Morgunblaðið - 30.08.2022, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3 0. Á G Ú S T 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 202. tölublað . 110. árgangur .
ÞARF MEIRI
STÖÐUGLEIKA
Í LÍF MITT
DRIFIN
ÁFRAM AF
SÚRREALISMA
BOÐAR GÓÐA
ÞJÓNUSTU Í
MIÐASÖLU
IT HATCHED 28 ÓMAR MÁR JÓNSSON 12ÓLAFÍA HÆTT Í GOLFI 27
_ Rishi Sunak,
fyrrverandi fjár-
málaráðherra
Breta, segir að
hinar hörðu sótt-
varnaaðgerðir
vegna kórónu-
veirufaraldursins
í Bretlandi, hafi
verið byggðar á
veikum vísinda-
legum grunni.
Þær hafi alls ekki verið vegnar og
metnar í ríkisstjórninni og öll gagn-
rýni kveðin í kútinn. Ekki hafi mátt
ræða kostnaðinn; hvorki hinn fjár-
hagslega né hinn félagslega. Þar vís-
ar Sunak til þess að allt skólastarf
lamaðist í tvö ár og að heilbrigðis-
kerfið hafi nánast ekki sinnt neinum
hefðbundnum verkefnum með þeim
afleiðingum að dánartíðni snar-
hækkaði og biðlistar hafi orðið óvið-
ráðanlegir. Orð Sunaks hafa vakið
mikla athygli og umræðu, sem ekki
sér fyrir endann á. »14
Sunak segir sótt-
varnir í Covid á veik-
um grunni byggðar
Rishi Sunak, fv.
fjármálaráðherra
Óvenju lítið skyggni var á höfuðborgarsvæð-
inu í gær vegna misturs sem lá yfir borginni.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Ís-
lands var um tvenns konar mistur að ræða.
Annars vegar svifryk vegna sandfoks frá
söndum á Suðurlandi og hins vegar raka.
Svifrykið fór yfir heilsuverndarmörk og var
börnum og þeim, sem eru viðkvæmir í önd-
gengið að staðsetja upptök sandfoksins ná-
kvæmlega vegna skýjahulu yfir landinu. Hann
segir svipaðri vindátt spáð í dag en líklegt sé
þó að mistrið láti undan síga í rigningunni.
unarfærum, ráðlagt að forðast útivist ef þeir
fyndu fyrir óþægindum.
Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur
hjá Veðurstofu Íslands, segir að erfiðlega hafi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mistur lagði yfir höfuðborgina í gær og skyggði á útsýni
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Friðriki Jónssyni, formanni Banda-
lags háskólamanna (BHM) hefur
verið falið sameiginlegt viðræðuum-
boð aðildarfélaga BHM vegna kom-
andi kjarasamninga og er mælst til
þess að hann hefji viðræður við við-
semjendur og stjórnvöld án tafar.
„Ég vildi helst setjast niður til við-
ræðna strax í dag,“ segir Friðrik í
samtali við Morgunblaðið.
Það er formannaráð BHM, sem
samþykkti umboðið, en í því sitja for-
menn allra 28 aðildarfélaga BHM.
Félögin hafa hin síðari ár farið sjálf
með viðræður af þessu tagi en hafa
nú ákveðið að hefja viðræður sam-
einuð undir for-
ystu Friðriks.
Rétt er þó að
árétta að þetta er
viðræðuumboð,
ekki samnings-
umboð. Komið
verður á fót við-
ræðunefndum um
tiltekna þætti en
aðildarfélög
BHM halda
áfram að útfæra einstakar kröfu-
gerðir sínar, sem lúta að sérmálum.
Að sögn Friðriks telur BHM að
ekki sé eftir neinu að bíða, enda þótt
opinberir samningar þess renni ekki
út fyrr en á komandi ári. „Við viljum
ekki lenda í þeirri stöðu að hér renni
samningar út í lok mars og svo líði 6-
12 mánuðir áður en nýir samningar
taki við,“ segir hann og efnahagsað-
stæðurnar ýti frekar á eftir.
Vill stöðva kaupmáttarbrunann
„Við erum í tvöföldum kaupmátt-
arbruna – annars vegar vegna verð-
bólgu og hins vegar vegna vaxta-
hækkana. Markmiðið hlýtur að vera
að stöðva það sem fyrst en því lengur
sem það dregst, því erfiðara verður
það,“ segir Friðrik.
„Þess vegna viljum við hefja sam-
tal við alla okkar viðsemjendur, helst
sem fyrst.“
Nokkur ólga hefur verið innan
verkalýðshreyfingar, formaður ASÍ
felldur af stalli, mjög afdráttarlausar
kröfur settar fram af sumum verka-
lýðsleiðtogum, þó formenn VR og
Eflingar virðist ekki lengur ganga í
takt. Er einhver von um að hreyf-
ingin í heild vilji eða geti samið?
„Það er ekki gefið en það stendur
a.m.k. ekki á BHM. Ég er fyrsti for-
maður heildarsamtaka í núverandi
kjaralotu, sem er með sameinað
bandalag að baki mér og kominn
með viðræðuumboð. Sú er ekki raun-
in hjá ASÍ, sú er ekki raunin hjá
BSRB og sú er ekki raunin hjá
Kennarasambandinu.“
Er ekki óvenjulegt að BHM leiði
samningana?
„Jú, en óvenjulegar aðstæður geta
kallað á óvenjulegar lausnir. Við er-
um klár í þetta samtal.“
BHM vill hefja kjaraviðræður
við atvinnulífið og ríkið strax
- Friðrik Jónsson formaður BHM fær sameiginlegt viðræðuumboð allra aðildarfélaga
Friðrik
Jónsson