Morgunblaðið - 27.08.2022, Page 37
ÍÞRÓTTIR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2022
Það er í raun hálfgalið að
hugsa til þess hversu margt
frambærilegt íþróttafólk við eig-
um. Það er orðið frekar langt síð-
an ég fór á Hamborgarafabrikk-
una við Höfðatorg þannig að ég
er ekki alveg með fólksfjöldann á
hreinu en í ársbyrjun voru Íslend-
ingar alls 376.248.
Karlalandslið Íslands í körfu-
bolta á ágætismöguleika á því að
tryggja sér sæti á heimsmeist-
aramótinu 2023 sem fram fer á
Filippseyjum, Japan og Indó-
nesíu. Þá á kvennalandslið Ís-
lands í knattspyrnu góða mögu-
leika á því að krækja sér í sæti á
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-
Sjálandi.
Karlalandslið Íslands í hand-
bolta verður á sínum stað á HM
2023 í Svíþjóð og Póllandi og
gæti ef til vill barist um verðlaun
á mótinu.
Við eigum líka mjög margt
frábært afreksíþróttafólk sem
stundar einstaklingsíþróttir. Ant-
on Sveinn Mckee er á topp tíu
listanum, næstum því topp fimm
listanum, yfir bestu sundmenn
heims í 200 metra bringusundi
svo dæmi sé nefnt.
Í öllum öðrum löndum er
íþróttafólki hampað sem þjóð-
hetjum en á Íslandi er komið
fram við afreksíþróttafólk, sér-
staklega í einstaklingsíþróttum,
eins og réttindalausa þegna.
Þegar stórmót er í gangi, þar
sem Íslendingar taka þátt er
reglulega kallað eftir árangri.
Það er hins vegar erfitt að ná ár-
angri þegar fjármagnið og metn-
aðurinn fyrir okkar fremsta af-
reksíþróttafólki er ekki meiri en
raun ber vitni því miður.
Það sést best á því að lands-
liðin okkar eru nánast heimilis-
laus eða þá á undanþágu frá al-
þjóðasamböndunum, sem nær
auðvitað ekki nokkurri átt.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Stefán Teitur Þórðarson og liðs-
félagar hans hjá danska liðinu
Silkeborg drógust í B-riðil Sam-
bandsdeildar UEFA í knattspyrnu
ásamt West Ham frá Englandi,
FCSB frá Rúmeníu og Anderlecht
frá Belgíu en dregið var í riðla í Ist-
anbúl í Tyrklandi í gær.
Molde, sem Björn Bergmann Sig-
urðarson er samningsbundinn, er í
F-riðli ásamt Gent frá Belgíu,
Shamrock Rovers frá Írlandi og
Djurgården frá Svíþjóð.
Dráttinn í heild sinni má sjá á
mbl.is/sport/fotbolti.
Silkeborg mæt-
ir West Ham
Morgunblaðið/Eggert
Danmörk Stefán Teitur gekk til liðs
við Silkeborg í október 2020.
Körfuknattleikskappinn Brynjar
Þór Björnsson hefur ákveðið að
leggja skóna á hilluna eftir afar
farsælan feril. Þetta tilkynnti hann
í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en
Brynjar, sem er 34 ára gamall, er
uppalinn hjá KR í Vesturbænum.
Hann hefur leikið með KR allan
sinn feril, að undanskildu tíma-
bilinu 2011-’12 þar sem hann lék
með Jamtland í Svíþjóð og svo tíma-
bilinu 2018-19 þar sem hann lék
með Tindastóli. Hann varð átta
sinnum Íslandsmeistari með KR-
ingum og þrívegis bikarmeistari.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
KR Brynjar Þór lék 68 A-landsleiki
fyrir Ísland á árunum 2007 til 2017.
Leggur skóna
á hilluna
BIKARKEPPNI
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Breiðablik og Valur mætast í úr-
slitaleik bikarkeppni kvenna í knatt-
spyrnu, Mjólkurbikarnum, í sann-
kölluðum stórleik á Laugardalsvelli
klukkan 16 í dag. Breiðablik er
ríkjandi bikarmeistari eftir að hafa
unnið Mjólkurbikarinn á síðasta
tímabili og Valur er ríkjandi Ís-
landsmeistari auk þess að vera á
toppi Bestu deildarinnar sem stend-
ur. Breiðablik er þar í öðru sæti,
fjórum stigum á eftir Val.
Þrátt fyrir að hafa haft á að skipa
tveimur sterkustu liðum landsins
undanfarin ár er langt um liðið síðan
þau mættust síðast í bikarúrslita-
leik. Það var árið 2009, þegar Valur
hafði betur.
Í dag mætast liðin í úrslitaleik
bikarkeppninnar í níunda sinn. Í
viðureignunum átta til þessa hefur
Breiðablik unnið fjóra leiki og Valur
sömuleiðis fjóra.
