3.9. 1996, tölvunarfræðingur í Svíþjóð. Erla fæddist á Mýrum og ólst þar upp við leik og störf. Erla gekk í Reykjaskóla í Hrútafirði og þar tókust kynni hennar og Guðmundar Karls- sonar frá Staðarbakka sem síðar varð eiginmaður hennar. Þau fóru saman til Reykjavík- ur og á meðan hann var við smíðanám í Iðnskólanum starf- aði Erla á saumastofunni Káp- Erla Stefánsdóttir frá Mýr- um III í Hrútafirði, móðursystir okkar, lést á hjúkrunarheim- ilinu á Hvammstanga nú síðla sumars, 93 ára að aldri. Hún var jarðsett í kyrrþey frá Melstað- arkirkju í Miðfirði 10. ágúst síð- astliðinn. Við systur viljum minnast Erlu og þakka henni umhyggju og kærleik í okkar garð. Systkinahópurinn á Mýrum, börn Stefáns Ásmundssonar og Jónínu Pálsdóttur, voru Ingi- björg Ástríður (Ásta), Páll, Ása Guðlaug, Helga Fanney (móðir okkar) og Erla, sem er síðust til að kveðja þennan heim. Það sem stendur upp úr minning- unni um þau öll var fram- kvæmdagleðin, hvort sem það var tengt bústörfum, uppbygg- ingu á landi eða fara heims- horna á milli. Öll voru þau systkini náin og þótt Helga Fanney, móðir okkar, flyttist búferlum til Bandaríkjanna árið 1965 til að stofna heimili með föður okkar var sambandið sterkt og send voru bréf, upp- tökur á segulbandsspólum og Ísland og sveitin heimsótt ann- að hvert ár þar til flutt var heim 1976. Þegar mamma sendi segul- bandsupptökur til þeirra allra norður á Mýrum kom spóla til baka með helstu fréttum af systkinunum á Mýrum og fjöl- skyldum, tíðindi sögð af hey- skap og viðskiptum og ekki mátti gleyma veðrinu. Við syst- ur fórum oft beint norður í sveitina og gistum stundum suð- ur á Mel eins og Mýrar III eru kallaðar. Við munum eftir því að hversu gott var að koma til Erlu, fá að koma í kaffitímann þar sem eldhúsborðið svignaði af alls kyns nýbökuðum kræs- ingum og veislutertum. Það var gaman að fá að fara í fjósið, klappa kettlingunum í hlöðunni og taka þátt í heyskap. Erla bjó manni sínum, Guð- mundi Karlssyni, og sonum, Karli og Gunnlaugi Frosta, gott og fallegt heimili. Þau hjón voru mjög samhent og samtaka í því að byggja upp sitt nýbýli – plægðu og gerðu tún svo hægt væri að vera með kýr og kindur. Erla var mjög hög í hönd- unum, tónelsk og listakona hvað hannyrðir snertir. Erla spilaði á orgel og þá eftir eyranu og var kórfélagi í kirkjukór Melstað- arkirkju í áratugi. Hún var einn vetur í Reykjaskóla í Hrútafirði og þar voru margs konar meist- arastykki saumuð. Hún prjónaði mikið, lopapeysur og leista, og þær systur; Erla, Ása og Helga (mamma), seldu prjónaskapinn sinn og gátu fyrir vikið keypt alls kyns varning fyrir ágóðann og mamma sendi heim. Hér eru einungis fá minn- ingabrot sett á blað en við geymum enn fleiri í huga okkar og erum svo þakklátar fyrir. Okkur þótti vænt um að geta verið hjá Erlu þegar hún var send suður á spítala vegna al- varlegra veikinda og kvatt hana. Það er margs að minnast og margs að þakka – við þökkum Erlu fyrir alla hennar gæsku og alúð, fyrir að vera svo mikill hluti af lífi okkar í æsku og á fullorðinsárum. Við minnumst hennar og systkinanna á Mýr- um á þessari stundu. Guð blessi minningu Erlu Stefánsdóttur. Jónína og Anna María Kárdal. Erla Stefánsdóttir ✝ Þorsteinn Kárason fædd- ist í Reykjavík 26. maí 1944. Hann lést á Landspítal- anum við Hring- braut 13. ágúst 2022. Þorsteinn var sonur hjónanna Sigurbjargar Laufeyjar Ein- arsdóttur, f. 17. júlí 1911, d. 15. september 1992, og Kára Sigurbjörns- sonar, f. 20. júní 1908, d. 15. nóvember 1992. Systkini Þorsteins eru: Huldrún Káradóttir, f. 15. júní 1934, d. 11. apríl 1935, Mar- daginn sem hann lést áttu þau einmitt 62ja ára trúlofunar- afmæli. Dætur þeirra eru Laufey Þorsteinsdóttir, f. 16. október 1960. Börn hennar eru Díana Ester, f. 15. maí 1980. Hún á fimm börn og tvö barnabörn. Þorsteinn Ragnar, f. 5. desember 1982, hann á eitt barn. Arnar Ingi, f. 16. maí 1986. Hann á þrjú börn. Ragna Huldrún Þorsteins- dóttir, f. 10. september 1966. Hennar börn eru Margrét, f. 4. ágúst 1986. Andrea Eik, f. 29. maí 1990. Hún á tvö börn. Elí- as Andri, f. 1. júní 1992. Sam- antha Ósk, f. 29. apríl 2004. Þorsteinn vann almenna verkamannavinnu alla ævi og síðast sem húsvörður í Orra- hólum 7 í 17 ár. