Morgunblaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.08.2022, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2022 Ísak Gabríel Regal isak@mbl.is Tónlistarkonan og Óskarsverðlauna- hafinn Markéta Irglova gaf á dögun- um út sína fyrstu plötu í átta ár. Nýja platan heitir LILA og inni- heldur níu lög sem fjalla öll um ást- ina í sínum mismunandi myndum. LILA er jafnframt þriðja platan í þríleik sem hófst með útgáfu plöt- unnar ANAR (2011), en framhald hennar MUNA (2014) var síðasta plata Marketu í fullri lengd. „Við höfum verið að taka plötuna upp síðan í september í fyrra en ég hef verið að semja lögin í um átta ár, eða allt síðan ég gaf út síðustu plöt- una mína,“ segir Markéta í samtali við Morgunblaðið. Hún og eiginmað- ur hennar, hljóðmaðurinn Sturla Míó Þórisson, unnu plötuna í sam- einingu. „Ég átti 18 lög fyrir, en valdi síðan helming þeirra fyrir þessa plötu og gef vonandi út hin níu lögin í aðra plötu á næsta ári,“ bætir Markéta við. Það þykir óvenjulegt í dag að gefa út efni með svo löngu millibili og Markéta viðurkennir að hún hafi að nokkru leyti þurft að undirbúa endurkoma sína. „Átta ár eru heil eilífð í tónlistar- bransanum. Það er svo margt sem breytist og fólk á það til að gleyma manni. Ég þurfti að ráðast í dálitla herferð og gaf út þrjú löng lög; „Quintessence“, „Among the Liv- ing“ og „Mother“ sem eru öll um 15 mínútur að lengd, í aðdraganda nýju plötunnar til að ná aðeins til fólks aftur og minna á mig. Samt er heppi- legt að fólk áttar sig fljótt á því hver ég er þegar talað er um mig sem stelpuna sem lék Girl í myndinni Once og vann Óskarinn fyrir lagið „Falling Slowly“,“ útskýrir Markéta en eins og frægt er þá lék hún aðeins 19 ára gömul annað aðalhlutverkið í kvikmyndinni Once sem kom út árið 2008. Markéta hlaut þá Óskars- verðlaunin fyrir besta frumsamda lagið sem hún samdi ásamt meðleik- ara sínum, írska tónlistarmanninum og leikaranum Glen Hansard, en Markéta er yngsti handhafi Óskars- verðlaunanna í þeim flokki frá upp- hafi. Fyrst melódían, síðan textinn Spurð út í ferlið, sem hún hefur tamið sér þegar hún sest niður og býr til tónlist, segir Markéta að mel- ódían komi fyrst til hennar en text- inn svo í kjölfarið. „Það er yfirleitt þannig að ég sit við píanóið og byrja að spila einhverja melódíu sem mér líst á. Þá syng ég eitthvað bull með sem mér dettur í hug jafnóðum. Þá verður venjulega til lítið fræ, bæði í melódíuna og svo einhver setning sem mér finnst vera lykillinn að lag- inu. Síðan sest ég niður með blað og penna og sé til hvort eitthvað meira komi í framhaldinu af því, þá fjórar eða fimm setningar. Það sem eftir er af laginu tekur lengri tíma að síast inn og ég flakka mikið á milli píanós- ins og glósubókarinnar til að klára lagið.“ Markéta er píanóleikari og söng- kona í grunninn en er einnig fær á önnur hljóðfæri, til að mynda gítar. Þá fór hún í raddþjálfun í fyrsta sinn á ævinni þegar hún tók þátt í Söngvakeppninni fyrr á þessu ári. „Þegar ég hlusta á eldri upptökur finnst mér röddin hafa breikkað töluvert á undanförnum árum og ég er mjög ánægð með það.