Morgunblaðið - 27.08.2022, Qupperneq 41
Það verður mikið um að vera í
Listasafninu á Akureyri í dag því
þar verða þrjár sýningar opnaðar
kl. 15: Sýning Egils Loga Jónas-
sonar, Þitt besta er ekki nóg, sýning
Steinunnar Gunnlaugsdóttur, blóð
& heiður og fræðslusýningin Form í
flæði II. Einnig mun blásarakvint-
ettinn Norð-Austan koma fram kl.
15.30 og kl. 17 hefjast þriðju og síð-
ustu tónleikar sumarsins með yfir-
skriftinni Mysingur í Mjólkurporti
Listasafnsins. Á þeim koma fram
Drengurinn fengurinn, Teitur
Magnússon og Dr. Gunni.
A, Á, Ó, Æ
Steinunn Gunnlaugsdóttir
útskrifaðist frá myndlistadeild
Listaháskóla Íslands 2008 og tók
þátt í listnámi í menningarstofnun-
inni Ashkal Alwan í Beirút í Líban-
on veturinn 2013-2014, eins og segir
í tilkynningu og að hún takist á við
hin fjölmörgu hugmyndafræðilegu
og siðferðislegu kerfi sem mann-
skepnan skapi, fæðist inn í, lifi við
og berjist gegn, af gáskablandinni
alvöru.
„Með því að skoða og berhátta
grunnstoðir hins siðmenntaða
mannheims verður til efniviður fyrir
tilraunir Steinunnar til að ávarpa
samtímann. Verk hennar saman-
stendur af fjórum fánum sem munu
blakta á fánastöngum á svölum
Listasafnsins. Fánarnir eru afrakst-
ur tilraunar þar sem þrír þættir
voru bræddir saman: íslenski þjóð-
fáninn, leturgerðin Comic Sans og
þeir stafir íslenska stafrófsins sem
tákna hljóðin sem fólk gefur frá sér
við sársauka: A, Á, Ó, Æ,“ segir í
tilkynningu.
Hringrás
„Það er maður, það er ungur
maður, það er unglingur,“ er haft
eftir Agli Loga Jónassyni í tilkynn-
ingu og segir hann svo frá: „Í
stærsta herberginu í minnsta hús-
inu hangir mynd af ljóni. Ljónið
heldur á minna ljóni. Það ljón held-
ur um halann á sér og myndar
endalausa hringrás ráns og dýra.
Fyrir utan gluggann blæs vindurinn
sérstaklega kröftuglega á veru sem
leitar skjóls í hálfbyggðu bakhúsi.
Tónlistin tórir, að hluta til.“
Egill gengur einnig undir lista-
mannsnafninu Drengurinn feng-
urinn og býr og starfar á Akureyri.
Hann vinnur með ýmsa miðla, t.d.
tónlist, málverk, klippimyndir,
gjörninga og vídeóverk og er einn af
liðsmönnum listhópsins Kaktuss.
Síðust en ekki síst er svo sýning
Form í flæði II í safnfræðslurými
listasafnsins en þar eru einnig
haldnar ýmsar listsmiðjur. Á sýn-
ingum má sjá afrakstur slíkra
smiðja og verk úr safneigninni.
Frekari upplýsingar um safnið og
sýningar má finna á listak.is.
Ljón sem heldur á
ljóni, fánar og fræðsla
Forvitnilegt Kynningarmynd fyrir sýningu Egils í Listasafninu á Akureyri.
- Þrjár sýningar opnaðar í dag í Listasafninu á Akureyri
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2022
Sópransöngkonan Harpa Ósk
Björnsdóttir kemur fram á fjórðu
og síðustu tónleikum tónleika-
raðarinnar Velkomin heim í
Hörpuhorni á morgun, sunnudag,
kl. 16. Útskriftartónleikar hennar
fóru fram í Leipzig í júlí og verð-
ur efnisskrá þeirra endurtekin í
Hörpu. Hún skiptist í tvo hluta.
Fyrri hluti tónleikanna er helg-
aður verkum íslenskra kventón-
skálda sem eru hluti af lokarit-
gerð Hörpu um tónlistarkonur á
Íslandi á 18. og 19. öld og tengsl-
anet þeirra og verða flutt ljóð og
píanóverk eftir nokkur íslensk
tónskáld, eins og segir í tilkynn-
ingu. Seinni hluti tónleikanna er
efnisskrá bachelor-lokaprófs
Hörpu en hún samanstendur af
ljóðum og aríum eftir Mozart,
Grieg, Sibelius, Charpentier,
Verdi, Puccini og Stravinskíj.
Með Hörpu leikur Sebastian Fuß
píanóleikari.
Harpa Ósk boðin velkomin heim í Hörpu
Tvískipt Efnisskráin hjá Hörpu Ósk verður
tvískipt á morgun í Hörpuhorni í Hörpu.
Davíð Þór Jóns-
son, píanóleikari
og tónskáld,
verður við flyg-
ilinn á síðustu
stofutónleikum
Gljúfrasteins í
sumar sem fara
fram á morgun,
sunnudag, kl.
16. Einnig verð-
ur opið hús á Gljúfrasteini í dag,
laugardag, þar sem hátíðin Í
túninu heima fer fram um helg-
ina í Mosfellsbæ. Í tilkynningu
segir að Gljúfrasteinn eigi sér-
stakan stað í hjarta Davíðs Þórs
og „sérstaklega fyrir þær mögn-
uðu kringumstæður sem stofan
sér til að skapa á staðnum og láta
stundina ráða för meðal hlust-
enda og gesta“. Á tónleikunum
mun rauntímatónsmíð eiga sér
stað og verður „flogið af stað
með óvissuna í hægri og áttavita
í vinstri“, eins og það er orðað
skáldlega.
