Morgunblaðið - 27.08.2022, Side 44
Kvintett saxófónleikaranna Sigurðar Flosasonar og
Jóels Pálssonar kemur fram á þrettándu og síðustu
tónleikum sumarsins á veitingastaðnum Jómfrúnni við
Lækjargötu í dag, 27. ágúst. Auk Sigurðar og Jóels
leika þeir Eyþór Gunnarsson á píanó, Nico Moreaux á
kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Þeir munu
flytja fjölbreytta og skemmtilega djasstónlist úr ýms-
um áttum. Tónleikarnir fara fram á Jómfrúartorginu og
hefjast kl. 15. Aðgangur er ókeypis.
Kvintett Jóels og Sigurðar kemur
fram á lokatónleikum sumarsins
LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 239. DAGUR ÁRSINS 2022
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.330 kr.
Áskrift 8.383kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, framherji Þróttar úr
Reykjavík, var besti leikmaður ágústmánaðar í Bestu
deild kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Ólöf er
nýkomin aftur á fótboltavöllinn eftir erfið meiðsli og
var ekki lengi að láta að sér kveða.
„Mig langaði ekki að koma til baka bara til að vera
með, heldur koma til baka almennilega,“ sagði Ólöf
Sigríður við Morgunblaðið. Hún hefur skorað tvö mörk
og lagt upp þrjú til viðbótar í þeim fjórum leikjum sem
hún hefur spilað eftir endurkomuna. »26
Ólöf Sigríður best í ágústmánuði
ÍÞRÓTTIR MENNING
Sigurður Bogi Sævarson
sbs@mbl.is
„Fyrir listamann er samtal við fólk
og umhverfi mikilvægt. Sjálf vinn
ég mikið verk í opinberu rými. Segi
gjarnan að fullsköpuð séu verk
fyrst þegar vegfarandinn kemur á
svæðið, kynnir sér kúnstina og fer
að velta málum fyrir sér í nýju sam-
hengi,“ segir Steinunn Þórarins-
dóttir myndhöggvari. Eftir messu í
Hallgrímskirkju í Reykjavík á
morgun, sunnudag, mun Steinunn
segja frá verkum sínum sem mynda
sýninguna á torginu við kirkjuna.
Samveran hefst kl. 12:20 og verður
þá gengið út á torgið og litið á
Brynjur, en svo heitir innsetningin.
Á torginu standa nú skúlptúrar
úr áli, mótaðir samkvæmt hug-
myndum Steinunnar. Tildrögin að
sýningunni eru þau að árið 2013
dvaldist Steinunn í New York í
Bandaríkjunum og heimsótti iðu-
lega þá deild Metropolitan-safnsins
hvar sýndar eru brynjur. Slíkar eru
gjarnan tilteknar sem tákn valds og
ofbeldis og heillaðist Steinunn af
þeirri hugmynd. Í samstarfi við
safnið voru þrjár miðaldabrynjur
þrívíddarskannaðar – og úr þeim
myndum voru steyptir skúlptúrar,
eftir forsögn Steinunnar.
Tvenndarhyggja áberandi
Á Hallgrímstorgi er nöktum,
kynlausum og varnarlausum fígúr-
um stillt upp gegn brynjunum. „Í
þessu felst því tvenndarhyggja,
sem er svo áberandi í nútímanum
þó svo hún hafi fylgt manninum um
langan veg. Þessi innsetning mín er
hluti af dagskrá Listahátíðar 2022
og þema hennar er Hinum megin.
Allt hefur tvær hliðar og í nútíman-
um kallast á gott og vont, stríð og
friður. Mannkynið eignaðist sam-
eiginlegan óvin í formi kórónaveiru
og rétt í þann mund sem henni slot-
aði var gerð innrás í Evrópu. Með
því hófst stríð í álfunni, þar sem
friður hafði verið í marga áratugi.
Verk mitt vísar til þess að mann-
kynið á í stöðugri baráttu og er
stöðugt að verja sig,“ segir Stein-
unn sem sinnt hefur listsköpun í
áratugi og sýnt verk sín víða um
heim.
Verjast og berjast
Leiðsögn á morgun sinna, auk
Steinunnar, sr. Sigurður Árni Þórð-
arson sóknarprestur við Hallgríms-
kirkju og Vigdís Jakobsdóttir, list-
rænn stjórnandi Listahátíðar í
Reykjavík. „Samanber þau skilaboð
Listahátíðar að öll mál hafi tvær
hliðar hæfðu Brynjur vel þeim út-
gangspunkti. Heimsfaraldurinn er
nánast að baki, en breytingar á
loftslagi og hamfarahlýnun hafa
gjörbreytt veröldinni. Við verðum
að hugsa svo margt upp á nýtt –
verjast og berjast,“ segir listakonan
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Reykjavík Hallgrímstorg er fjölfarinn staður meðal ferðamanna sem gjarnan skoða verk Steinunnar Þórarins-
dóttur sem þar eru. Verkin eru óvenjuleg og til þess fallin að fólk velti ýmum málum fyrir sér í nýju samhengi.
Brynjur á Hallgrímstorgi
- Listakona segir frá - Verkið á torginu vísar til þess að
mannkynið á í stöðugri baráttu og er stöðugt að verja sig
Morgunblaðið/Hákon
Listakona Mannkynið á í stöðugri
baráttu, segir Steinunn í viðtalinu.