“ Hvað er LILA? Eins og áður segir samanstendur nýja platan af níu lögum sem fjalla hvert og eitt um mismunandi teg- undir af ást. En hvaðan kemur þessi titill, Lila? „Lila er indverskt hugtak sem táknar guðdómlegan leik og það að njóta lífsins. Mér skilst að fólk trúi mikið á það á Indlandi að allir í heiminum leiki einhverja ákveðna persónu í lífinu. Þetta gengur út á að minna sig á að við erum öll hér til að leika okkur, læra á lífið og okkur sjálf. Lila er líka stundum notað í tengslum við þá gerð tilviljana þegar hlutir heppnast óvænt, og að Lila sé í ríkjandi afl í því að allt fari á besta veg.“ Markéta segist hafa upplifað það í sínu lífi að eitthvað sem var óplanað hafi óvænt gengið upp og að allt hafi orðið eins og það átti að vera. „Lila þýðir líka fjólublár í mörgum tungu- málum og er þar að auki kvennafn, sem á vel við plötuna því öll lögin fjalla um ástir kvenna.“ Allt er þegar þrennt er Hlustendur fengu smá forsmekk af plötunni fyrr í sumar þegar þrjú lög, „My Roots Go Deep“, „The Sea- son“ og „Girl From A Movie“, komu út í júní, júlí og ágúst síðastliðnum. Markéta segist mjög upptekin af töl- unni þremur og vísar þá í máltækið „allt er þegar þrennt er“. „Þessi plata er númer þrjú í þríleiknum sem hófst með fyrstu sólóplötunni minni árið 2012. Mín reynsla er sú að góðir hlutir koma í þrennu lagi eins og er þekkt með bækur og annað. Þá er alltaf hægt að kafa dýpra í við- fangsefnið í hverju verki fyrir sig. Það var líka sama konan sem málaði kápurnar fyrir plöturnar þrjár og hver plata ber titil sem inniheldur aðeins eitt orð úr ólíkum tungu- málum.“ Markéta ætlar ekki að bíða lengi með að gefa út aðra plötu en hún er, eins og áður segir, þegar tilbúin og kemur út á næsta ári. Hún segir til- ganginn með því að gefa út plötu með eins árs millbili vera að minna á fyrri plötuna, en það getur verið mikilvægt, sér í lagi í dag þar sem óteljandi tónsmíðar koma út á hverj- um einasta degi. Ljósmynd/Sion Fullana Átta ár LILA er fyrsta hljómplata Markétu í átta ár. Hún segist ekki ætla að bíða svo lengi með að gefa út næstu. Guðdómleg gleði í lífsins leik - Fyrsta hljómplata Óskarsverðlaunahafans Markétu Irglovu í átta ár - Titill plötunnar vísun í ind- verskt hugtak sem táknar guðdómlega gleði í lífsins leik en platan fjallar um ólíkar tegundir ástar Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Leitun er að eins forvitnilegum titli á sviðsverki og því sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói annað kvöld kl. 20.30 en það nefnist Jesú er til, hann spilar á banjó og er eftir Hákon Örn Helgason. Sýningin var útskrift- arverk hans frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands í fyrra og er hún fyrsta frumsýning leikársins hjá Tjarnarbíói. Segir eftirfarandi um verkið í tölvupósti: „Einn góðan veðurdag er Hákon Örn Helgason á barmi ör- væntingar í Vesturbæjarlaug. Eyr- um hans berast ljúfir tónar. Á bakk- anum situr maður og spilar á banjó. Hver er þessi maður? Hvernig þorir hann að spila á banjó á almanna- færi? Hefur hann svörin við stóru spurningum lífsins? Í tilvistar- kreppu sinni leggur Hákon af stað í stærstu svaðilför lífs síns og hefur ævintýralega leit að þessum dul- arfulla banjóspilara. Hann setur upp rannsóknarstofu og ræður til sín teymi. Hver er hann og hvar?