Valur vann bikarmeistaratitilinn
síðast árið 2011 og komst síðast í úr-
slit árið 2012, fyrir áratug síðan,
þegar liðið tapaði fyrir Stjörnunni.
Breiðablik hefur í millitíðinni unnið
bikarmeistaratitilinn fjórum sinn-
um, árin 2013, 2016, 2018 og 2021.
Breiðablik og Valur eru langsig-
ursælustu félögin í bikarkeppninni
kvennamegin, bæði með 13 bik-
armeistaratitla. Í dag gefst því báð-
um liðum tækifæri til þess að bæta
þeim fjórtánda í safnið.
Vilt spila svona leik
Natasha Anasi, fyrirliði Breiða-
bliks og landsliðskona Íslands í
knattspyrnu, tekur nú þátt í sínum
öðrum bikarúrslitaleik hér á landi, en
hún skoraði mark ÍBV í 1:3-tapi fyrir
Breiðabliki árið 2016.
„Þetta er rosalega spennandi. Sem
leikmaður viltu venjulega spila svona
leik. Það er ekki erfitt að peppa sig
upp og þjappa liðinu saman fyrir
svona leik. Við erum mjög spenntar
og æfingarnar í vikunni eru búnar að
vera mjög góðar. Það er geggjuð
stemning fyrir þessum leik,“ sagði
Natasha í samtali við Morgunblaðið á
kynningarfundi fyrir úrslitaleikinn í
höfuðstöðvum Knattspyrnusambands
Íslands, KSÍ, á fimmtudag.
„Það er alltaf barátta á milli
Breiðabliks og Vals þannig að ég
held að það sé ekkert sérstaklega
mikið sem þarf að peppa sig upp í
þennan leik. Ég held að þetta verði
bara skemmtilegt. Það er líka
skemmtilegt að það er loksins bikar-
úrslitaleikur á milli Breiðabliks og
Vals.“
Hvernig telur hún að leikurinn
komi til með að þróast? „Ég held að
þessi leikur verði frekar opinn, fram
og til baka, þar sem liðið sem nær
að setja boltann í markið vinnur
leikinn!“ sagði Natasha og hló við.
Sigur myndi hjálpa í deildinni
Breiðablik hefur misst fjölda leik-
manna í meiðsli og fjarveru af öðru
tagi og sagði Natasha að sigur í bik-
arúrslitaleiknum myndi gefa Blikum
mikið, ekki síst fyrir toppbaráttuna í
Bestu deildinni undir lok tímabils.
„Já, það myndi hjálpa rosa mikið.
Það eru búnar að vera rosalega
margar breytingar hjá okkur í sum-
ar og við höfum lent í ýmsu en sigur
í svona stórleik myndi hjálpa okkur í
síðustu fjórum til fimm umferðunum
sem eru eftir,“ sagði Natasha að
lokum í samtali við Morgunblaðið.
Alltaf best að fá besta liðið
Pétur Pétursson er á sínu fimmta
tímabili sem þjálfari Vals. Hefur
hann stýrt liðinu til tveggja Íslands-
meistaratitla en er á leið í sinn
fyrsta bikarúrslitaleik sem þjálfari
liðsins. „Það er bara gott fyrir Val
að vera kominn í úrslitaleik eftir tíu
ár og okkur líst bara vel á þetta,“
sagði Pétur í samtali við Morgun-
blaðið á kynningarfundinum.
Hann kvaðst sérlega spenntur að
fá að etja kappi við Breiðablik, sem
hefur átt í harðri baráttu við Valslið
Péturs allt frá því að hann tók við
því. „Já, það er alltaf best að fá
bestu liðin, eða besta liðið. Mér
finnst fínt að spila á móti Breiða-
bliki. Þessi tvö lið hafa verið sterk
undanfarin ár og spilað skemmti-
legan fótbolta og við skulum vona að
það verði líka á laugardaginn [í
dag].“
Verður vonandi stuð
Pétur býst við skemmtilegum
knattspyrnuleik í dag. „Þetta eru
mjög lík lið. Bæði vilja halda bolt-
anum og sækja, sækja á mörgum
mönnum, þannig að þetta eru ekk-
ert ólík lið í sjálfu sér. Ég held að
þetta verði bara þannig að bæði liðin
sækja sitt á hvað. Vonandi verður
stuð í þessu eins og hefur verið í
þessum leikjum milli liðanna.“
Meiðslastaða Vals er mun betri en
hjá Blikum þar sem einungis tveir
leikmenn eru frá og hafa raunar
verið allt tímabilið. „Það eru allar
heilar hjá okkur nema Malla [Mál-
fríður Anna Eiríksdóttir] og Lillý
[Rut Hlynsdóttir],“ sagði Pétur að
lokum við Morgunblaðið.
Breiðablik og
Valur mætast
loks í úrslitum
Morgunblaðið/Eggert
Barátta Ásdís Karen Halldórsdóttir, Karitas Tómasdóttir og Þórdís Elva
Ágústsdóttir í leik Breiðabliks og Vals í Bestu deildinni fyrr í sumar.
