Morgunblaðið - 27.08.2022, Side 40

Morgunblaðið - 27.08.2022, Side 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2022 »Sýningin Þau stand- ast ekki tímann var opnuð í fyrradag í Ný- listasafninu. Þar sýna saman myndlistarmenn- irnir Graham Wiebe, Magnús Sigurðarson, Minne Kersten, Patricia Carolina og Sigrún Hlín Sigurðardóttir. Á sýn- ingunni „renna upp- lausn og væntingar saman við lífsins vökva og sköpunarmátt eyð- ingarinnar, umbreyt- ingu og hreyfingu“, eins og segir í tilkynningu. Sýningin Þau standast ekki tímann opnuð í Nýlistasafninu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Glöð Listamennirnir Graham Wiebe, Patricia Carolina og Sigrún Hlín Sigurðardóttir voru eldhress. Áhugavert Gestir virða fyrir sér verk og lesa sér til um það. Íbyggnir Hrafn Ingason og Logi Mar voru hugsi yfir listinni. Yngstur Svanhildur Haraldsdóttir, Agnes Ársælsdóttir og Nói Agnesar Brynjólfsson sem var líklega yngsti sýningargestur safnsins þennan dag. Opnun Guðlaug Mía Einarsdóttir, Auður Ómarsdóttir og Stefán Pálsson. Sýning myndlist- armannsins Gunnars Kr., Formglíma, blek og blý, verður opnuð í Hofi í dag, laugardag, kl. 16. Gunnar hefur fengist við margvísleg störf auk myndlistar, er járnsmiður, rak lengi auglýsingastofu og hefur fengist við smíðar, að því er fram kemur í tilkynningu. Gunnar vinn- ur verk sín með ýmsum hætti, teiknar t.d. með blýanti, málar með akríl á striga eða litum og bleki á handgerðan pappír. Hann vinnur einnig í stál, steypu, gifs eða tré. Í tilefni Akureyrarvöku mun Gunnar veita leiðsögn á morgun kl. 13. Formglíma, blek og blý Gunnars í Hofi Gunnar Kr. Sigrún Ólöf Einarsdóttir glerlistakona opnaði sýn- inguna Brot í Galleríi Gróttu á Eiðistorgi í fyrradag og segir á Facebook að hún sé hugsuð sem óður til náttúrunnar. „Í 40 ár hefur glerið verið félagi Sig- rúnar, meistari og þjónn sem hún nýtir til þess að minna á óravíddir andstæðnanna í náttúrunni,“ segir um sýninguna. Galleríið er opið frá mánudegi til fimmtudags kl. 10-18.30, á föstudögum 10-17 og laug- ardaga og sunnudaga 11-14. Alla laugardaga og sunnudaga á meðan á sýningunni stendur verður Sig- rún á staðnum kl. 11-14 og lýkur sýningunni 12. sept- ember. Óður til náttúrunnar í Galleríi Gróttu Sigrún Ólöf Einarsdóttir Aðrir tónleikar raðarinnar Gramsað í göml- um nótum fara fram í dag kl. 17 í Bókakaffinu á Selfossi. Halla Marinósdóttir mezzosópran og Birgir Stef- ánsson tenór koma fram og syngja lög upp úr nótum sem Bókakaffinu hafa áskotnast í gegnum árin. Einar Bjartur Einarsson leikur með á pí- anó. Lögin á efnisskránni koma úr ýmsum áttum og mun Halla m.a. syngja lög úr Disneymyndunum um Öskubusku og Gosa og Birgir aríu úr óperunni Martha eftir Fireder- ich von Flotow. Elín Gunnlaugs- dóttir, tónskáld og bóksali, kynnir verkin og fjallar um nóturnar. Gramsað í gömlum nótum á Selfossi Halla Marinósdóttir Opnunartímar Mánudaga til laugardaga 11-18 Sunnudaga 12-17 Hafnartorg Gallery | Sími 588 0620 | casa.is Hafnartorg Gallery Casa hefur opnað glæsilega gjafavöruverslun í Hafnartorgi Gallery, í miðbæ Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.