Morgunblaðið - 30.08.2022, Side 2

Morgunblaðið - 30.08.2022, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2022 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Dómsmálaráðuneytið býður upp á umsagnir um nýjan getraunaleik Ís- lenskra getrauna í samráðsgátt stjórnvalda. Í kynningu ráðuneyt- isins kemur fram að Íslenskar get- raunir áformi að hleypa nýjum leik af stokkunum í samstarfi við Svenska Spel, systurfyrirtæki Ís- lenskra getrauna í Svíþjóð. Giska á heildarmörk Kallast nýi leikurinn XG og er við- bót við knattspyrnugetraunirnar sem hér hafa tíðkast um áratuga- skeið. Í XG giska þátttakendur á hve mörg mörk verði skoruð í heild í hverjum leik af þeim 13 leikjum sem giskað er á. Sömu leikir verða á seðli leiksins og eru á getraunaseðli ensku knattspyrnunnar. Þátttak- andi hefur val um að merkja sjálfur við fjölda marka, velja þekkingar- stýrt sjálfval svokallað eða láta tölvukerfið velja fyrir sig með val- kostinum „tölvuval“. Verð hverrar raðar í XG skal vera það sama og verð hverrar raðar í getraununum og verður fyrsti vinn- ingur fyrir 13 rétta að lágmarki 50 milljónir sænskra króna, jafnvirði tæplega 664 milljóna íslenskra króna. atlisteinn@mbl.is XG í samstarfi við sænskar getraunir - Samráðsgáttin op- in fyrir umsagnir AFP/Oli Scarff Knattspyrna Nýi leikurinn XG gengur út á að giska á heildarfjölda marka. Reykjavíkurborg kynnti í gær áform um framtíðarnýt- ingu húsnæðisins undir leikskólann Bakka í Grafar- vogi. Þar var lagt til að börn með leikskólapláss þar yrðu flutt yfir í aðra starfsstöð leikskólans í Hamravík. Áformin féllu í grýttan jarðveg meðal foreldra og er málið til skoðunar að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frí- stundasviðs Reykjavíkurborgar. Er Morgunblaðið leitaði viðbragða Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og for- manns skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, kvaðst hún ekki búa yfir upplýsingum um framan- greind áform en Marta Guðjóns- dóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, segir málið koma sér spánskt fyrir sjónir. Allt á einum stað Helgi Grímsson sagði í samtali við mbl.is í gær að á fundi síðdegis í gær hefði foreldrum verið kynnt áform um að flytja börn á Bakka yfir í Hamra þar sem fá börn væru á Bakka. „Þannig væru öll börnin og allir starfsmennirnir á einum stað. Við myndum svo nýta húsnæðið fyrir börn sem bíða eftir leikskóla. Þá er- um við að horfa til þeirra barna sem eru að bíða eftir að byrja í leikskól- anum sem verður í Vogabyggðinni.“ Að hans sögn komu á fundinum fram mótbárur af hálfu foreldranna við þessum áformum. Sólborg Anna Lárusdóttir, móðir barns með pláss á Bakka, segir að framtíð Bakka hafi verið óviss um árabil. Hún segir að á fundinum hafi verið rætt um að leggja niður starf- semina á Bakka. Aðspurður sagði Helgi að ekki stæði til að loka húsnæðinu á Bakka. Hins vegar, ef tillagan hefði runnið í gegn, hefði verið skoðað hvernig hægt væri að nýta húsnæðið sem best. „Það eru fleiri hundruð börn á bið- lista. Því er undarlegt að meirihlutinn ætli að loka leikskóla þar sem eru laus pláss. Ég hélt að að það stæði til að fjölga leikskólaplássum en ekki fækka þeim,“ segir Marta Guðjóns- dóttir. steinthors@mbl.is Fundað um leik- skólann - Foreldrar mót- mæltu breytingum Helgi Grímsson Steinþór Stefánsson steinthors@mbl.is Þrjár andarnefjur hafa haldið sig í Akureyrarhöfn síðan á laugardag. Ania Wójcik, leiðsögumaður hjá Hvalaskoðun Akureyrar, segir and- arnefjur vanalega halda sig fjarri landi og því sé um óvenjulegan at- burð að ræða. „Möguleg ástæða þess er að á meðal þeirra er kálfur. Það er al- gengt meðal þessarar dýrategundar að þegar óreyndur kálfur er á meðal þeirra þá leita hvalirnir sér skjóls. Einfaldasta skýringin á því að þeir halda sig í firðinum er að þar finna þeir öryggi.“ segir Anja. Að sögn hennar hafa sjósports- menn á svæðinu vakið forvitni and- arnefjanna. „Við mælum ekki með því að nálg- ast hvalina því það eru litlar upplýs- ingar til um atferli þessara dýra. Þeir geta verið vinalegir en þeir geta orðið árasargjarnir ef þeim er ógn- að.“ Mikill munur milli ára Aðspurð segir hún muninn á fjölda hvala milli ára gífurlegan. „Það sem er áhugavert er að á síð- asta ári þurftum við að sigla mun lengra út til að sjá hvalina, en það er líklegast vegna þess að sjórinn var heitari síðasta sumar.“ Forvitnar andarnefjur á Akureyri - Þrjár andarnefjur í Akureyrarhöfn síðan á laugardaginn - Munur milli ára Ljósmynd/Steinar Garðarsson Forvitnar Andarnefjurnar fylgdust af athygli með sjósportsmönnum á Pollinum á Akureyri í gærmorgun. Þótt Tjörnin í miðbæ Reykjavíkur þyki falleg eru eflaust fáir spenntir fyrir því að stinga sér til sunds í hana enda vatnið afar gruggugt og kalt. Það hélt þó ekki aftur af þessum hundi sem steypti sér út í á eftir gulum tennisbolta við Ráð- húsið og kom, sigri hrósandi, syndandi með hann í kjaftinum til baka. Ljósmyndari Morgunblaðs- ins var á vettvangi og náði þessu skemmtilega augnabliki á ljósmynd. Lítill boltasækir að störfum við Ráðhúsið Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.