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. grét Káradóttir, f. 7. desember 1947, d. 26. nóvember 2019, Sigurbjörn Kárason, f. 10. júní 1952. Hálf- bræður samfeðra voru: Pálmi Kára- son, f. 2. septem- ber 1929, d. 19. júlí 2003, og Lúkas Kárason, f. 29. ágúst 1931, d. 23. mars 2020. Fóstursystir Þor- steins var Anna Kristín Haf- steinsdóttir, f. 7. maí 1939, d. 12. desember 1996. Þorsteinn giftist Díönu Ragnarsdóttur, f. 9. október 1943, þann 26. maí 1963. En Elsku afi, hvernig á ég að lýsa allri hlýjunni, hlátrinum og ást- inni sem ég fékk frá þér í næst- um fjóra áratugi? Þú vissir alltaf hvað það var sem ég þurfti á að halda, og þú passaðir alltaf upp á mig. Þú komst alltaf og knúsaðir mig og kysstir um leið og ég kom til landsins og þegar ég settist upp í bílinn hjá þér áttirðu alltaf tópas handa mér. Í hvert skipti sem ég sem barn var lögð inn á spítala komstu og sóttir mig og fórst með mig heim til ykkar eins oft og hægt var svo ég þyrfti að eyða sem minnstum tíma á spít- alanum. Þær vikur, sem urðu stundum margar, hefðu verið svo miklu tómlegri ef þín hefði ekki notið við. Þegar ég flutti inn til ykkar ömmu sem unglingur fékk ég að ganga í sundkarlahópinn þinn og synda með þér á hverjum degi það sumar, og sitja síðan í pott- inum og ræða málin eins og full- orðin manneskja. En ég var bara unglingur og átti margt ólært, einu sinni ætlaði ég að hreinsa til í tölvunni og eyddi nokkrum skrám. Það kom svo í ljós að tölvan virkaði ekki án þeirra og þú varðst að hringja í alvöruvið- gerðarmann til að enduruppsetja tölvuna. Þú gerðir mikið grín að mér en varðst aldrei reiður. Eftir það einsetti ég mér að hugsa sem best um tölvurnar ykkar, kannski ómeðvitað til að bæta upp fyrir það sem gerðist. Þegar ég flutti til Belgíu til að vera með manninum mínum gátum við ekki lengur hist eins oft, en alltaf þegar ég kom aftur heim var það eins og ég hefði aldrei farið. Það besta við þig var samt alltaf kímnigáfan. Þú varst alltaf til í að laumast í að fá þér pylsu, og það að við áttum ekki að gera það gerði pylsurnar enn betri. Þú sagðir mér brandara, samdir stuttar vísur og lög, og enn í dag geri ég hið sama fyrir fólkið sem mér þykir vænt um. Þú hjálpaðir mér að verða mun betri útgáfa af sjálfri mér og fyrir það get ég aldrei þakkað þér nóg. Hvíl í friði, afi, ég mun sakna þín að ei- lífu. Margrét Huldrúnardóttir. Þorsteinn Kárason Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Ástkær bróðir okkar, frændi og kær vinur, GUNNAR SVERRIR GUÐMUNDSSON, Hátúni 10B, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum aðfaranótt 8. júlí. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum af alúð umönnun á hjartadeild, Eir og Vífilsstöðum. María Helga Guðmundsdóttir og fjölskylda Anna Sigríður Guðmundsdóttir og fjölskylda Guðmundur Steinar Jónsson Magnús Ari Jónsson og Ina Terese Lundring Sigurður og Ragnhildur, Merkjalæk Innilegar þakkir til ykkar sem sýnduð okkur samúð og vinsemd við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐJÓNS GUÐNASONAR frá Háa-Rima, Þykkvabæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki blóðlækningadeildar 11G við Hringbraut fyrir hlýhug og góða umönnun. Gestur Guðjónsson Þórunn Ósk Sigbjörnsdóttir Pálína Kristín Guðjónsdóttir Berglind Ester Guðjónsdóttir Marcus Pettersson Guðni Þór Guðjónsson Lilja Guðnadóttir og fjölskyldur Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, stjúpföður okkar og sonar, HELGA ÞÓRS KRISTÍNARSONAR, Asparskógum 22, Akranesi. Guð blessi ykkur öll. Ursula Jassniker Sigmundur Orfeus og EyÞór Úlfur Kristín Guðrún Jónsdóttir Guðmundur G. Sigurðsson Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, PETRU MAGNÚSDÓTTUR, Hraunslóð 3, Vestmannaeyjum. Sérstaklega þökkum við starfsfólki á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum fyrir einkar alúðlega umönnun. Þorkell Þorkelsson Ásmundur Eiður Þorkelsson Rannveig Ása Hjördísardóttir Þröstur Þorkelsson Anna Guðrún Stefánsdóttir og barnabörn Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ERLINGUR JÓNSSON, listamaður og kennari, Faxabraut 63, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi/Hrafnistu í Reykjanesbæ sunnudaginn 14. ágúst. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 6. september klukkan 13. Ásgeir Erlingsson María Kristín Jónsdóttir Jóhanna Erlingsdóttir Jón Guðmar Jónsson Svanhvít Ásta Jónsdóttir Guðrún Sunna Jónsdóttir Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI GÆRDBO klæðskerameistari, lést á heimili sínu aðfaranótt föstudagsins 19. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 1. september klukkan 14. Pétur G. Árnason Guðrún Einarsdóttir Hörður Jón Gærdbo Lára Tómasdóttir Smári G. Árnason Inga Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.