Aðgangseyrir er 3.500 kr. og
fer miðasala fram í móttöku
safnsins fyrir tónleika.
Með óvissu í hægri og áttavita í vinstri
Davíð Þór Jónsson
R
ithöfundurinn Unni Lind-
ell segir í eftirmála að
glæpasagan Nágranna-
varsla sé venjulegur reyf-
ari, „ævintýri fyrir fullorðna“.
Sínum augum lítur hver á silfrið en
flestum ætti að vera ljóst að ekkert
ævintýralegt er við brotnar og
tvístraðar fjölskyldur, hamslausa
græðgi og pyntingar og morð!
Bókarheitið er saklaust og gef-
andi enda ekkert nema gott að segja
um nágrannavörslu sem slíka. En
hún getur dregið dilk á eftir sér og
Unni Lindell spinnur spennandi
sögu út frá því sem augað nemur.
Vandamálin leynast víða og marg-
ir burðast með farangur, sem veldur
þeim hugarangri. Sumir reyna að
lifa með sálarangistinni en öðrum
reynist það um megn. Margar hliðar
eru á þessari baráttu og er þeim vel
lýst í bókinni, ekki síst fjölskyldu-
tengslum og hvernig einstaklingar
taka mismunandi á þeim.
Sakleysið tekur strax á sig ógeðs-
lega mynd og fljótlega er
ljóst að brjálæðingur geng-
ur laus. Viðbrögð norsku
lögreglunnar eru með mis-
jöfnum hætti, en í Noregi,
eins og víðar, eru mörg
óleyst mál og svo virðist
sem ekkert sé við því að
gera.
Nýútskrifaði lögreglu-
maðurinn Lydia Winther
er í aðalhlutverki. Hún er
23 ára og blaut á bak við eyrun en
tekur fljótlega til sinna ráða og ekki
líður á löngu þar til hún er farin að
skipa sér eldri og reyndari fyrir
verkum. Hún fer út af línunni í
vinnunni og kemst upp með það en
ekki gengur eins vel í einkalífinu og
þar virðist reynsluleysi hennar
koma henni í koll. En hún gefst
aldrei upp.
Í fullkomnum heimi lifa allir sáttir
við sitt en sumir eru útsmognari en
aðrir og víða á græðgin sér engin
takmörk. Olíugróði Norð-
manna hefur farið fyrir
brjóstið á sumum og Unni
Lindell gerir sér mat úr tog-
streitunni. Hún kemur
umræðu um mengun inn á
ísmeygilegan hátt og býr til
óhuggulega sviðsmynd af
umhverfinu, mynd sem á sér
örugglega enga stoð í raun-
veruleikanum en hentar vel í
glæpasögu.
Margir koma við sögu í Ná-
grannavörslu og athyglin verður að
vera í lagi við lesturinn. Stað-
reyndum og skáldskap er blandað
saman á skemmtilega hátt og úr
verður spennandi glæpasaga.
Betur sjá
augu en auga
Glæpasaga
Nágrannavarsla bbbbn
Eftir Unni Lindell.
Snjólaug Bragadóttir íslenskaði.
Kilja. 410 bls. Ugla útgáfa 2022.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Spuni Unni Lindell spinnur spenn-
andi sögu út frá því sem augað nem-
ur í nágrannavörslu í bók sinni.
Í tilefni af því að 250 ár eru liðin síð-
an fyrsti breski vísindaleiðangurinn
sótti Ísland heim árið 1772, heldur
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands
málþing í Þjóðarbókhlöðu á mánu-
dag, 29. ágúst, milli kl. 13 og 18 í
samvinnu við sænska sendiráðið á
Íslandi.
„Þennan sama dag fyrir nákvæm-
lega 250 árum steig Sir Joseph
Banks hér fyrst á land ásamt fjöl-
mennu liði vísinda- og listamanna.
Ferð hans til Íslands vakti mikla
athygli samtímamanna og í Napó-
leonsstyrjöldunum reyndist Banks
íslensku þjóðinni einstaklega vel
sem verndari landsins og bjargvætt-
ur,“ segir í tilkynningu frá skipu-
leggjedum.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra opnar þingið og Jón Atli Bene-
diktsson, rektor Háskóla Íslands,
flytur ávarp. Málþingið fer fram á
ensku og er öllum opið á meðan að
húsrúm leyfir.
Erlendir fyrirlesarar eru Sverker
Sörlin prófessor sem mun halda
erindi um sænska grasafræðinginn
Daniel Solander, nánasta samstarfs-
mann Banks, og dr. Neil Chambers
sem fjallar um útgáfustörf Banks.
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur
ræðir um eldfjöll en aðaltilgangur
Banks með Íslandsförinni var að
ganga á Heklu. Þóra Ellen Þórhalls-
dóttir grasafræðingur og Gísli Már
Gíslason líffræðingur fjalla um vís-
indaskýrslur leiðangursins en þær
hafa aldrei verið rannsakaðar fyrr.
Loks munu sagnfræðingarnir Anna
Agnarsdóttir og Sumarliði Ísleifsson
ræða um arfleifðina: Íslandsvininn
Banks og myndirnar sem listamenn
Banks teiknuðu í Íslandsförinni og
sem nú má sjá á sýningu sem stend-
ur yfir í Þjóðarbókhlöðunni.
Málþing um Íslandsleið-
angur Joseph Banks
- Haldið í Þjóðarbókhlöðunni á mánudag milli kl. 13 og 18
Svipmynd frá Íslandi Mynd sem John Cleveley teiknaði í leiðangri Joseph
Banks til Íslands. Verkið er í eigu British Library og The Linnen Society.