“ Hákon Örn hefur kitlað hlátur- taugar fjölda gesta Tjarnarbíós lengi vel sem liðsmaður uppistands- hópsins VHS og fær nú nokkra leik- ara til liðs við sig, þau Almar Blæ Sigurjónsson, Andrés Pétur Þor- valdsson, Arnór Björnsson, Jökul Smára Jakobsson og Stefán Þór Þorgeirsson. Um tónlist sér hin eld- hressa sveit Inspector Spacetime. Flytur megnið sjálfur Hákon segir sýninguna næstum því einleik þar sem hann sé sjálfur að flytja megnið af henni. „Ég er að rekja söguna af því þeg- ar ég var að reyna að finna manninn sem spilaði á banjó í Vesturbæj- arlaug en fæ til mín leikara sem eru að leika minningar mínar,“ útskýrir Hákon og að hljómsveitin verði líka á sviðinu. „Ég er mest megnis einn með þessa rannsókn, þar sem ég er að leita að manninum. Ég set upp rannsóknarstofu og dreg inn sak- laust fólk af Facebook til að hjálpa mér með rannsóknina.“ Sýningunni er í tilkynningu lýst sem aðgengilegu heimildarleikhúsi og ljúfsáru gamanverki um minn- ingar og töfra hversdagsins en þó líka hálfgerðu uppistandsleikhúsi. Er þetta blanda af leikriti og uppi- standi? „Já, svolítið, ég er í rauninni með uppistand í sýningunni sem er tengt efni hennar. Það kannski birtist sem einhver útúrdúr í sýningunni en er svo með einhverja dýpri merkingu. Ég er að reyna að fara aftur í svona grunnfrásögn, þetta er dálítið eins og baðstofusögustund eða saga hell- isbúa í hellunum. Ég er að segja sög- una af þessu sem gerðist,“ svarar Hákon. Hann upplýsir í kjölfarið blaðamann um mikilvægt atriði í frá- sögninni sem ekki má segja frá og ljóst að eitt og annað mun koma á óvart. Bömmertímabil Eins og fram hefur komið var Há- kon á barmi örvæntingar þennan eftirminnilega dag í Vesturbæjar- laug. „Þetta var ákveðið bömmer- tímabil, ég var langt niðri og svo allt í einu sé ég þennan mann, á gulri skýlu að spila á banjó á bakkanum, með sítt hár og skegg og það varð einhvern veginn allt miklu fallegra,“ segir Hákon og að verkið fjalli í hnotskurn um misheppnaða leit að hamingjunni og tilgangi lífsins. Hákon er ekki aðeins sjóaður í uppistandi heldur líka spuna þar sem hann er í spunahópnum Improv Ísland. Hann segir nokkuð um spuna líka í sýningunni. „Það er spuni í öllum sýningum og ég leik mér mikið með þann áhorfendahóp sem kemur hverju sinni.“ Á mikið erindi við samtímann Hákon segir að hann hafi viljað að sýningin væri aðgengileg sem marg- ar leiksýningar séu alls ekki. „Þær eru kannski eftir franskt leikskáld sem dó fyrir 400 árum og fjalla um hvað er að gerast hjá aðlinum í París og ekki allir til í að setja sig inn í það,“ segir hann kíminn. – Og alltaf spurt í viðtölum hvort verkið eigi erindi við samtímann. Verð ég ekki að spyrja þig að því, á þitt verk erindi við samtímann? „Þetta verk á mikið erindi við samtímann, held ég. Þetta er nátt- úrlega nýtt, íslenskt leikverk, gerist á Íslandi og fjallar um íslenskan veruleika. Mig langaði að fegra hversdaginn með því, það gerist allt í Vesturbæjarlauginni og mig langar að fólk gangi út eftir sýninguna og taki eftir ævintýrunum í kringum sig. Sýningin fjallar líka að miklu leyti um óöryggi og hvað það getur leitt mann út í mikið rugl. Maður þarf að gangast við sjálfum sér og standa með því sem maður hefur. Það á kannski alltaf erindi, sérstak- lega núna þegar vegið er að sjálfs- mynd ungs fólks á mínútu fresti.“ Á sviði Hákon með hinum síðhærða banjóleikara, að því er virðist. Í leit að dularfullum banjóleikara - Verk Hákons Arnar Helgasonar það fyrsta sem Tjarnarbíó sýnir á nýju leikári - Blanda af uppi- standi og leikriti - Setur upp rannsóknarstofu, ræður til sín teymi og er með hljómsveit á sviði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.