- Bikarmeistararnir mæta Íslands-
meisturunum - 14. bikartitillinn í boði
UNDANKEPPNI HM
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Þetta verður erfiður leikur,“ sagði
Haukur Helgi Pálsson, leikmaður ís-
lenska karlalandsliðsins í körfu-
knattleik í samtali við Morgunblaðið
eftir æfingu íslenska liðsins í Ólafs-
sal á Ásvöllum í Hafnarfirði í gær.
Ísland mætir Úkraínu í L-riðli 2.
umferðar undakeppni HM 2023 í
Ólafssal í kvöld en íslenska liðið er
með 8 stig í fjórða sæti riðilsins, líkt
og Georgía sem er í þriðja sætinu, en
Úkraína er í fimmta sætinu með 6
stig.
Þrjú efstu lið riðilsins tryggja sér
sæti í lokakeppni heimsmeistara-
mótsins sem fram á Filippseyjum, í
Japan og Indónesíu í ágúst og sept-
ember á næsta ári og því mikið undir
í leiknum í kvöld.
„Þetta eru stórir menn, miklir
durgar, og þeir eru með fjóra leik-
menn sem eru einhverjir 215 sentí-
metrar á hæð. Þeir eru líka með
góða bakverði þannig að þetta verð-
ur strembið. Við erum ekki með
marga leikmenn til að mæta þeim í
þessari hæð þannig að við verðum að
vera duglegir að láta boltann ganga
hratt á milli manna sóknarlega.
Þannig getum við vonandi þreytt þá
eitthvað og þá þurfum við líka að
vera duglegir að keyra á þá. Það er
heldur ekki verra ef skotin hjá okk-
ur detta,“ sagði Haukur Helgi sem á
að baki 68 A-landsleiki fyrir Ísland.
Allt getur gerst í körfubolta
Ísland er í góðri stöðu í riðlinum
en liðið á eftir tvo leiki gegn bæði
Úkraínu og Georgíu og heimaleik
gegn Spáni.
„Við erum sem stendur í fjórða
sæti riðilsins og möguleikinn er svo
sannarlega til staðar. Við eigum hins
vegar eftir að mæta alvöruþjóðum;
Spáni, Úkraínu og Georgíu og þetta
eru allt þjóðir sem ætla sér líka á
HM. Á hinn bóginn bjóst enginn við
því að við ynnum Ítalíu þannig að
það getur allt gerst. Það þarf allt að
falla með okkur í þessum næstu
leikjum og það er löngu kominn tími
á að það gerist,“ bætti Haukur Helgi
við í samtali við Morgunblaðið.
Þarf allt að
falla með okkur
- Ísland þarf sigur gegn Úkraínu
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Lykill Haukur Helgi Pálsson er lykilmaður í íslenska liðinu í bæði sókn og
vörn en alls á hann að baki 68 A-landsleiki fyrir íslenska karlalandsliðið.
Knattspyrna
Mjólkurbikar kvenna, úrslitaleikur:
Laugardalsvöllur: Breiðablik – Valur ...L16
Besta deild karla:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Stjarnan ..........S14
Akureyri: KA – Víkingur R.....................S16
Keflavík: Keflavík – ÍA............................S17
Meistaravellir: KR – FH.........................S17
Kópavogsv.: Breiðablik – Leiknir R..S19.15
Lengjudeild karla, 1. deild:
Árbær: Fylkir – Grótta ...........................L14
Safamýri: Kórdrengir – HK...................L14
Grafarvogur: Fjölnir – Selfoss ...............L14
Grindavík: Grindavík – Vestri ................L14
Vogar: Þróttur V. – KV...........................L14
Akureyri: Þór – Afturelding...................L15
2. deild karla:
Húsavík: Völsungur – Höttur/Huginn ..L13
Sandgerði: Reynir S. – Magni ................L14
Fjarðabyggðarh. KFA – Þróttur R. ......L14
Ólafsvík: Víkingur Ó. – KF.....................L16
3. deild karla:
Garðabær: KFG – KFS ..........................L14
Fagrilundur: Augnablik – Sindri ...........L14
Valsvöllur: KH – Kári .............................L14
Dalvík: Dalvík/Reynir – Víðir.................L14
Fjölnisvöllur: Vængir Júpíters – ÍH......S14
Lengjudeild kvenna:
Hlíðarendi: Haukar – Fjar./Höt./Leik. .L14
2. deild kvenna, efri hluti:
Húsavík: Völsungur – ÍR........................L17
2. deild kvenna, neðri hluti:
Hornafjörður: Sindri – ÍH......................L14
Vopnafjörður: Einherji – Hamar...........L17
UM HELGINA!
EM U16 kvenna
B-deild í Podgorica, 9.-16. sæti:
Svartfjallaland – Ísland ....................... 87:75
_ Ísland mætir Bretlandi í leik um 11. sæt-
ið í dag.
>73G,&:=/D